Undrast skort á uppgjöri Snærós Sindradóttir skrifar 5. apríl 2016 06:00 Nokkuð var um frammíköll á þingfundi í gær, aðallega undir ræðum forsætisráðherra. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu þó ekki í pontu til að verja ráðherra ríkisstjórnarinnar. vísir/Stefán „Mér þætti gaman að sjá háttvirta þingmenn stjórnarmeirihlutans koma hingað upp og reyna að verja það sem fram hefur komið, reyna að verja það að á Íslandi og frammi fyrir heiminum öllum ætlum við að láta þetta viðgangast að Alþingi ætli að sitja hér áfram eins og ekkert sé, að ríkisstjórnin ætli að sitja áfram eins og ekkert sé. Og hæstvirtur forsætisráðherra segir bara: Nananananana, komið með vantraust.“ Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í eftirminnilegri ræðu á Alþingi í gær. Stjórnarandstaðan hafði þá lagt fram þingsályktunartillögu um vantraust á ríkisstjórnina og þingrof. Eins og fram hefur komið fylgjast erlendir fjölmiðlar grannt með stöðu mála. Í gærkvöldi, þegar þetta er ritað, er flennistór mynd af forsætisráðherra Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á forsíðu CNN undir fyrirsögninni að krafan um afsögn ráðherrans sé hávær. Martin Zondag, blaðamaður frá norska ríkisfjölmiðlinum NRK, er staddur hér á landi til að fylgjast með framvindu stjórnmálanna næstu daga. „Það virðist þversögn að maðurinn sem hefur stýrt landinu undanfarin misseri hafi verið hluti af því hneyksli sem þið fóruð í gegnum árið 2008.“ Martin segist ekki vita hvernig staðan væri ef sams konar mál kæmi upp í Noregi. „Á síðustu árum höfum við ekki haft hneykslismál þar sem ráðherra hefur þurft að segja af sér. En ef við rýnum í stöðuna og þá staðreynd að forsætisráðherra gerði ekki beinlínis neitt ólöglegt, heldur frekar eitthvað siðlaust, þá held ég að sama staða væri uppi í Noregi.“Jean Babtiste Chastand blaðamaður Le MondeVirðist sem stjórnmálamenn hafi fjárhagsleg tengsl við svart kerfi Jean Babtiste Chastand frá franska dagblaðinu Le Monde segir að fyrst og fremst komi á óvart að Ísland hafi ekki í raun og veru gert upp sín mál eftir hrun. „Ég hélt að eftir kreppuna hefði Ísland gert allt sem hægt var að gera og sett bankamennina í fangelsi. En nú virðist sem Ísland sé enn með krökkt af vandamálum og stjórnmálamenn hafi fjárhagsleg tengsl við svart kerfi.“ Það var spenna á Alþingi í gær. Stjórnarandstaða beið fregna af þingflokksfundum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fram eftir morgni og margir bjuggust við því að forsætisráðherra myndi tilkynna um afsögn sína áður en þingfundur hæfist með það að markmiði að losna við baráttuna sem fram undan væri í þingsal. Þær væntingar urðu að engu í hádegisfréttatíma Stöðvar 2 þegar hann sagðist afdráttarlaust ekki hafa velt fyrir sér afsögn. Í kjölfarið hættu þingmenn Sjálfstæðisflokksins um hríð að svara spurningum blaðamanna, og sögðust skyndilega allir hafa öðrum hnöppum að hneppa. Á meðan stillti stjórnarandstaðan saman strengi sína og kom vel æfð til leiks í umræður um störf þingsins og fyrirspurnartíma Alþingis. Aðeins tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar komu ekki í pontu, þeir Kristján Möller og Össur Skarphéðinsson, þingmenn Samfylkingarinnar. Enginn þingmaður stjórnarflokkanna steig í pontu, að Sigmundi Davíð undanskildum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
„Mér þætti gaman að sjá háttvirta þingmenn stjórnarmeirihlutans koma hingað upp og reyna að verja það sem fram hefur komið, reyna að verja það að á Íslandi og frammi fyrir heiminum öllum ætlum við að láta þetta viðgangast að Alþingi ætli að sitja hér áfram eins og ekkert sé, að ríkisstjórnin ætli að sitja áfram eins og ekkert sé. Og hæstvirtur forsætisráðherra segir bara: Nananananana, komið með vantraust.“ Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í eftirminnilegri ræðu á Alþingi í gær. Stjórnarandstaðan hafði þá lagt fram þingsályktunartillögu um vantraust á ríkisstjórnina og þingrof. Eins og fram hefur komið fylgjast erlendir fjölmiðlar grannt með stöðu mála. Í gærkvöldi, þegar þetta er ritað, er flennistór mynd af forsætisráðherra Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á forsíðu CNN undir fyrirsögninni að krafan um afsögn ráðherrans sé hávær. Martin Zondag, blaðamaður frá norska ríkisfjölmiðlinum NRK, er staddur hér á landi til að fylgjast með framvindu stjórnmálanna næstu daga. „Það virðist þversögn að maðurinn sem hefur stýrt landinu undanfarin misseri hafi verið hluti af því hneyksli sem þið fóruð í gegnum árið 2008.“ Martin segist ekki vita hvernig staðan væri ef sams konar mál kæmi upp í Noregi. „Á síðustu árum höfum við ekki haft hneykslismál þar sem ráðherra hefur þurft að segja af sér. En ef við rýnum í stöðuna og þá staðreynd að forsætisráðherra gerði ekki beinlínis neitt ólöglegt, heldur frekar eitthvað siðlaust, þá held ég að sama staða væri uppi í Noregi.“Jean Babtiste Chastand blaðamaður Le MondeVirðist sem stjórnmálamenn hafi fjárhagsleg tengsl við svart kerfi Jean Babtiste Chastand frá franska dagblaðinu Le Monde segir að fyrst og fremst komi á óvart að Ísland hafi ekki í raun og veru gert upp sín mál eftir hrun. „Ég hélt að eftir kreppuna hefði Ísland gert allt sem hægt var að gera og sett bankamennina í fangelsi. En nú virðist sem Ísland sé enn með krökkt af vandamálum og stjórnmálamenn hafi fjárhagsleg tengsl við svart kerfi.“ Það var spenna á Alþingi í gær. Stjórnarandstaða beið fregna af þingflokksfundum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fram eftir morgni og margir bjuggust við því að forsætisráðherra myndi tilkynna um afsögn sína áður en þingfundur hæfist með það að markmiði að losna við baráttuna sem fram undan væri í þingsal. Þær væntingar urðu að engu í hádegisfréttatíma Stöðvar 2 þegar hann sagðist afdráttarlaust ekki hafa velt fyrir sér afsögn. Í kjölfarið hættu þingmenn Sjálfstæðisflokksins um hríð að svara spurningum blaðamanna, og sögðust skyndilega allir hafa öðrum hnöppum að hneppa. Á meðan stillti stjórnarandstaðan saman strengi sína og kom vel æfð til leiks í umræður um störf þingsins og fyrirspurnartíma Alþingis. Aðeins tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar komu ekki í pontu, þeir Kristján Möller og Össur Skarphéðinsson, þingmenn Samfylkingarinnar. Enginn þingmaður stjórnarflokkanna steig í pontu, að Sigmundi Davíð undanskildum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira