Enginn ríkisstjórnarfundur í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2016 20:36 Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson þegar þeir kynntu stjórnarsáttmála sinn snemmsumars 2013. Margir velta því nú fyrir sér hvort að tími ríkisstjórnarinnar sé liðinn. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, er væntanlegur til landsins snemma í fyrramálið frá austurströnd Bandaríkjanna. Hann mun þá funda með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, til að fara yfir stöðu mála en mikill styr stendur nú um ríkisstjórnina í kjölfar umfjöllunar um tengsl Sigmundar Davíðs við aflandsfélagið Wintris sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjunum. Þá mun Bjarni einnig funda með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í fyrramálið. Búið var að boða til ríkisstjórnarfundar klukkan 9.30 eins og venja er á þriðjudögum en samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur sá fundur verið afboðaður vegna „sérstakra aðstæðna“ og vísaði Jóhannes til þess að Bjarni væri að koma til landsins í fyrramálið. Ekki er þó útilokað að fundurinn fari fram síðar á morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson er starfandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann vill ekki tjá sig um stöðu Sigmundar Davíðs en segir að málin ættu að skýrast betur á morgun. „Bjarni kemur til landsins á morgun, hann mun funda með forystunni og funda með okkur og þá skýrast málin betur. Það er enginn að velkjast í vafa um það að þetta er stórt mál og það skiptir máli að þær ákvarðanir sem verða teknar að þær séu teknar af yfirvegun,“ segir Guðlaugur Þór. Margir velta því nú fyrir sér hvort að tími ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs og Bjarna sé liðinn. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga frá stjórnarandstöðunni um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórnina, þingrof og kosningar. Ekki liggur fyrir hvenær sú tillaga verður tekin fyrir á þingi en búið er að fella niður þingfund sem átti að vera á morgun. Þá komu yfir 20 þúsund manns saman á Austurvelli í dag til að krefjast kosninga og þess að Sigmundur Davíð segi af sér sem forsætisráðherra. Hann hefur sagt að hann hafi ekki íhugað afsögn en það dylst engum að hann og ríkisstjórn hans er í afar erfiðri stöðu. Panama-skjölin Tengdar fréttir Vantrauststillagan komin fram Stjórnarandstaðan hefur lagt fram sameiginlega þingályktunartillögu um vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, ríkisstjórn, þingrof og nýjar kosningar. 4. apríl 2016 15:21 Kemur til greina að opna bókhaldið upp á gátt Sigmundur Davíð var gestur í Ísland í dag. 4. apríl 2016 19:29 Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, er væntanlegur til landsins snemma í fyrramálið frá austurströnd Bandaríkjanna. Hann mun þá funda með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, til að fara yfir stöðu mála en mikill styr stendur nú um ríkisstjórnina í kjölfar umfjöllunar um tengsl Sigmundar Davíðs við aflandsfélagið Wintris sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjunum. Þá mun Bjarni einnig funda með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í fyrramálið. Búið var að boða til ríkisstjórnarfundar klukkan 9.30 eins og venja er á þriðjudögum en samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur sá fundur verið afboðaður vegna „sérstakra aðstæðna“ og vísaði Jóhannes til þess að Bjarni væri að koma til landsins í fyrramálið. Ekki er þó útilokað að fundurinn fari fram síðar á morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson er starfandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann vill ekki tjá sig um stöðu Sigmundar Davíðs en segir að málin ættu að skýrast betur á morgun. „Bjarni kemur til landsins á morgun, hann mun funda með forystunni og funda með okkur og þá skýrast málin betur. Það er enginn að velkjast í vafa um það að þetta er stórt mál og það skiptir máli að þær ákvarðanir sem verða teknar að þær séu teknar af yfirvegun,“ segir Guðlaugur Þór. Margir velta því nú fyrir sér hvort að tími ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs og Bjarna sé liðinn. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga frá stjórnarandstöðunni um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórnina, þingrof og kosningar. Ekki liggur fyrir hvenær sú tillaga verður tekin fyrir á þingi en búið er að fella niður þingfund sem átti að vera á morgun. Þá komu yfir 20 þúsund manns saman á Austurvelli í dag til að krefjast kosninga og þess að Sigmundur Davíð segi af sér sem forsætisráðherra. Hann hefur sagt að hann hafi ekki íhugað afsögn en það dylst engum að hann og ríkisstjórn hans er í afar erfiðri stöðu.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Vantrauststillagan komin fram Stjórnarandstaðan hefur lagt fram sameiginlega þingályktunartillögu um vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, ríkisstjórn, þingrof og nýjar kosningar. 4. apríl 2016 15:21 Kemur til greina að opna bókhaldið upp á gátt Sigmundur Davíð var gestur í Ísland í dag. 4. apríl 2016 19:29 Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Vantrauststillagan komin fram Stjórnarandstaðan hefur lagt fram sameiginlega þingályktunartillögu um vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, ríkisstjórn, þingrof og nýjar kosningar. 4. apríl 2016 15:21
Kemur til greina að opna bókhaldið upp á gátt Sigmundur Davíð var gestur í Ísland í dag. 4. apríl 2016 19:29
Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02