Uppgjörið heldur áfram Martha Árnadóttir skrifar 6. apríl 2016 11:00 Það er hálf asnalegt að stinga niður penna þessa dagana án þess að minnast á þá krísu sem nú ríkir í íslenskum stjórnmálunum. Krísan er stór, hún er ekki lagatæknileg, hún er ekki samsæri, hún er ekki misskilningur, hún er ekki per_sónuleg og það sér ekki fyrir endann á henni. Í náttúrunni er það þannig að stórum skjálftum fylgja oft fjölmargir minni skjálftar sem gjarnan eru kallaðir eftirskjálftar. Mikill ótti og kvíði fylgir oft eftirskjálftum því fólk er enn þá í sjokki og stóri skjálftinn enn í fersku minni, fólk býst við hinu versta. Viðbrögðin eru auðvitað eftir því, fólk verður ofsahrætt sem brýst út í mikilli reiði, sem aftur getur orðið orka sem kemur hlutum á hreyfingu, fólk fer að berjast fyrir því að komast í skjól, finna aðrar manneskjur til að taka höndum saman með og hjálpast að. Góð samfélög skipuleggja sig þannig að þau hafa ákveðna ferla sem fara í gang í stórum náttúruhamförum eins og jarðskjálftum – á Íslandi eru þetta Almannavarnir ríkisins. En hvað er til ráða þegar hamfarir verða á hinu pólitíska sviði? Á Íslandi höfum við afar veika ferla sem segja til um hvernig við getum tekið skaðvald út fyrir sviga og sett hann í hlé, hann ræður því sjálfur hvort eða hvenær hann víkur af sviðinu. Hefðin vinnur heldur ekki með okkur þarna. Á Íslandi er það líka þannig að þingið, sem formlega er sá aðili sem getur tekið skaðvaldinn, ef hann er ráðherra eins og við glímum við núna, út fyrir sviga, er yfirleitt í gíslingu skaðvaldsins og hans meðreiðarsveina og -meyja sem hreyfa hvorki legg né lið fyrr en Austurvöllur brennur. Við erum stödd í miðjum eftirskjálfta eftir stóra skjálftann 2008, það er enn þá gríðarleg spenna sem þarf að losna til að fólk treysti því að skjálftahrinan sé gengin yfir. Krísan snýst ekki um peningana hans SDG eða hvað hann sagði eða lét ósagt, krísan er partur af stóru uppgjöri sem þarf að klárast og á meðan því er ólokið þá skelfur jörðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Martha Árnadóttir Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er hálf asnalegt að stinga niður penna þessa dagana án þess að minnast á þá krísu sem nú ríkir í íslenskum stjórnmálunum. Krísan er stór, hún er ekki lagatæknileg, hún er ekki samsæri, hún er ekki misskilningur, hún er ekki per_sónuleg og það sér ekki fyrir endann á henni. Í náttúrunni er það þannig að stórum skjálftum fylgja oft fjölmargir minni skjálftar sem gjarnan eru kallaðir eftirskjálftar. Mikill ótti og kvíði fylgir oft eftirskjálftum því fólk er enn þá í sjokki og stóri skjálftinn enn í fersku minni, fólk býst við hinu versta. Viðbrögðin eru auðvitað eftir því, fólk verður ofsahrætt sem brýst út í mikilli reiði, sem aftur getur orðið orka sem kemur hlutum á hreyfingu, fólk fer að berjast fyrir því að komast í skjól, finna aðrar manneskjur til að taka höndum saman með og hjálpast að. Góð samfélög skipuleggja sig þannig að þau hafa ákveðna ferla sem fara í gang í stórum náttúruhamförum eins og jarðskjálftum – á Íslandi eru þetta Almannavarnir ríkisins. En hvað er til ráða þegar hamfarir verða á hinu pólitíska sviði? Á Íslandi höfum við afar veika ferla sem segja til um hvernig við getum tekið skaðvald út fyrir sviga og sett hann í hlé, hann ræður því sjálfur hvort eða hvenær hann víkur af sviðinu. Hefðin vinnur heldur ekki með okkur þarna. Á Íslandi er það líka þannig að þingið, sem formlega er sá aðili sem getur tekið skaðvaldinn, ef hann er ráðherra eins og við glímum við núna, út fyrir sviga, er yfirleitt í gíslingu skaðvaldsins og hans meðreiðarsveina og -meyja sem hreyfa hvorki legg né lið fyrr en Austurvöllur brennur. Við erum stödd í miðjum eftirskjálfta eftir stóra skjálftann 2008, það er enn þá gríðarleg spenna sem þarf að losna til að fólk treysti því að skjálftahrinan sé gengin yfir. Krísan snýst ekki um peningana hans SDG eða hvað hann sagði eða lét ósagt, krísan er partur af stóru uppgjöri sem þarf að klárast og á meðan því er ólokið þá skelfur jörðin.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun