Höfum við efni á Sigmundi Davíð? skjóðan skrifar 6. apríl 2016 11:00 Yfirleitt eru stjórnarkreppur hér á landi til heimabrúks. Áhrif þeirra eru lítil utan landsteina. Svo er ekki nú. Ísland er forsíðuefni um víða veröld. Dæmalaust viðtal forsætisráðherra, þar sem hann reyndi að ljúga sig út úr viðtali við sænskan fréttamann, er eitthvert vinsælasta myndefnið á veraldarvefnum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er nefndur sem hluti ósvífnu tylftarinnar (dirty dozen). Þar er hann í hópi með fyrirlitlegum einræðisherrum. Að sönnu er Sigmundur Davíð hvorki harðstjóri né fjöldamorðingi eins og sumir á þessum lista enda listanum ekki ætlað að sýna fram á glæpi heldur siðleysi og spillingu. Þegar þetta er skrifað hafa forystumenn í íslensku atvinnulífi lýst áhyggjum sínum af því fjárhagstjóni, sem seta Sigmundar Davíðs í embætti forsætisráðherra getur valdið íslenska þjóðarbúinu. Þegar virðist farið að bera á afpöntunum erlendra ferðamanna á ferðum hingað til lands og forsvarsmenn útflutningsgreina hafa áhyggjur af því að spilltur forsætisráðherra og ríkisstjórn geti spillt mikilvægum mörkuðum. Frá hruni hefur það orð farið af okkur Íslendingum, með réttu eða röngu, að við höfum tekið af festu á hruninu og orsökum þess. Vitnað er til þess að á Íslandi hafi bankamennirnir verið settir í fangelsi og hér sett ný stjórnarskrá. Íslenskir útflytjendur hafa fundið fyrir jákvæðum áhrifum vegna þessa á erlendum mörkuðum. Nú er íslenski forsætisráðherrann á forsíðum helstu fjölmiðla í heimi sem eitt helsta dæmið um spilltan stjórnmálamann sem skarar eld að eigin köku og skapar sér og sínum annan efnahagslegan veruleika en hann ætlar þjóð sinni. Með réttu eða röngu er þetta staðreynd málsins. Þannig er núverandi stjórnarkreppa ekki til heimabrúks eingöngu. Nú veit allur heimurinn að forsætisráðherrann er ósannindamaður sem varðveitir peningana sína í alþekktu skattaskjóli. Orð hans um að allt hafi verið gefið upp og greiddir af skattar eru léttvæg. Hann hefur þegar orðið uppvís að því að fara frjálslega með sannleikann. Á meðan slíkur maður situr í embætti forsætisráðherra geta útflutningsmarkaðir glatast. Ef sjálfur forsætisráðherrann treystir sér ekki til að geyma peninga sína í heimalandinu og í gjaldmiðli eigin þjóðar hví skyldu erlendir fjárfestar treysta þessu landi? Hvernig ætla menn að afnema gjaldeyrishöftin og byggja upp trúna á hagkerfinu þegar sjálfur forsætisráðherrann gætir þess vandlega að hans eigin peningar komi þar hvergi nærri? Það er óþekkt í vestrænum lýðræðisríkjum að kjörnir fulltrúar og ráðamenn geymi peninga í aflandsskattaskjólum og komist upp með það. Komist íslenskir ráðamenn upp með slíkt verður Ísland talið með þriðjaheimsríkjum en ekki vestrænum lýðræðisríkjum. Það getur haft afdrifaríkar og ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir útflutningstekjur og hag þjóðarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Skjóðan Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Yfirleitt eru stjórnarkreppur hér á landi til heimabrúks. Áhrif þeirra eru lítil utan landsteina. Svo er ekki nú. Ísland er forsíðuefni um víða veröld. Dæmalaust viðtal forsætisráðherra, þar sem hann reyndi að ljúga sig út úr viðtali við sænskan fréttamann, er eitthvert vinsælasta myndefnið á veraldarvefnum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er nefndur sem hluti ósvífnu tylftarinnar (dirty dozen). Þar er hann í hópi með fyrirlitlegum einræðisherrum. Að sönnu er Sigmundur Davíð hvorki harðstjóri né fjöldamorðingi eins og sumir á þessum lista enda listanum ekki ætlað að sýna fram á glæpi heldur siðleysi og spillingu. Þegar þetta er skrifað hafa forystumenn í íslensku atvinnulífi lýst áhyggjum sínum af því fjárhagstjóni, sem seta Sigmundar Davíðs í embætti forsætisráðherra getur valdið íslenska þjóðarbúinu. Þegar virðist farið að bera á afpöntunum erlendra ferðamanna á ferðum hingað til lands og forsvarsmenn útflutningsgreina hafa áhyggjur af því að spilltur forsætisráðherra og ríkisstjórn geti spillt mikilvægum mörkuðum. Frá hruni hefur það orð farið af okkur Íslendingum, með réttu eða röngu, að við höfum tekið af festu á hruninu og orsökum þess. Vitnað er til þess að á Íslandi hafi bankamennirnir verið settir í fangelsi og hér sett ný stjórnarskrá. Íslenskir útflytjendur hafa fundið fyrir jákvæðum áhrifum vegna þessa á erlendum mörkuðum. Nú er íslenski forsætisráðherrann á forsíðum helstu fjölmiðla í heimi sem eitt helsta dæmið um spilltan stjórnmálamann sem skarar eld að eigin köku og skapar sér og sínum annan efnahagslegan veruleika en hann ætlar þjóð sinni. Með réttu eða röngu er þetta staðreynd málsins. Þannig er núverandi stjórnarkreppa ekki til heimabrúks eingöngu. Nú veit allur heimurinn að forsætisráðherrann er ósannindamaður sem varðveitir peningana sína í alþekktu skattaskjóli. Orð hans um að allt hafi verið gefið upp og greiddir af skattar eru léttvæg. Hann hefur þegar orðið uppvís að því að fara frjálslega með sannleikann. Á meðan slíkur maður situr í embætti forsætisráðherra geta útflutningsmarkaðir glatast. Ef sjálfur forsætisráðherrann treystir sér ekki til að geyma peninga sína í heimalandinu og í gjaldmiðli eigin þjóðar hví skyldu erlendir fjárfestar treysta þessu landi? Hvernig ætla menn að afnema gjaldeyrishöftin og byggja upp trúna á hagkerfinu þegar sjálfur forsætisráðherrann gætir þess vandlega að hans eigin peningar komi þar hvergi nærri? Það er óþekkt í vestrænum lýðræðisríkjum að kjörnir fulltrúar og ráðamenn geymi peninga í aflandsskattaskjólum og komist upp með það. Komist íslenskir ráðamenn upp með slíkt verður Ísland talið með þriðjaheimsríkjum en ekki vestrænum lýðræðisríkjum. Það getur haft afdrifaríkar og ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir útflutningstekjur og hag þjóðarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Skjóðan Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira