Höfum við efni á Sigmundi Davíð? skjóðan skrifar 6. apríl 2016 11:00 Yfirleitt eru stjórnarkreppur hér á landi til heimabrúks. Áhrif þeirra eru lítil utan landsteina. Svo er ekki nú. Ísland er forsíðuefni um víða veröld. Dæmalaust viðtal forsætisráðherra, þar sem hann reyndi að ljúga sig út úr viðtali við sænskan fréttamann, er eitthvert vinsælasta myndefnið á veraldarvefnum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er nefndur sem hluti ósvífnu tylftarinnar (dirty dozen). Þar er hann í hópi með fyrirlitlegum einræðisherrum. Að sönnu er Sigmundur Davíð hvorki harðstjóri né fjöldamorðingi eins og sumir á þessum lista enda listanum ekki ætlað að sýna fram á glæpi heldur siðleysi og spillingu. Þegar þetta er skrifað hafa forystumenn í íslensku atvinnulífi lýst áhyggjum sínum af því fjárhagstjóni, sem seta Sigmundar Davíðs í embætti forsætisráðherra getur valdið íslenska þjóðarbúinu. Þegar virðist farið að bera á afpöntunum erlendra ferðamanna á ferðum hingað til lands og forsvarsmenn útflutningsgreina hafa áhyggjur af því að spilltur forsætisráðherra og ríkisstjórn geti spillt mikilvægum mörkuðum. Frá hruni hefur það orð farið af okkur Íslendingum, með réttu eða röngu, að við höfum tekið af festu á hruninu og orsökum þess. Vitnað er til þess að á Íslandi hafi bankamennirnir verið settir í fangelsi og hér sett ný stjórnarskrá. Íslenskir útflytjendur hafa fundið fyrir jákvæðum áhrifum vegna þessa á erlendum mörkuðum. Nú er íslenski forsætisráðherrann á forsíðum helstu fjölmiðla í heimi sem eitt helsta dæmið um spilltan stjórnmálamann sem skarar eld að eigin köku og skapar sér og sínum annan efnahagslegan veruleika en hann ætlar þjóð sinni. Með réttu eða röngu er þetta staðreynd málsins. Þannig er núverandi stjórnarkreppa ekki til heimabrúks eingöngu. Nú veit allur heimurinn að forsætisráðherrann er ósannindamaður sem varðveitir peningana sína í alþekktu skattaskjóli. Orð hans um að allt hafi verið gefið upp og greiddir af skattar eru léttvæg. Hann hefur þegar orðið uppvís að því að fara frjálslega með sannleikann. Á meðan slíkur maður situr í embætti forsætisráðherra geta útflutningsmarkaðir glatast. Ef sjálfur forsætisráðherrann treystir sér ekki til að geyma peninga sína í heimalandinu og í gjaldmiðli eigin þjóðar hví skyldu erlendir fjárfestar treysta þessu landi? Hvernig ætla menn að afnema gjaldeyrishöftin og byggja upp trúna á hagkerfinu þegar sjálfur forsætisráðherrann gætir þess vandlega að hans eigin peningar komi þar hvergi nærri? Það er óþekkt í vestrænum lýðræðisríkjum að kjörnir fulltrúar og ráðamenn geymi peninga í aflandsskattaskjólum og komist upp með það. Komist íslenskir ráðamenn upp með slíkt verður Ísland talið með þriðjaheimsríkjum en ekki vestrænum lýðræðisríkjum. Það getur haft afdrifaríkar og ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir útflutningstekjur og hag þjóðarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Skjóðan Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Yfirleitt eru stjórnarkreppur hér á landi til heimabrúks. Áhrif þeirra eru lítil utan landsteina. Svo er ekki nú. Ísland er forsíðuefni um víða veröld. Dæmalaust viðtal forsætisráðherra, þar sem hann reyndi að ljúga sig út úr viðtali við sænskan fréttamann, er eitthvert vinsælasta myndefnið á veraldarvefnum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er nefndur sem hluti ósvífnu tylftarinnar (dirty dozen). Þar er hann í hópi með fyrirlitlegum einræðisherrum. Að sönnu er Sigmundur Davíð hvorki harðstjóri né fjöldamorðingi eins og sumir á þessum lista enda listanum ekki ætlað að sýna fram á glæpi heldur siðleysi og spillingu. Þegar þetta er skrifað hafa forystumenn í íslensku atvinnulífi lýst áhyggjum sínum af því fjárhagstjóni, sem seta Sigmundar Davíðs í embætti forsætisráðherra getur valdið íslenska þjóðarbúinu. Þegar virðist farið að bera á afpöntunum erlendra ferðamanna á ferðum hingað til lands og forsvarsmenn útflutningsgreina hafa áhyggjur af því að spilltur forsætisráðherra og ríkisstjórn geti spillt mikilvægum mörkuðum. Frá hruni hefur það orð farið af okkur Íslendingum, með réttu eða röngu, að við höfum tekið af festu á hruninu og orsökum þess. Vitnað er til þess að á Íslandi hafi bankamennirnir verið settir í fangelsi og hér sett ný stjórnarskrá. Íslenskir útflytjendur hafa fundið fyrir jákvæðum áhrifum vegna þessa á erlendum mörkuðum. Nú er íslenski forsætisráðherrann á forsíðum helstu fjölmiðla í heimi sem eitt helsta dæmið um spilltan stjórnmálamann sem skarar eld að eigin köku og skapar sér og sínum annan efnahagslegan veruleika en hann ætlar þjóð sinni. Með réttu eða röngu er þetta staðreynd málsins. Þannig er núverandi stjórnarkreppa ekki til heimabrúks eingöngu. Nú veit allur heimurinn að forsætisráðherrann er ósannindamaður sem varðveitir peningana sína í alþekktu skattaskjóli. Orð hans um að allt hafi verið gefið upp og greiddir af skattar eru léttvæg. Hann hefur þegar orðið uppvís að því að fara frjálslega með sannleikann. Á meðan slíkur maður situr í embætti forsætisráðherra geta útflutningsmarkaðir glatast. Ef sjálfur forsætisráðherrann treystir sér ekki til að geyma peninga sína í heimalandinu og í gjaldmiðli eigin þjóðar hví skyldu erlendir fjárfestar treysta þessu landi? Hvernig ætla menn að afnema gjaldeyrishöftin og byggja upp trúna á hagkerfinu þegar sjálfur forsætisráðherrann gætir þess vandlega að hans eigin peningar komi þar hvergi nærri? Það er óþekkt í vestrænum lýðræðisríkjum að kjörnir fulltrúar og ráðamenn geymi peninga í aflandsskattaskjólum og komist upp með það. Komist íslenskir ráðamenn upp með slíkt verður Ísland talið með þriðjaheimsríkjum en ekki vestrænum lýðræðisríkjum. Það getur haft afdrifaríkar og ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir útflutningstekjur og hag þjóðarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Skjóðan Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira