„Burt með bófana, alla ríkisstjórnina“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 5. apríl 2016 19:48 „Burt með bófana, alla ríkisstjórnina!,“ var slagorð mótmælendanna sem mótmæltu alla leið frá Alþingishúsinu að Valhöll í kvöld. Á leiðinni þangað var stoppað við höfuðstöðvar Framsóknarflokksins við Hverfisgötu. Mótmælunum er nú lokið og fóru þau friðsamlega fram. Eitthvað var um eggjakast og annað og ljóst að töluvert þarf að þrífa við höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. Um þúsund mótmælendur söfnuðust saman fyrir framan Alþingishúsið klukkan fimm í kvöld en svo skyndilega yfirgaf hópurinn Austurvöll og hélt af stað í átt að stjórnarráðinu. Ekki var stoppað þar, heldur haldið áfram upp Hverfisgötu í átt að höfuðstöðvum Framsóknarflokksins. Eftir um hálftíma mótmæli á Hverfisgötu var haldið upp Laugarveg í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. Það var hópurinn Beinar aðgerðir sem stóð fyrir mótmælunum í dag en þau voru tilkynnt á Facebook síðu þeirra í morgun. Þetta er annar hópur en stóð fyrir mótmælunum í gær en þá voru það Skiltakallarnir, eins og þeir kalla sig, sem sáu um skipulag. Mótmælendur tístu á meðan á ferðalagi þeirra stóð og deildu myndum á Instagram. Lögreglan var mætt á staðinn áður en fyrstu mótmælendur náðu að Valhöll. Bjarni Ben var þó fjarri góðu gamni en hann yfirgaf höfuðstöðvarnar og fór yfir á Hilton Hotel áður en lætin hófust.Bjarni var farinn áður en mótmælin náðu að Valhöll.Vísir/Magnús Wolfang Panama-skjölin Tengdar fréttir „Enginn kaus Sigurð Inga Jóhannsson til forsætisráðherra“ Hvetur Íslendinga til að mæta á mótmæli á Austurvelli klukkan fimm í dag. 5. apríl 2016 15:55 Fjöldinn skiptir ekki öllu „Mannfjöldinn er ekki það sem skiptir höfuðmáli heldur það hvernig fólk hagar sér,“ segir aðalvarðstjóri. 5. apríl 2016 11:27 Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
„Burt með bófana, alla ríkisstjórnina!,“ var slagorð mótmælendanna sem mótmæltu alla leið frá Alþingishúsinu að Valhöll í kvöld. Á leiðinni þangað var stoppað við höfuðstöðvar Framsóknarflokksins við Hverfisgötu. Mótmælunum er nú lokið og fóru þau friðsamlega fram. Eitthvað var um eggjakast og annað og ljóst að töluvert þarf að þrífa við höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. Um þúsund mótmælendur söfnuðust saman fyrir framan Alþingishúsið klukkan fimm í kvöld en svo skyndilega yfirgaf hópurinn Austurvöll og hélt af stað í átt að stjórnarráðinu. Ekki var stoppað þar, heldur haldið áfram upp Hverfisgötu í átt að höfuðstöðvum Framsóknarflokksins. Eftir um hálftíma mótmæli á Hverfisgötu var haldið upp Laugarveg í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. Það var hópurinn Beinar aðgerðir sem stóð fyrir mótmælunum í dag en þau voru tilkynnt á Facebook síðu þeirra í morgun. Þetta er annar hópur en stóð fyrir mótmælunum í gær en þá voru það Skiltakallarnir, eins og þeir kalla sig, sem sáu um skipulag. Mótmælendur tístu á meðan á ferðalagi þeirra stóð og deildu myndum á Instagram. Lögreglan var mætt á staðinn áður en fyrstu mótmælendur náðu að Valhöll. Bjarni Ben var þó fjarri góðu gamni en hann yfirgaf höfuðstöðvarnar og fór yfir á Hilton Hotel áður en lætin hófust.Bjarni var farinn áður en mótmælin náðu að Valhöll.Vísir/Magnús Wolfang
Panama-skjölin Tengdar fréttir „Enginn kaus Sigurð Inga Jóhannsson til forsætisráðherra“ Hvetur Íslendinga til að mæta á mótmæli á Austurvelli klukkan fimm í dag. 5. apríl 2016 15:55 Fjöldinn skiptir ekki öllu „Mannfjöldinn er ekki það sem skiptir höfuðmáli heldur það hvernig fólk hagar sér,“ segir aðalvarðstjóri. 5. apríl 2016 11:27 Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
„Enginn kaus Sigurð Inga Jóhannsson til forsætisráðherra“ Hvetur Íslendinga til að mæta á mótmæli á Austurvelli klukkan fimm í dag. 5. apríl 2016 15:55
Fjöldinn skiptir ekki öllu „Mannfjöldinn er ekki það sem skiptir höfuðmáli heldur það hvernig fólk hagar sér,“ segir aðalvarðstjóri. 5. apríl 2016 11:27
Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53