Mótmælin á Austurvelli: Sænskir túristar fastir í bíl og mótmælendur vopnaðir banönum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 5. apríl 2016 09:00 Mótmælendur töldu táknrænt að mæta með banana á Austurvöll. Visir/Villhelm Mótmælendur á Austurvelli köstuðu banönum og eggjum að Alþingishúsinu í gær. Lögregla telur að í kringum 10-15 þúsund manns hafi verið á mótmælunum en skipuleggjendur töldu allt að 22 þúsund manns. Hildur Margrétardóttir með bananaknippi. Fréttablaðið/KristjanaEnginn var handtekinn eftir að mótmælin hófust, að sögn lögreglu, og enginn særðist. En áður en mótmælin hófust var einn handtekinn fyrir að henda skyri í þinghúsið. „Við erum auðvitað með banana, enda búum við í bananalýðveldi,“ segir Helga Margrét Reinharðsdóttir, sem mætti til mótmæla ásamt dóttur sinni í gær. Báðar héldu þær á bananaknippi. „Þetta er fáránlegt að halda að hann komist upp með þetta. Að hann skuli glotta framan í okkur og ætli ekki að fara úr embætti,“ segir dóttir hennar, Hildur Margrétardóttir, og segist ekki munu gefast upp fyrr en forsætisráðherra hefur sagt af sér. Ómar Ragnarsson telur stöðuna alvarlega. Fréttablaðið/KristjanaTöpuðum ærunniÓmar Ragnarsson fréttamaður mætti til mótmælanna og sagði stöðuna grafalvarlega. Krafan þeirra um umbætur væri þung. Þyngri en eftir hrunið. „Í mótmælunum eftir hrunið mætti fólk sem hafði tapað eigum sínum,“ sagði Ómar. „Nú eru komnir hingað vonsviknir Íslendingar sem finnst þeir hafa tapað einhverju sem er miklu verðmætara. Ærunni, traustinu,“ bætti hann við. „Þetta er svo miklu alvarlegra.“Kristofer og Mads léttir í lundu þrátt fyrir að vera pikkfastir í umferðinni við Austurvöll. Fréttablaðið/KristjanaFastir í umferðinniÞeir Kristofer og Mads frá Stokkhólmi sátu fastir í bifreið sinni fyrir utan Hótel Borg. „Við höfum verið hér í um klukkustund, sagði Kristofer. „Þetta er óneitanlega sérstök upplifun. Mér finnst gott að Íslendingar mótmæla,“ segir Mads og sagði þeim félögum nokkuð sama um að vera fastir í bifreiðinni. Athæfi forsætisráðherra væri með ólíkindum. Þeir hafa fylgst með fréttum af málinu í Svíþjóð. „Við óskum ykkur alls góðs. Bara að við verðum ekki bensínlausir,“ segir Kristofer. Panama-skjölin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira
Mótmælendur á Austurvelli köstuðu banönum og eggjum að Alþingishúsinu í gær. Lögregla telur að í kringum 10-15 þúsund manns hafi verið á mótmælunum en skipuleggjendur töldu allt að 22 þúsund manns. Hildur Margrétardóttir með bananaknippi. Fréttablaðið/KristjanaEnginn var handtekinn eftir að mótmælin hófust, að sögn lögreglu, og enginn særðist. En áður en mótmælin hófust var einn handtekinn fyrir að henda skyri í þinghúsið. „Við erum auðvitað með banana, enda búum við í bananalýðveldi,“ segir Helga Margrét Reinharðsdóttir, sem mætti til mótmæla ásamt dóttur sinni í gær. Báðar héldu þær á bananaknippi. „Þetta er fáránlegt að halda að hann komist upp með þetta. Að hann skuli glotta framan í okkur og ætli ekki að fara úr embætti,“ segir dóttir hennar, Hildur Margrétardóttir, og segist ekki munu gefast upp fyrr en forsætisráðherra hefur sagt af sér. Ómar Ragnarsson telur stöðuna alvarlega. Fréttablaðið/KristjanaTöpuðum ærunniÓmar Ragnarsson fréttamaður mætti til mótmælanna og sagði stöðuna grafalvarlega. Krafan þeirra um umbætur væri þung. Þyngri en eftir hrunið. „Í mótmælunum eftir hrunið mætti fólk sem hafði tapað eigum sínum,“ sagði Ómar. „Nú eru komnir hingað vonsviknir Íslendingar sem finnst þeir hafa tapað einhverju sem er miklu verðmætara. Ærunni, traustinu,“ bætti hann við. „Þetta er svo miklu alvarlegra.“Kristofer og Mads léttir í lundu þrátt fyrir að vera pikkfastir í umferðinni við Austurvöll. Fréttablaðið/KristjanaFastir í umferðinniÞeir Kristofer og Mads frá Stokkhólmi sátu fastir í bifreið sinni fyrir utan Hótel Borg. „Við höfum verið hér í um klukkustund, sagði Kristofer. „Þetta er óneitanlega sérstök upplifun. Mér finnst gott að Íslendingar mótmæla,“ segir Mads og sagði þeim félögum nokkuð sama um að vera fastir í bifreiðinni. Athæfi forsætisráðherra væri með ólíkindum. Þeir hafa fylgst með fréttum af málinu í Svíþjóð. „Við óskum ykkur alls góðs. Bara að við verðum ekki bensínlausir,“ segir Kristofer.
Panama-skjölin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira