Sigmundur ekki sagt af sér heldur stigið til hliðar um óákveðinn tíma Bjarki Ármannsson og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifa 5. apríl 2016 21:41 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur ekki sagt af sér sem forsætisráðherra, heldur lagt til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við embættinu um óákveðinn tíma. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur ekki sagt af sér sem forsætisráðherra, heldur lagt til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við embættinu um óákveðinn tíma. Áhersla er lögð á þetta í tölvupósti á ensku sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar sendi erlendum blaðamönnum í kvöld. Fjölmiðlar á Íslandi og víða um heim hafa greint frá því í dag að Sigmundur Davíð hafi látið af embætti og flestir talað um afsögn í því samhengi. Svo virðist sem þetta orðalag þyki heldur ónákvæmt. Nokkrir þeirra blaðamanna sem fengu bréfið birta brot úr því á Twitter og furða sig á því.This press release (which directly came from PM office and somehow landed in my inbox) is incredibly confusing for everyone. Clarity needed!— Benjamin Leruth (@BenLeruth) April 5, 2016 „Yfirlýsingin segir nákvæmlega það sem gerðist í dag,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. „Að forsætisráðherra hafi ekki sagt af sér en hann hafi lagt það til við þingflokk Framsóknarmanna að hann stigi til hliðar og að Sigurður Ingi taki við sem forsætisráðherra um óákveðinn tíma. Óákveðinn tími getur til dæmis verið fram að kosningum, það er greinilega miðað við það sem menn eru að ræða í kvöld ekki alveg ljóst hvenær menn vilja hafa kosningar.“Er hann ósáttur við orðalag erlendra fjölmiðla?„Við fáum fyrirspurnir frá erlendum fjölmiðlum sem segja: Er það rétt sem við heyrum að forsætisráðherra hafi sagt af sér?“ segir hann. „Við erum stödd í því limbói núna að forsætisráðherra hefur ekki sagt af sér. Hann hefur hins vegar lagt það til að hann stígi til hliðar. Þegar hann fer og skilar sínu umboði þá verður það tilkynnt erlendum fjölmiðlum eins og öllum öðrum.“ Tillaga Sigmundar Davíðs hljómar svona orðrétt:„Forsætisráðherra leggur til að varaformaður flokksins taki við embætti forsætisráðherra svo það megi verða til að ríkisstjórnin geti lokið þeim mikilvægum verkum sem hún hefur unnið að og varða mikilvæga þjóðarhagsmuni.“ Panama-skjölin Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur ekki sagt af sér sem forsætisráðherra, heldur lagt til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við embættinu um óákveðinn tíma. Áhersla er lögð á þetta í tölvupósti á ensku sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar sendi erlendum blaðamönnum í kvöld. Fjölmiðlar á Íslandi og víða um heim hafa greint frá því í dag að Sigmundur Davíð hafi látið af embætti og flestir talað um afsögn í því samhengi. Svo virðist sem þetta orðalag þyki heldur ónákvæmt. Nokkrir þeirra blaðamanna sem fengu bréfið birta brot úr því á Twitter og furða sig á því.This press release (which directly came from PM office and somehow landed in my inbox) is incredibly confusing for everyone. Clarity needed!— Benjamin Leruth (@BenLeruth) April 5, 2016 „Yfirlýsingin segir nákvæmlega það sem gerðist í dag,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. „Að forsætisráðherra hafi ekki sagt af sér en hann hafi lagt það til við þingflokk Framsóknarmanna að hann stigi til hliðar og að Sigurður Ingi taki við sem forsætisráðherra um óákveðinn tíma. Óákveðinn tími getur til dæmis verið fram að kosningum, það er greinilega miðað við það sem menn eru að ræða í kvöld ekki alveg ljóst hvenær menn vilja hafa kosningar.“Er hann ósáttur við orðalag erlendra fjölmiðla?„Við fáum fyrirspurnir frá erlendum fjölmiðlum sem segja: Er það rétt sem við heyrum að forsætisráðherra hafi sagt af sér?“ segir hann. „Við erum stödd í því limbói núna að forsætisráðherra hefur ekki sagt af sér. Hann hefur hins vegar lagt það til að hann stígi til hliðar. Þegar hann fer og skilar sínu umboði þá verður það tilkynnt erlendum fjölmiðlum eins og öllum öðrum.“ Tillaga Sigmundar Davíðs hljómar svona orðrétt:„Forsætisráðherra leggur til að varaformaður flokksins taki við embætti forsætisráðherra svo það megi verða til að ríkisstjórnin geti lokið þeim mikilvægum verkum sem hún hefur unnið að og varða mikilvæga þjóðarhagsmuni.“
Panama-skjölin Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira