Mun færri samankomnir á Austurvelli en í gær Bjarki Ármannsson skrifar 5. apríl 2016 17:49 Ljóst er að mótmælin í kvöld verða mun umfangsminni en í gærkvöldi. Vísir/Ernir „Þetta er ekkert í líkingu við það sem var í gær,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um mótmælin sem hófust á Austurvelli nú klukkan fimm. Að hans mati eru um 300 til 500 manns samankomnir fyrir framan Alþingishúsið en enn einhverjir að mæta. „Það er byrjað að koma eitthvað af eggjum, bönunum og öðrum matvælum hingað yfir girðinguna,“ segir hann. „En við erum alveg með nægan mannskap til að eiga við þetta eins og í gær.“ Austurvöllur gott sem troðfylltist í gær af mótmælendum sem kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinnar. Töldu skipuleggjendur að rúmlega tuttugu þúsund manns hefðu látið sjá sig. Ljóst er að mótmælin í kvöld verða mun umfangsminni, mögulega vegna þeirra tíðinda að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sagt af sér embætti forsætisráðherra. Blaðamenn fréttastofu á staðnum telja að rúmlega þúsund manns séu samankomnir á Austurvelli. Að þeirra sögn er ekki síður hávaði í hópnum en í gær, auk þess sem mótmælendur komast nú nær Alþingishúsinu þar sem ekkert svið hefur verið sett upp. „Oft er það ekkert fjöldinn sem skiptir máli,“ segir Ásgeir, aðspurður hvort hann telji að lögreglu bíði auðveldara verkefni en í gærkvöldi. „Það var til dæmis ekkert erfitt í gær, fólkið var upp til hópa yndislegt. Það fer meira eftir samsetningunni en fjöldanum.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Bjarni Benediktsson greindi forseta Íslands frá fyrirhuguðum viðræðum við Framsóknarflokk um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. 5. apríl 2016 16:28 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Helgi Hrafn: Enginn á mótmælunum sem kallaði eftir Sigurði Inga sem forsætisráðherra Segir ráðamenn þjóðarinnar misskilja málið. 5. apríl 2016 17:03 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Fleiri fréttir Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira
„Þetta er ekkert í líkingu við það sem var í gær,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um mótmælin sem hófust á Austurvelli nú klukkan fimm. Að hans mati eru um 300 til 500 manns samankomnir fyrir framan Alþingishúsið en enn einhverjir að mæta. „Það er byrjað að koma eitthvað af eggjum, bönunum og öðrum matvælum hingað yfir girðinguna,“ segir hann. „En við erum alveg með nægan mannskap til að eiga við þetta eins og í gær.“ Austurvöllur gott sem troðfylltist í gær af mótmælendum sem kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinnar. Töldu skipuleggjendur að rúmlega tuttugu þúsund manns hefðu látið sjá sig. Ljóst er að mótmælin í kvöld verða mun umfangsminni, mögulega vegna þeirra tíðinda að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sagt af sér embætti forsætisráðherra. Blaðamenn fréttastofu á staðnum telja að rúmlega þúsund manns séu samankomnir á Austurvelli. Að þeirra sögn er ekki síður hávaði í hópnum en í gær, auk þess sem mótmælendur komast nú nær Alþingishúsinu þar sem ekkert svið hefur verið sett upp. „Oft er það ekkert fjöldinn sem skiptir máli,“ segir Ásgeir, aðspurður hvort hann telji að lögreglu bíði auðveldara verkefni en í gærkvöldi. „Það var til dæmis ekkert erfitt í gær, fólkið var upp til hópa yndislegt. Það fer meira eftir samsetningunni en fjöldanum.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Bjarni Benediktsson greindi forseta Íslands frá fyrirhuguðum viðræðum við Framsóknarflokk um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. 5. apríl 2016 16:28 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Helgi Hrafn: Enginn á mótmælunum sem kallaði eftir Sigurði Inga sem forsætisráðherra Segir ráðamenn þjóðarinnar misskilja málið. 5. apríl 2016 17:03 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Fleiri fréttir Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira
Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Bjarni Benediktsson greindi forseta Íslands frá fyrirhuguðum viðræðum við Framsóknarflokk um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. 5. apríl 2016 16:28
Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04
Helgi Hrafn: Enginn á mótmælunum sem kallaði eftir Sigurði Inga sem forsætisráðherra Segir ráðamenn þjóðarinnar misskilja málið. 5. apríl 2016 17:03