Forseti ASÍ kveðst aldrei hafa átt fé í skattaskjóli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. apríl 2016 14:39 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ vísir/vilhelm Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að fullyrðingar um að hann hafi staðið að því að koma eignum eða tekjum undan skatti séu rangar en rifjað hefur verið upp í umræðunni í tenglsum við leka á Panama-skjölunum að Gylfi sat á sínum tíma í stjórn félags sem hafði tengsl við skattaparadísina Tortóla. Þá hafi hann aldrei átt fé í skattaskjóli eða tekið þátt í því að leyna eignum eða tekjum, hvorki hans eigin né annarra. Búið er að boða til mótmæla við höfuðstöðvar ASÍ í dag vegna þessara tengsla. Í yfirlýsingu frá Gylfa fer hann ítarlega yfir málið en þar kemur fram að á árunum 1997-2001 hafi hann verið framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf., EFA. Árið 2000 lét fyrirtækið Hugvit, en Gylfi var í stjórn þess fyrir hönd EFA, Kaupþing stofna dótturfélag til að halda utan um kauprétt starfsmanna Hugvits, hér á landi og erlendis. Segir Gylfi að það hafi verið gert til að gæta jafnræðis meðal starfsmanna venga skattlagningar á mögulegan hagnað þeirra af kaupréttarsamningum. Hugvit gerði samning við Kaupþing í Lúxemborg um að stofna eignarhaldsfélag í Lúxemborg vegna þessa en stjórn Hugvits var skráð sem stjórn þessa félags, en þar á meðal var Gylfi Arnbjörnsson. Hann segir að aldrei hafi verið reynt að leyna hlutverki félagsins eða stjórn þess og þá tók félagið aldrei til starfa, engir fjármunir fóru í gegnum það og aldrei reyndi á kauprétt á hlutabréfum í Hugviti til starfsmanna fyrirtækisins. Kaupþing hafi hins vegar átt til á lager félög sem bankinn hafði stofnað á eyjunni Tortóla og selt þau bæði til þeirra sem fóru í einu og öllu að lögum og reglum og þeim sem vildu fela slóð sína. Gylfi segist ekki hafa vitað um þetta verklag bankans og ekki heldur aðrir stjórnarmenn Hugvits og gátu því ekki borið neina ábyrgð á því. „Ég hætti hjá EFA í júlí 2001 og hætti samhliða öllum störfum og stjórnarsetu fyrir hönd EFA. Ég var kjörinn forseti ASÍ árið 2008, 7 árum síðar. Ég hef aldrei átt fé í skattaskjóli eða tekið þátt í að leyna eignum eða tekjum, hvorki mínum eða annarra. Ef ég hefði gert það, hefði ég fyrir löngu og af fúsum og frjálsum vilja sagt af mér sem forseti ASÍ, enda er ég algerlega sammála því sjónarmiði að slíkt getur aldrei samrýmst hlutverki mínu sem forystumaður innan verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Gylfi í yfirlýsingu sinni en hana má sjá í heild sinni í viðhengi hér að neðan. Í framhaldi af tilkynningu Gylfa sendi fyrirtækið GoPro Landsteina frá sér yfirlýsingu en Hugvit var dótturfélag þess fyrirtækis. Í yfirlýsingu GoPro Landsteina eru þær upplýsingar sem koma fram hjá Gylfa staðfestar en hana má líka sjá í viðhengi hér að neðan. Panama-skjölin Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að fullyrðingar um að hann hafi staðið að því að koma eignum eða tekjum undan skatti séu rangar en rifjað hefur verið upp í umræðunni í tenglsum við leka á Panama-skjölunum að Gylfi sat á sínum tíma í stjórn félags sem hafði tengsl við skattaparadísina Tortóla. Þá hafi hann aldrei átt fé í skattaskjóli eða tekið þátt í því að leyna eignum eða tekjum, hvorki hans eigin né annarra. Búið er að boða til mótmæla við höfuðstöðvar ASÍ í dag vegna þessara tengsla. Í yfirlýsingu frá Gylfa fer hann ítarlega yfir málið en þar kemur fram að á árunum 1997-2001 hafi hann verið framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf., EFA. Árið 2000 lét fyrirtækið Hugvit, en Gylfi var í stjórn þess fyrir hönd EFA, Kaupþing stofna dótturfélag til að halda utan um kauprétt starfsmanna Hugvits, hér á landi og erlendis. Segir Gylfi að það hafi verið gert til að gæta jafnræðis meðal starfsmanna venga skattlagningar á mögulegan hagnað þeirra af kaupréttarsamningum. Hugvit gerði samning við Kaupþing í Lúxemborg um að stofna eignarhaldsfélag í Lúxemborg vegna þessa en stjórn Hugvits var skráð sem stjórn þessa félags, en þar á meðal var Gylfi Arnbjörnsson. Hann segir að aldrei hafi verið reynt að leyna hlutverki félagsins eða stjórn þess og þá tók félagið aldrei til starfa, engir fjármunir fóru í gegnum það og aldrei reyndi á kauprétt á hlutabréfum í Hugviti til starfsmanna fyrirtækisins. Kaupþing hafi hins vegar átt til á lager félög sem bankinn hafði stofnað á eyjunni Tortóla og selt þau bæði til þeirra sem fóru í einu og öllu að lögum og reglum og þeim sem vildu fela slóð sína. Gylfi segist ekki hafa vitað um þetta verklag bankans og ekki heldur aðrir stjórnarmenn Hugvits og gátu því ekki borið neina ábyrgð á því. „Ég hætti hjá EFA í júlí 2001 og hætti samhliða öllum störfum og stjórnarsetu fyrir hönd EFA. Ég var kjörinn forseti ASÍ árið 2008, 7 árum síðar. Ég hef aldrei átt fé í skattaskjóli eða tekið þátt í að leyna eignum eða tekjum, hvorki mínum eða annarra. Ef ég hefði gert það, hefði ég fyrir löngu og af fúsum og frjálsum vilja sagt af mér sem forseti ASÍ, enda er ég algerlega sammála því sjónarmiði að slíkt getur aldrei samrýmst hlutverki mínu sem forystumaður innan verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Gylfi í yfirlýsingu sinni en hana má sjá í heild sinni í viðhengi hér að neðan. Í framhaldi af tilkynningu Gylfa sendi fyrirtækið GoPro Landsteina frá sér yfirlýsingu en Hugvit var dótturfélag þess fyrirtækis. Í yfirlýsingu GoPro Landsteina eru þær upplýsingar sem koma fram hjá Gylfa staðfestar en hana má líka sjá í viðhengi hér að neðan.
Panama-skjölin Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira