Landsdómsmálið gæti staðið í Sjálfstæðismönnum Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2016 17:35 Bjarni er í þröngri stöðu, því ekki er víst að hann njóti mikils stuðnings innan eigin flokks við að leiða Sigurð Inga inn í forsætisráðuneytið. Sigurður Ingi Jóhannsson, sem nú er forsætisráðherraefni Framsóknarmanna, er líkast til ekki draumakandídat Sjálfstæðismanna í forsætisráðuneytið. Þar kemur ýmislegt til. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór fram á það við forseta Íslands, að hann fengi svigrúm til viðræðna við Sigurð Inga Jóhannsson, varaformann Framsóknarflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf flokkanna, án Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sigurður Ingi sagði, í sjónvarpsviðtölum í dag, hann vongóðan um að Sjálfstæðismenn tækju vel í þá hugmynd, sem er reyndar Sigmundar Davíðs, að hann tæki við sem forsætisráðherra. Og það eru þeir Bjarni, auk Ásmunds Einars Daðasonar, að ræða núna.Thug life En, það er ýmislegt í ferli Sigurður Inga sem gæti staðið í Sjálfstæðismönnum og reyndar fleirum til. Hann hefur gengið hart fram í því að verja Sigmund Davíð í vandræðum hans allt fram á síðustu stundum og þekkt er nýlegt sjónvarpsviðtal Heimis Más Péturssonar við hann þar sem Sigurður Ingi segir að það sé greinilega flókið að eiga peninga á Íslandi. Ef marka má þær raddir sem heyrst hafa í tengslum við mestu mótmæli sem haldin hafa verið á Íslandi, að vandræði peningafólks væri ekki það sem stæði í fólki. Þetta varð grínurum á netinu tilefni til þess að setja saman klippu sem fór víða á Twitter.Takk Kvöldfréttir Stöðvar 2 og Sigurður Þorsteinsson. Held ég hafi ekki gert betra myndband.Posted by Hordur Agustsson on 30. mars 2016Fiskistofumálið erfittÞá er vert að rifja upp að ráðherraferill Sigurðar Inga hefur ekki verið óumdeildur, nema síður sé. Og vert er að rifja upp það mál sem reynst hefur honum verst sem er flutningur Fiskistofu af höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þar birtist grjóthörð landbyggðastefna sem ekki er líkleg að hugnist mörgum áhrifamönnum innan Sjálfstæðisflokksins. Og ekki þótti ráðherra höndla það mál vel.Geymt en ekki gleymt. Landsdómsmálið er nokkuð sem stór hluti Sjálfstæðismanna munu aldrei fyrirgefa.Sjálfstæðismenn munu aldrei fyrirgefa LandsdómsmáliðÞetta er líkast til ekki það sem mun fara verst í samstarfsflokkinn – Sjálfstæðismenn -- heldur það sem T24, veftímarit Óla Björns Kárasonar þingmaður rekur hér, sem er sú staðreynd að Sigurður Ingi er einn þeirra sem samþykkti að Geir H. Haarde yrði dreginn fyrir Landsdóm. Það er nokkuð sem stór hluti gegnheilla Sjálfstæðismanna mun aldrei fyrirgefa. „Best færi á því að þeir 15 þingmenn sem enn sitja á þingi og studdu málssóknina á hendur Geir H. Haarde, hefðu frumkvæðið og litu í eigin barm. Það færi a.m.k. ekki illa á því að sitjandi ráðherrar, sem ekki aðeins studdu heldur lögðu til, málssóknina bæðust opinberlega afsökunar á sínum þætti,“ segir á T24. Landsdómur Panama-skjölin Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, sem nú er forsætisráðherraefni Framsóknarmanna, er líkast til ekki draumakandídat Sjálfstæðismanna í forsætisráðuneytið. Þar kemur ýmislegt til. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór fram á það við forseta Íslands, að hann fengi svigrúm til viðræðna við Sigurð Inga Jóhannsson, varaformann Framsóknarflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf flokkanna, án Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sigurður Ingi sagði, í sjónvarpsviðtölum í dag, hann vongóðan um að Sjálfstæðismenn tækju vel í þá hugmynd, sem er reyndar Sigmundar Davíðs, að hann tæki við sem forsætisráðherra. Og það eru þeir Bjarni, auk Ásmunds Einars Daðasonar, að ræða núna.Thug life En, það er ýmislegt í ferli Sigurður Inga sem gæti staðið í Sjálfstæðismönnum og reyndar fleirum til. Hann hefur gengið hart fram í því að verja Sigmund Davíð í vandræðum hans allt fram á síðustu stundum og þekkt er nýlegt sjónvarpsviðtal Heimis Más Péturssonar við hann þar sem Sigurður Ingi segir að það sé greinilega flókið að eiga peninga á Íslandi. Ef marka má þær raddir sem heyrst hafa í tengslum við mestu mótmæli sem haldin hafa verið á Íslandi, að vandræði peningafólks væri ekki það sem stæði í fólki. Þetta varð grínurum á netinu tilefni til þess að setja saman klippu sem fór víða á Twitter.Takk Kvöldfréttir Stöðvar 2 og Sigurður Þorsteinsson. Held ég hafi ekki gert betra myndband.Posted by Hordur Agustsson on 30. mars 2016Fiskistofumálið erfittÞá er vert að rifja upp að ráðherraferill Sigurðar Inga hefur ekki verið óumdeildur, nema síður sé. Og vert er að rifja upp það mál sem reynst hefur honum verst sem er flutningur Fiskistofu af höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þar birtist grjóthörð landbyggðastefna sem ekki er líkleg að hugnist mörgum áhrifamönnum innan Sjálfstæðisflokksins. Og ekki þótti ráðherra höndla það mál vel.Geymt en ekki gleymt. Landsdómsmálið er nokkuð sem stór hluti Sjálfstæðismanna munu aldrei fyrirgefa.Sjálfstæðismenn munu aldrei fyrirgefa LandsdómsmáliðÞetta er líkast til ekki það sem mun fara verst í samstarfsflokkinn – Sjálfstæðismenn -- heldur það sem T24, veftímarit Óla Björns Kárasonar þingmaður rekur hér, sem er sú staðreynd að Sigurður Ingi er einn þeirra sem samþykkti að Geir H. Haarde yrði dreginn fyrir Landsdóm. Það er nokkuð sem stór hluti gegnheilla Sjálfstæðismanna mun aldrei fyrirgefa. „Best færi á því að þeir 15 þingmenn sem enn sitja á þingi og studdu málssóknina á hendur Geir H. Haarde, hefðu frumkvæðið og litu í eigin barm. Það færi a.m.k. ekki illa á því að sitjandi ráðherrar, sem ekki aðeins studdu heldur lögðu til, málssóknina bæðust opinberlega afsökunar á sínum þætti,“ segir á T24.
Landsdómur Panama-skjölin Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira