Sigmundur Davíð algjörlega einangraður Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2016 14:23 Sigmundur Davíð er nú algerlega einangraður og svo virðist sem hans eigin flokksmenn hafi snúið við honum baki. visir/vilhelm Meðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór í Stjórnarráðsbygginguna og dvaldi þar einn í um klukkustund ræddu nokkrir þingmanna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf. Án Sigmundar Davíðs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er algerlega einangraður. Hann þykir hafa spilað einleik þegar hann setti Sjálfstæðisflokknum stólinn fyrir dyrnar og sagðist þess albúinn að rjúfa þing ef hann nyti ekki stuðnings Sjálfstæðisflokksins. Fram hefur komið að þetta gerði hann án samráðs við þingflokkinn, Karl Garðarsson þingmaður gat vart leynt sárindum sínum þegar hann tjáði sig um málið í sjónvarpsviðtali nú fyrr í dag. Sigmundur fór til fundar við forsetann fyrr í dag, og bað um heimild til þingrofs en Ólafur Ragnar Grímsson forseti, neitaði honum um þá heimild fyrr en hann hefði ráðgast við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og aðra stjórnmálaleiðtoga um hugsanlegt framhald. Nú var að hefjast fundur Sjálfstæðismanna í Valhöll en svo er gert ráð fyrir því að Bjarni fari á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Samkvæmt heimildum Vísis eru þingmenn flokkanna vera að skoða möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar, þá líklega undir forsæti Bjarna, með þátttöku Framsóknarflokksins, en þá án Sigmundar Davíðs. Til þess ber að líta að staðan er þröng. Greint hefur verið frá því að bæði formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru tengdir aflandsfélögum og þingmenn Framsóknarflokksins eru vart trúverðugir eftir að hafa lagst í mikla vörn fyrir formanninn – án þess að vita hvað var í vændum varðandi fréttaflutning af tengslum hans við Wintris, og frægt viðtal við Sigmund sem sýnt var í Kastljósi í vikunni. Nokkuð sem Sigmundur Davíð hins vegar vissi en virðist ekki hafa greint neinum frá, né varað samstarfsfólk sitt við. Panama-skjölin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Meðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór í Stjórnarráðsbygginguna og dvaldi þar einn í um klukkustund ræddu nokkrir þingmanna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf. Án Sigmundar Davíðs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er algerlega einangraður. Hann þykir hafa spilað einleik þegar hann setti Sjálfstæðisflokknum stólinn fyrir dyrnar og sagðist þess albúinn að rjúfa þing ef hann nyti ekki stuðnings Sjálfstæðisflokksins. Fram hefur komið að þetta gerði hann án samráðs við þingflokkinn, Karl Garðarsson þingmaður gat vart leynt sárindum sínum þegar hann tjáði sig um málið í sjónvarpsviðtali nú fyrr í dag. Sigmundur fór til fundar við forsetann fyrr í dag, og bað um heimild til þingrofs en Ólafur Ragnar Grímsson forseti, neitaði honum um þá heimild fyrr en hann hefði ráðgast við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og aðra stjórnmálaleiðtoga um hugsanlegt framhald. Nú var að hefjast fundur Sjálfstæðismanna í Valhöll en svo er gert ráð fyrir því að Bjarni fari á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Samkvæmt heimildum Vísis eru þingmenn flokkanna vera að skoða möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar, þá líklega undir forsæti Bjarna, með þátttöku Framsóknarflokksins, en þá án Sigmundar Davíðs. Til þess ber að líta að staðan er þröng. Greint hefur verið frá því að bæði formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru tengdir aflandsfélögum og þingmenn Framsóknarflokksins eru vart trúverðugir eftir að hafa lagst í mikla vörn fyrir formanninn – án þess að vita hvað var í vændum varðandi fréttaflutning af tengslum hans við Wintris, og frægt viðtal við Sigmund sem sýnt var í Kastljósi í vikunni. Nokkuð sem Sigmundur Davíð hins vegar vissi en virðist ekki hafa greint neinum frá, né varað samstarfsfólk sitt við.
Panama-skjölin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira