Kanna hvort Júlíus og Sveinbjörg hafi brotið lög Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2016 11:27 Júlíus Vífill er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Sveinbjörg Birna borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Vísir Sú tillaga verður lögð fram á borgarstjórnarfundi í dag að mál borgarfulltrúana Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Sveinbjargar Birnu Björnsdóttur verði rædd á borgarstjórnarfundi. Þá fer forsætisnefnd fram á það að innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar rannsaki hvort borgarfulltrúarnir hafi farið á svig við lög. Mál þessi varða upplýsingar sem fram koma í Panama-skjölunum um eignir borgarfulltrúana á aflandseyjum. Þetta staðfestir forseti borgarstjórnar Sóley Tómasdóttir í samtali við Vísi. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir er nefnd í gögnunum en hún tengist tveimur aflandsfélögum, annað er skráð á Tortóla og hitt á Panama. Félagið á Panama ber nafnið Ice 1 Corp, það er í eigu einkahlutafélagsins P-10 ehf. þar sem Sveinbjörg er skráður stjórnarformaður. „Samkvæmt nýjasta ársreikningi P-10 ehf. á félagið íbúðir í byggingu í Panama að verðmæti 177.625.050 króna,” segir á vefsíðu Reykjavík media. Sveinbjörg segist hafa talið að búið væri að slíta félaginu. Júlíus Vífill Ingvarsson stofnaði aflandsfélag í Panama árið 2014. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á föstudag kemur fram að hann hafi hugsað sjóðinn í eftirlaunatilgangi. Júlíus Vífill er varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Sveinbjörg í fæðingarorlofi„Það var aukafundur í forsætisnefnd í morgun. Þar samþykktum við að fela innri endurskoðanda að rannsaka hvort lög og reglur hafi verið brotin með einhverjum hætti,“ segir Sóley. Hún játar því að hún hafi áhyggjur af ímynd borgarinnar vegna þessara mála. „Einmitt þess vegna er brýnt að þessi úttekt verði gert vegna þess að það má aldrei leika vafi á hæfi kjörinna fulltrúa undir nokkrum kringumstæðum. En ég vona að það að tveir borgarfulltrúar ákveði að fjárfesta með þessum hætti valdi því ekki að fólk setji okkur öll undir sömu sök.“ Gert er ráð fyrir því að Júlíus Vífill mæti á fundinn enda sitjandi borgarfulltrúi. Hins vegar er Sveinbjörg Birna í fæðingarorlofi og segir Sóley ekki hægt að gera sömu kröfu á að hún mæti og svari fyrirspurnum. Hér má sjá tillöguna sem lögð verður fyrir borgarstjórnarfund klukkan tvö í dag:„Í ljósi frétta af aflandsfélögum í eigu borgarfulltrúa sem fluttar hafa verið að undanförnu telur forsætisnefnd brýnt að til þess bærir aðilar kanni málin til hlítar. Því er þess farið á leit við innri endurskoðun og regluvörð borgarinnar að kannað verði hvort borgarfulltrúarnir Júlíus Vífill Ingvarsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hafi farið á svig við gildandi lög og reglur um skyldur og hæfi borgarfulltrúa, hvort reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar hafi verið fylgt og hvort siðareglur borgarfulltrúa hafi verið brotnar. Að sama skapi er óskað eftir því að siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga taki málið til skoðunar í samræmi við hlutverk nefndarinnar og 29. gr. sveitarstjórnarlaga.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
Sú tillaga verður lögð fram á borgarstjórnarfundi í dag að mál borgarfulltrúana Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Sveinbjargar Birnu Björnsdóttur verði rædd á borgarstjórnarfundi. Þá fer forsætisnefnd fram á það að innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar rannsaki hvort borgarfulltrúarnir hafi farið á svig við lög. Mál þessi varða upplýsingar sem fram koma í Panama-skjölunum um eignir borgarfulltrúana á aflandseyjum. Þetta staðfestir forseti borgarstjórnar Sóley Tómasdóttir í samtali við Vísi. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir er nefnd í gögnunum en hún tengist tveimur aflandsfélögum, annað er skráð á Tortóla og hitt á Panama. Félagið á Panama ber nafnið Ice 1 Corp, það er í eigu einkahlutafélagsins P-10 ehf. þar sem Sveinbjörg er skráður stjórnarformaður. „Samkvæmt nýjasta ársreikningi P-10 ehf. á félagið íbúðir í byggingu í Panama að verðmæti 177.625.050 króna,” segir á vefsíðu Reykjavík media. Sveinbjörg segist hafa talið að búið væri að slíta félaginu. Júlíus Vífill Ingvarsson stofnaði aflandsfélag í Panama árið 2014. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á föstudag kemur fram að hann hafi hugsað sjóðinn í eftirlaunatilgangi. Júlíus Vífill er varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Sveinbjörg í fæðingarorlofi„Það var aukafundur í forsætisnefnd í morgun. Þar samþykktum við að fela innri endurskoðanda að rannsaka hvort lög og reglur hafi verið brotin með einhverjum hætti,“ segir Sóley. Hún játar því að hún hafi áhyggjur af ímynd borgarinnar vegna þessara mála. „Einmitt þess vegna er brýnt að þessi úttekt verði gert vegna þess að það má aldrei leika vafi á hæfi kjörinna fulltrúa undir nokkrum kringumstæðum. En ég vona að það að tveir borgarfulltrúar ákveði að fjárfesta með þessum hætti valdi því ekki að fólk setji okkur öll undir sömu sök.“ Gert er ráð fyrir því að Júlíus Vífill mæti á fundinn enda sitjandi borgarfulltrúi. Hins vegar er Sveinbjörg Birna í fæðingarorlofi og segir Sóley ekki hægt að gera sömu kröfu á að hún mæti og svari fyrirspurnum. Hér má sjá tillöguna sem lögð verður fyrir borgarstjórnarfund klukkan tvö í dag:„Í ljósi frétta af aflandsfélögum í eigu borgarfulltrúa sem fluttar hafa verið að undanförnu telur forsætisnefnd brýnt að til þess bærir aðilar kanni málin til hlítar. Því er þess farið á leit við innri endurskoðun og regluvörð borgarinnar að kannað verði hvort borgarfulltrúarnir Júlíus Vífill Ingvarsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hafi farið á svig við gildandi lög og reglur um skyldur og hæfi borgarfulltrúa, hvort reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar hafi verið fylgt og hvort siðareglur borgarfulltrúa hafi verið brotnar. Að sama skapi er óskað eftir því að siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga taki málið til skoðunar í samræmi við hlutverk nefndarinnar og 29. gr. sveitarstjórnarlaga.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04