Mótmælin á Austurvelli: Sænskir túristar fastir í bíl og mótmælendur vopnaðir banönum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 5. apríl 2016 09:00 Mótmælendur töldu táknrænt að mæta með banana á Austurvöll. Visir/Villhelm Mótmælendur á Austurvelli köstuðu banönum og eggjum að Alþingishúsinu í gær. Lögregla telur að í kringum 10-15 þúsund manns hafi verið á mótmælunum en skipuleggjendur töldu allt að 22 þúsund manns. Hildur Margrétardóttir með bananaknippi. Fréttablaðið/KristjanaEnginn var handtekinn eftir að mótmælin hófust, að sögn lögreglu, og enginn særðist. En áður en mótmælin hófust var einn handtekinn fyrir að henda skyri í þinghúsið. „Við erum auðvitað með banana, enda búum við í bananalýðveldi,“ segir Helga Margrét Reinharðsdóttir, sem mætti til mótmæla ásamt dóttur sinni í gær. Báðar héldu þær á bananaknippi. „Þetta er fáránlegt að halda að hann komist upp með þetta. Að hann skuli glotta framan í okkur og ætli ekki að fara úr embætti,“ segir dóttir hennar, Hildur Margrétardóttir, og segist ekki munu gefast upp fyrr en forsætisráðherra hefur sagt af sér. Ómar Ragnarsson telur stöðuna alvarlega. Fréttablaðið/KristjanaTöpuðum ærunniÓmar Ragnarsson fréttamaður mætti til mótmælanna og sagði stöðuna grafalvarlega. Krafan þeirra um umbætur væri þung. Þyngri en eftir hrunið. „Í mótmælunum eftir hrunið mætti fólk sem hafði tapað eigum sínum,“ sagði Ómar. „Nú eru komnir hingað vonsviknir Íslendingar sem finnst þeir hafa tapað einhverju sem er miklu verðmætara. Ærunni, traustinu,“ bætti hann við. „Þetta er svo miklu alvarlegra.“Kristofer og Mads léttir í lundu þrátt fyrir að vera pikkfastir í umferðinni við Austurvöll. Fréttablaðið/KristjanaFastir í umferðinniÞeir Kristofer og Mads frá Stokkhólmi sátu fastir í bifreið sinni fyrir utan Hótel Borg. „Við höfum verið hér í um klukkustund, sagði Kristofer. „Þetta er óneitanlega sérstök upplifun. Mér finnst gott að Íslendingar mótmæla,“ segir Mads og sagði þeim félögum nokkuð sama um að vera fastir í bifreiðinni. Athæfi forsætisráðherra væri með ólíkindum. Þeir hafa fylgst með fréttum af málinu í Svíþjóð. „Við óskum ykkur alls góðs. Bara að við verðum ekki bensínlausir,“ segir Kristofer. Panama-skjölin Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
Mótmælendur á Austurvelli köstuðu banönum og eggjum að Alþingishúsinu í gær. Lögregla telur að í kringum 10-15 þúsund manns hafi verið á mótmælunum en skipuleggjendur töldu allt að 22 þúsund manns. Hildur Margrétardóttir með bananaknippi. Fréttablaðið/KristjanaEnginn var handtekinn eftir að mótmælin hófust, að sögn lögreglu, og enginn særðist. En áður en mótmælin hófust var einn handtekinn fyrir að henda skyri í þinghúsið. „Við erum auðvitað með banana, enda búum við í bananalýðveldi,“ segir Helga Margrét Reinharðsdóttir, sem mætti til mótmæla ásamt dóttur sinni í gær. Báðar héldu þær á bananaknippi. „Þetta er fáránlegt að halda að hann komist upp með þetta. Að hann skuli glotta framan í okkur og ætli ekki að fara úr embætti,“ segir dóttir hennar, Hildur Margrétardóttir, og segist ekki munu gefast upp fyrr en forsætisráðherra hefur sagt af sér. Ómar Ragnarsson telur stöðuna alvarlega. Fréttablaðið/KristjanaTöpuðum ærunniÓmar Ragnarsson fréttamaður mætti til mótmælanna og sagði stöðuna grafalvarlega. Krafan þeirra um umbætur væri þung. Þyngri en eftir hrunið. „Í mótmælunum eftir hrunið mætti fólk sem hafði tapað eigum sínum,“ sagði Ómar. „Nú eru komnir hingað vonsviknir Íslendingar sem finnst þeir hafa tapað einhverju sem er miklu verðmætara. Ærunni, traustinu,“ bætti hann við. „Þetta er svo miklu alvarlegra.“Kristofer og Mads léttir í lundu þrátt fyrir að vera pikkfastir í umferðinni við Austurvöll. Fréttablaðið/KristjanaFastir í umferðinniÞeir Kristofer og Mads frá Stokkhólmi sátu fastir í bifreið sinni fyrir utan Hótel Borg. „Við höfum verið hér í um klukkustund, sagði Kristofer. „Þetta er óneitanlega sérstök upplifun. Mér finnst gott að Íslendingar mótmæla,“ segir Mads og sagði þeim félögum nokkuð sama um að vera fastir í bifreiðinni. Athæfi forsætisráðherra væri með ólíkindum. Þeir hafa fylgst með fréttum af málinu í Svíþjóð. „Við óskum ykkur alls góðs. Bara að við verðum ekki bensínlausir,“ segir Kristofer.
Panama-skjölin Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira