Bein útsending úr Ráðhúsinu: Júlíus Vífill segir af sér Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2016 13:54 Júlíus Vífill er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir Júlíus Vífill Ingvarsson hefur sagt af sér sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þetta gerði hann við upphaf borgarstjórnarfundar í dag. Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundinum hér að neðan. Júlíus svaraði erindi um eign hans í Panama. Hann útskýrði að um lífeyrissjóð væri að ræða en ekki félag sem gæti átt í viðskiptum. Hann sagði mikilvægt að farið væri yfir hagsmunaskráningu borgarstjórnar en að ekki hefði verið getið þess að skrá ætti lífeyris- og séreignasjóði. Því hefði hann ekki gert það. „Lífeyrissjóðum af þessu tagi er beinlínis meinað að standa í viðskiptum eða fjárfestingum. Skuldsetning er óheimil og veðsetning líka.“Allt í samræmi við sjóðinn erlendis í samræmi við lög Júlíus benti á að fjölmargir Íslendingar eigi í erlendum lífeyrissjóðum og í þúsundum félaga erlendis. Hann kannaðist ekki við að gefin hafi verið út hlutabréf í sjóði hans eins og sagt var í Kastljóss þættinum á sunnudagskvöld. Júlíus tók sem dæmi að hann hafi verið stjórnarmaður í Íslensku óperunni um tíma en að hann hafi aldrei átt hlut í henni – enda sjálfseignarstofnun. „Það á sig sjálft,“ sagði Júlíus. „Ég ítreka að allt sem ég sagði að við kemur þessum sjóði er í samræmi við íslensk lög og reglur,“ sagði Júlíus. Hann gagnrýndi hagsmunaskrá borgarinnar og sagði að augljóst væri að hana þyrfti að bæta þannig að hlutirnir liggi ljósir fyrir.Sjá nánar: Sveinbjörg Birna fer í frí ef yfirferð um hagsmunaskráningu verður ekki lokið í júníS. Björn Blöndal þakkaði Júlíusi fyrir vel unnin störf. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, hyggst ekki taka sæti í borgarstjórn fyrr en málið hefur verið rannsakað.Vísir„Auðvitað er nauðsynlegt að útskýra þetta nánar og við þetta mætti bæta fasteignir sem eru erlendis og borgarfulltrúar eiga, bankareikninga og margt fleira.“ Júlíus Vífill vísaði í svör þeirra ráðherra sem tengdir hafa verið við aflandsfélög í umræðum undanfarinna daga þegar þeir eru spurðir um það hvort þeir hafi íhugað að segja af sér. „Svar þeirra er á einn veg og mjög afgerandi. Mitt svar er að ég hef oft íhugað að hætta í borgarstjórn og segja mig frá mínu starfi í borgarstjórn.“ Júlíus var borgarfulltrúi þegar Sjálfstæðismenn voru í meirihluta og minnist hans þess tíma með hlýhug. „Mikil vinna en spennandi, gefandi og þreytti mann ekki.“Júlíusi þakkað fyrir vel unnin störf Dagur B. Eggertsson sagði þetta merkilegt skref. Sóley Tómasdóttir þakkaði Júlíusi fyrir vel unnin störf. Magnús Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, þakkaði Júlíusi fyrir samvinnuna á Twitter í dag.Ég vil þakka Júlíusi fyrir samstarfið. Þó við vorum ekki alltaf sammála var hann dugnaðar pólitíkus og sinnti sjálfstæðisstefnunni ötullega.— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) April 5, 2016 „Ég er ekkert viss um að lagalega séð eða út frá neinum reglum sem við viljum miða við hefði Júlíus Vífill þurft að segja af sér. En hann ákvað að gera það og ákvað að hreinsa andrúmsloftið og það er stórmannlegt af honum,“ sagði Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Á fundinum átti að ræða tillögu forsætisnefndar um að skoðað yrði hvort borgarfulltrúarnir Júlíus Vífill Ingvarsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hefðu farið á svig við lög með því að eiga félög á þekktum aflandseyjum. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir er nefnd í skjölum sem fram komu í Panama-lekanum. Hún tengist tveimur aflandsfélögum, annað er skráð á Tortóla og hitt á Panama. Félagið á Panama ber nafnið Ice 1 Corp, það er í eigu einkahlutafélagsins P-10 ehf. þar sem Sveinbjörg er skráður stjórnarformaður. „Samkvæmt nýjasta ársreikningi P-10 ehf. á félagið íbúðir í byggingu í Panama að verðmæti 177.625.050 króna.” Þetta segir á vefsíðu Reykjavík media. Sveinbjörg segist hafa talið að búið væri að slíta félaginu. Hún er borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Júlíus Vífill Ingvarsson stofnaði lífeyrissjóð í Panama árið 2014. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á föstudag kemur fram að hann hafi hugsað sjóðinn í eftirlaunatilgangi. Júlíus Vífill er varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Hann er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Júlíus mætir á fundinn í dag og stendur fyrir svörum. Hins vegar er Sveinbjörg Birna í fæðingarorlofi. Hér fyrir neðan má sjá útsendingu sem streymt er af vef Reykjavíkur. Panama-skjölin Tengdar fréttir Ríkisskattstjóri vill upplýsingar um Íslendingana "Við viljum gjarnan fá að sjá þessi gögn með það fyrir augum að kanna hvort þessir aðilar hafi gert grein fyrir þessum gögnum á skattframtali sínu,“ segir Skúli Eggert Þórðarson. 4. apríl 2016 14:59 Kanna hvort Júlíus og Sveinbjörg hafi brotið lög Forseti borgarstjórnar segir mikilvægt að enginn vafi leiki á hæfi kjörinna fulltrúa. 5. apríl 2016 11:27 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Júlíus Vífill Ingvarsson hefur sagt af sér sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þetta gerði hann við upphaf borgarstjórnarfundar í dag. Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundinum hér að neðan. Júlíus svaraði erindi um eign hans í Panama. Hann útskýrði að um lífeyrissjóð væri að ræða en ekki félag sem gæti átt í viðskiptum. Hann sagði mikilvægt að farið væri yfir hagsmunaskráningu borgarstjórnar en að ekki hefði verið getið þess að skrá ætti lífeyris- og séreignasjóði. Því hefði hann ekki gert það. „Lífeyrissjóðum af þessu tagi er beinlínis meinað að standa í viðskiptum eða fjárfestingum. Skuldsetning er óheimil og veðsetning líka.“Allt í samræmi við sjóðinn erlendis í samræmi við lög Júlíus benti á að fjölmargir Íslendingar eigi í erlendum lífeyrissjóðum og í þúsundum félaga erlendis. Hann kannaðist ekki við að gefin hafi verið út hlutabréf í sjóði hans eins og sagt var í Kastljóss þættinum á sunnudagskvöld. Júlíus tók sem dæmi að hann hafi verið stjórnarmaður í Íslensku óperunni um tíma en að hann hafi aldrei átt hlut í henni – enda sjálfseignarstofnun. „Það á sig sjálft,“ sagði Júlíus. „Ég ítreka að allt sem ég sagði að við kemur þessum sjóði er í samræmi við íslensk lög og reglur,“ sagði Júlíus. Hann gagnrýndi hagsmunaskrá borgarinnar og sagði að augljóst væri að hana þyrfti að bæta þannig að hlutirnir liggi ljósir fyrir.Sjá nánar: Sveinbjörg Birna fer í frí ef yfirferð um hagsmunaskráningu verður ekki lokið í júníS. Björn Blöndal þakkaði Júlíusi fyrir vel unnin störf. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, hyggst ekki taka sæti í borgarstjórn fyrr en málið hefur verið rannsakað.Vísir„Auðvitað er nauðsynlegt að útskýra þetta nánar og við þetta mætti bæta fasteignir sem eru erlendis og borgarfulltrúar eiga, bankareikninga og margt fleira.“ Júlíus Vífill vísaði í svör þeirra ráðherra sem tengdir hafa verið við aflandsfélög í umræðum undanfarinna daga þegar þeir eru spurðir um það hvort þeir hafi íhugað að segja af sér. „Svar þeirra er á einn veg og mjög afgerandi. Mitt svar er að ég hef oft íhugað að hætta í borgarstjórn og segja mig frá mínu starfi í borgarstjórn.“ Júlíus var borgarfulltrúi þegar Sjálfstæðismenn voru í meirihluta og minnist hans þess tíma með hlýhug. „Mikil vinna en spennandi, gefandi og þreytti mann ekki.“Júlíusi þakkað fyrir vel unnin störf Dagur B. Eggertsson sagði þetta merkilegt skref. Sóley Tómasdóttir þakkaði Júlíusi fyrir vel unnin störf. Magnús Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, þakkaði Júlíusi fyrir samvinnuna á Twitter í dag.Ég vil þakka Júlíusi fyrir samstarfið. Þó við vorum ekki alltaf sammála var hann dugnaðar pólitíkus og sinnti sjálfstæðisstefnunni ötullega.— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) April 5, 2016 „Ég er ekkert viss um að lagalega séð eða út frá neinum reglum sem við viljum miða við hefði Júlíus Vífill þurft að segja af sér. En hann ákvað að gera það og ákvað að hreinsa andrúmsloftið og það er stórmannlegt af honum,“ sagði Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Á fundinum átti að ræða tillögu forsætisnefndar um að skoðað yrði hvort borgarfulltrúarnir Júlíus Vífill Ingvarsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hefðu farið á svig við lög með því að eiga félög á þekktum aflandseyjum. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir er nefnd í skjölum sem fram komu í Panama-lekanum. Hún tengist tveimur aflandsfélögum, annað er skráð á Tortóla og hitt á Panama. Félagið á Panama ber nafnið Ice 1 Corp, það er í eigu einkahlutafélagsins P-10 ehf. þar sem Sveinbjörg er skráður stjórnarformaður. „Samkvæmt nýjasta ársreikningi P-10 ehf. á félagið íbúðir í byggingu í Panama að verðmæti 177.625.050 króna.” Þetta segir á vefsíðu Reykjavík media. Sveinbjörg segist hafa talið að búið væri að slíta félaginu. Hún er borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Júlíus Vífill Ingvarsson stofnaði lífeyrissjóð í Panama árið 2014. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á föstudag kemur fram að hann hafi hugsað sjóðinn í eftirlaunatilgangi. Júlíus Vífill er varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Hann er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Júlíus mætir á fundinn í dag og stendur fyrir svörum. Hins vegar er Sveinbjörg Birna í fæðingarorlofi. Hér fyrir neðan má sjá útsendingu sem streymt er af vef Reykjavíkur.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ríkisskattstjóri vill upplýsingar um Íslendingana "Við viljum gjarnan fá að sjá þessi gögn með það fyrir augum að kanna hvort þessir aðilar hafi gert grein fyrir þessum gögnum á skattframtali sínu,“ segir Skúli Eggert Þórðarson. 4. apríl 2016 14:59 Kanna hvort Júlíus og Sveinbjörg hafi brotið lög Forseti borgarstjórnar segir mikilvægt að enginn vafi leiki á hæfi kjörinna fulltrúa. 5. apríl 2016 11:27 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Ríkisskattstjóri vill upplýsingar um Íslendingana "Við viljum gjarnan fá að sjá þessi gögn með það fyrir augum að kanna hvort þessir aðilar hafi gert grein fyrir þessum gögnum á skattframtali sínu,“ segir Skúli Eggert Þórðarson. 4. apríl 2016 14:59
Kanna hvort Júlíus og Sveinbjörg hafi brotið lög Forseti borgarstjórnar segir mikilvægt að enginn vafi leiki á hæfi kjörinna fulltrúa. 5. apríl 2016 11:27