Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2016 16:28 Bjarni á Bessastöðum. Segir Sigmund hafa viljað þingrofsheimild til að geta hótað Sjálfstæðisflokknum. visir/anton Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins greindi Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands frá því að fyrir dyrum stæðu viðræður við Framsóknarflokkinn um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Bjarni fór fram á það við Ólaf Ragnar að fá svigrúm til þeirra viðræðna og þar yrði ákveðið hvernig næsta ríkisstjórn yrði saman sett.Hrósaði forsetanum fyrir að hafa stöðvað Sigmund Davíð Bjarni sagði inngrip forsetans í hádeginu, þá er hann neitaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um heimild til þingrofs, hafa verið mikilvægt. Hann sagðist hafa þakkað forsetanum fyrir að bregðast rétt við á viðkvæmu augnabliki þar sem það hefði verið algerlega órætt milli flokkanna að fara fram á þingrof. Aðspurður hvort þetta útspil Sigmundar Davíðs hafi komið honum á óvart sagði Bjarni hann líta þannig á að Sigmundur hafi viljað hafa þingrofsheimildina til að veifa framan í fjármálaráðherra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið við það að ekki yrði unað við óbreytt ástand.Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur greint frá því að hann hafi lagt það til við Bjarna Benediktsson, fjármalaráðherra og formanns samstarfsflokksins í ríkisstjórn, að hann taki við sem forsætisráðherra. Þetta er samkvæmt hugmynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem lýst hefur því yfir að hann ætli að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Fyrir liggur samþykkt þess efnis hjá þingflokki Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi hefur greint frá því að til standi að þeir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, muni hefja viðræður við Bjarna að loknum yfirstandandi fundi hans og Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands. Efni þeirra viðræðna er þá þessi hugmynd og hefur Sigurður Ingi lýst því yfir að hann sé vongóður um að Bjarni taki vel í þá hugmynd. Bjarni útskýrði að hann og forsetinn hefðu ákveðið í gær, að frumkvæði forsetans, að hittast í dag. Þar hefði hann reiknað með að eiga ræða við forsetann um atburði liðinna daga. Það hefði hins vegar breyst eftir fund Bjarna með Sigmundi Davíð í morgun.Sigmundur með tvær kröfurBjarni sagðist hafa tjáð Sigmundi Davíð á fundi þeirra í morgun að ekki yrði búið við óbreytt ástand. Sigmundur hefði sagt tvo möguleika í stöðunni, að Sjálfstæðisflokkurinn væri afdráttarlaus í stuðningi sínum eða að óskað yrði eftir þingrofi. Bjarni hefði ekki verið sammála því. Bjarni hefði því óskað eftir því við forsetann að hann fengi tíma til að ræða við Sigurð Inga um tillögur Framsóknarflokksins. Hann reiknaði með því að þær viðræður færu hratt fram en lyki þó væntanlega ekki í dag. Fjármálaráðherra segist meta það þannig að hann hafi fullan stuðning síns flokks og segist jafnframt ekki gera neina kröfu um stól forsætisráðherra í viðræðunum. Hann eigi mörgum verkum ólokið í ráðuneyti sínu og vilji ljúka þeim. Bjarni var spurður hvort hann teldi að hann hefði traust þjóðarinnar en hann hefur einnig verið nefndur í Panamaskjölunum. Hann sagðist tilbúinn að gera hreint fyrir sínum dyrum, hans mál væri einfalt og allt gerst áður en hann gerðist formaður Sjálfstæðisflokksins og löngu áður en hann varð ráðherra. Hann sé tilbúinn að sýna skattayfirlit verði gerð krafa þess efnis. Panama-skjölin Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins greindi Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands frá því að fyrir dyrum stæðu viðræður við Framsóknarflokkinn um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Bjarni fór fram á það við Ólaf Ragnar að fá svigrúm til þeirra viðræðna og þar yrði ákveðið hvernig næsta ríkisstjórn yrði saman sett.Hrósaði forsetanum fyrir að hafa stöðvað Sigmund Davíð Bjarni sagði inngrip forsetans í hádeginu, þá er hann neitaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um heimild til þingrofs, hafa verið mikilvægt. Hann sagðist hafa þakkað forsetanum fyrir að bregðast rétt við á viðkvæmu augnabliki þar sem það hefði verið algerlega órætt milli flokkanna að fara fram á þingrof. Aðspurður hvort þetta útspil Sigmundar Davíðs hafi komið honum á óvart sagði Bjarni hann líta þannig á að Sigmundur hafi viljað hafa þingrofsheimildina til að veifa framan í fjármálaráðherra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið við það að ekki yrði unað við óbreytt ástand.Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur greint frá því að hann hafi lagt það til við Bjarna Benediktsson, fjármalaráðherra og formanns samstarfsflokksins í ríkisstjórn, að hann taki við sem forsætisráðherra. Þetta er samkvæmt hugmynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem lýst hefur því yfir að hann ætli að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Fyrir liggur samþykkt þess efnis hjá þingflokki Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi hefur greint frá því að til standi að þeir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, muni hefja viðræður við Bjarna að loknum yfirstandandi fundi hans og Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands. Efni þeirra viðræðna er þá þessi hugmynd og hefur Sigurður Ingi lýst því yfir að hann sé vongóður um að Bjarni taki vel í þá hugmynd. Bjarni útskýrði að hann og forsetinn hefðu ákveðið í gær, að frumkvæði forsetans, að hittast í dag. Þar hefði hann reiknað með að eiga ræða við forsetann um atburði liðinna daga. Það hefði hins vegar breyst eftir fund Bjarna með Sigmundi Davíð í morgun.Sigmundur með tvær kröfurBjarni sagðist hafa tjáð Sigmundi Davíð á fundi þeirra í morgun að ekki yrði búið við óbreytt ástand. Sigmundur hefði sagt tvo möguleika í stöðunni, að Sjálfstæðisflokkurinn væri afdráttarlaus í stuðningi sínum eða að óskað yrði eftir þingrofi. Bjarni hefði ekki verið sammála því. Bjarni hefði því óskað eftir því við forsetann að hann fengi tíma til að ræða við Sigurð Inga um tillögur Framsóknarflokksins. Hann reiknaði með því að þær viðræður færu hratt fram en lyki þó væntanlega ekki í dag. Fjármálaráðherra segist meta það þannig að hann hafi fullan stuðning síns flokks og segist jafnframt ekki gera neina kröfu um stól forsætisráðherra í viðræðunum. Hann eigi mörgum verkum ólokið í ráðuneyti sínu og vilji ljúka þeim. Bjarni var spurður hvort hann teldi að hann hefði traust þjóðarinnar en hann hefur einnig verið nefndur í Panamaskjölunum. Hann sagðist tilbúinn að gera hreint fyrir sínum dyrum, hans mál væri einfalt og allt gerst áður en hann gerðist formaður Sjálfstæðisflokksins og löngu áður en hann varð ráðherra. Hann sé tilbúinn að sýna skattayfirlit verði gerð krafa þess efnis.
Panama-skjölin Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira