Forseti ASÍ kveðst aldrei hafa átt fé í skattaskjóli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. apríl 2016 14:39 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ vísir/vilhelm Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að fullyrðingar um að hann hafi staðið að því að koma eignum eða tekjum undan skatti séu rangar en rifjað hefur verið upp í umræðunni í tenglsum við leka á Panama-skjölunum að Gylfi sat á sínum tíma í stjórn félags sem hafði tengsl við skattaparadísina Tortóla. Þá hafi hann aldrei átt fé í skattaskjóli eða tekið þátt í því að leyna eignum eða tekjum, hvorki hans eigin né annarra. Búið er að boða til mótmæla við höfuðstöðvar ASÍ í dag vegna þessara tengsla. Í yfirlýsingu frá Gylfa fer hann ítarlega yfir málið en þar kemur fram að á árunum 1997-2001 hafi hann verið framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf., EFA. Árið 2000 lét fyrirtækið Hugvit, en Gylfi var í stjórn þess fyrir hönd EFA, Kaupþing stofna dótturfélag til að halda utan um kauprétt starfsmanna Hugvits, hér á landi og erlendis. Segir Gylfi að það hafi verið gert til að gæta jafnræðis meðal starfsmanna venga skattlagningar á mögulegan hagnað þeirra af kaupréttarsamningum. Hugvit gerði samning við Kaupþing í Lúxemborg um að stofna eignarhaldsfélag í Lúxemborg vegna þessa en stjórn Hugvits var skráð sem stjórn þessa félags, en þar á meðal var Gylfi Arnbjörnsson. Hann segir að aldrei hafi verið reynt að leyna hlutverki félagsins eða stjórn þess og þá tók félagið aldrei til starfa, engir fjármunir fóru í gegnum það og aldrei reyndi á kauprétt á hlutabréfum í Hugviti til starfsmanna fyrirtækisins. Kaupþing hafi hins vegar átt til á lager félög sem bankinn hafði stofnað á eyjunni Tortóla og selt þau bæði til þeirra sem fóru í einu og öllu að lögum og reglum og þeim sem vildu fela slóð sína. Gylfi segist ekki hafa vitað um þetta verklag bankans og ekki heldur aðrir stjórnarmenn Hugvits og gátu því ekki borið neina ábyrgð á því. „Ég hætti hjá EFA í júlí 2001 og hætti samhliða öllum störfum og stjórnarsetu fyrir hönd EFA. Ég var kjörinn forseti ASÍ árið 2008, 7 árum síðar. Ég hef aldrei átt fé í skattaskjóli eða tekið þátt í að leyna eignum eða tekjum, hvorki mínum eða annarra. Ef ég hefði gert það, hefði ég fyrir löngu og af fúsum og frjálsum vilja sagt af mér sem forseti ASÍ, enda er ég algerlega sammála því sjónarmiði að slíkt getur aldrei samrýmst hlutverki mínu sem forystumaður innan verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Gylfi í yfirlýsingu sinni en hana má sjá í heild sinni í viðhengi hér að neðan. Í framhaldi af tilkynningu Gylfa sendi fyrirtækið GoPro Landsteina frá sér yfirlýsingu en Hugvit var dótturfélag þess fyrirtækis. Í yfirlýsingu GoPro Landsteina eru þær upplýsingar sem koma fram hjá Gylfa staðfestar en hana má líka sjá í viðhengi hér að neðan. Panama-skjölin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að fullyrðingar um að hann hafi staðið að því að koma eignum eða tekjum undan skatti séu rangar en rifjað hefur verið upp í umræðunni í tenglsum við leka á Panama-skjölunum að Gylfi sat á sínum tíma í stjórn félags sem hafði tengsl við skattaparadísina Tortóla. Þá hafi hann aldrei átt fé í skattaskjóli eða tekið þátt í því að leyna eignum eða tekjum, hvorki hans eigin né annarra. Búið er að boða til mótmæla við höfuðstöðvar ASÍ í dag vegna þessara tengsla. Í yfirlýsingu frá Gylfa fer hann ítarlega yfir málið en þar kemur fram að á árunum 1997-2001 hafi hann verið framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf., EFA. Árið 2000 lét fyrirtækið Hugvit, en Gylfi var í stjórn þess fyrir hönd EFA, Kaupþing stofna dótturfélag til að halda utan um kauprétt starfsmanna Hugvits, hér á landi og erlendis. Segir Gylfi að það hafi verið gert til að gæta jafnræðis meðal starfsmanna venga skattlagningar á mögulegan hagnað þeirra af kaupréttarsamningum. Hugvit gerði samning við Kaupþing í Lúxemborg um að stofna eignarhaldsfélag í Lúxemborg vegna þessa en stjórn Hugvits var skráð sem stjórn þessa félags, en þar á meðal var Gylfi Arnbjörnsson. Hann segir að aldrei hafi verið reynt að leyna hlutverki félagsins eða stjórn þess og þá tók félagið aldrei til starfa, engir fjármunir fóru í gegnum það og aldrei reyndi á kauprétt á hlutabréfum í Hugviti til starfsmanna fyrirtækisins. Kaupþing hafi hins vegar átt til á lager félög sem bankinn hafði stofnað á eyjunni Tortóla og selt þau bæði til þeirra sem fóru í einu og öllu að lögum og reglum og þeim sem vildu fela slóð sína. Gylfi segist ekki hafa vitað um þetta verklag bankans og ekki heldur aðrir stjórnarmenn Hugvits og gátu því ekki borið neina ábyrgð á því. „Ég hætti hjá EFA í júlí 2001 og hætti samhliða öllum störfum og stjórnarsetu fyrir hönd EFA. Ég var kjörinn forseti ASÍ árið 2008, 7 árum síðar. Ég hef aldrei átt fé í skattaskjóli eða tekið þátt í að leyna eignum eða tekjum, hvorki mínum eða annarra. Ef ég hefði gert það, hefði ég fyrir löngu og af fúsum og frjálsum vilja sagt af mér sem forseti ASÍ, enda er ég algerlega sammála því sjónarmiði að slíkt getur aldrei samrýmst hlutverki mínu sem forystumaður innan verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Gylfi í yfirlýsingu sinni en hana má sjá í heild sinni í viðhengi hér að neðan. Í framhaldi af tilkynningu Gylfa sendi fyrirtækið GoPro Landsteina frá sér yfirlýsingu en Hugvit var dótturfélag þess fyrirtækis. Í yfirlýsingu GoPro Landsteina eru þær upplýsingar sem koma fram hjá Gylfa staðfestar en hana má líka sjá í viðhengi hér að neðan.
Panama-skjölin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira