„Mögulega um refsiverð athæfi að ræða“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 4. apríl 2016 20:29 Bryndís Kristjánsdóttir úr kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/Stöð 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri að þau gögn sem keypt voru í fyrra séu af svipuðum grunni og þau sem lekið var frá Mossack Fonseca. „Það virðist þó vera að þarna séu að öllum líkindum fleiri félög en við höfum upplýsingar um og að einhverju leyti ríkari gögn en við höfðum undir höndum,“ sagði hún í viðtalinu. Bryndís má ekki tjá sig um mál einstakra aðila og gat því ekki svarað fréttakonu hvort þau mál sem þar hefðu komið upp tengdust þeim þremur ráðherrum sem hafa verið nefndir sem eigendur aflandsfélaga. Einnig neitaði hún að tjá sig um það hvort viðskipti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og eiginkonu hans, þar sem hann seldi helmingshlut sinn í Wintris til hennar á einn dollara, hefðu verið undir rannsókn. „Hluti af þeim málum sem voru tekin út hér voru andlag rannsóknarmála. Að öðru leyti var málum vísað til ríkisskattstjóra vegna þess að það var niðurstaða greiningar þess embættis að þar væru möguleg athugunarverð skattskil. Að mögulega væru þar um refsiverð athæfi að ræða,“ sagði Bryndís en tók fram að þar væri hún ekki að vísa í neitt einstakt mál. Aðspurð hvers vegna Ísland spili svona stórt hlutverk í lekanum svaraði hún; „Ég held að þetta sé nú af stórum hluta vegna þess hvernig umhverfið var hér árum áður og að við erum bara enn að vinna úr“. Panama-skjölin Tengdar fréttir Þingflokkarnir funda: Sjálfstæðismenn funda án formannsins Þingflokkarnir funduðu allir í morgun utan Pírata. 4. apríl 2016 10:49 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri að þau gögn sem keypt voru í fyrra séu af svipuðum grunni og þau sem lekið var frá Mossack Fonseca. „Það virðist þó vera að þarna séu að öllum líkindum fleiri félög en við höfum upplýsingar um og að einhverju leyti ríkari gögn en við höfðum undir höndum,“ sagði hún í viðtalinu. Bryndís má ekki tjá sig um mál einstakra aðila og gat því ekki svarað fréttakonu hvort þau mál sem þar hefðu komið upp tengdust þeim þremur ráðherrum sem hafa verið nefndir sem eigendur aflandsfélaga. Einnig neitaði hún að tjá sig um það hvort viðskipti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og eiginkonu hans, þar sem hann seldi helmingshlut sinn í Wintris til hennar á einn dollara, hefðu verið undir rannsókn. „Hluti af þeim málum sem voru tekin út hér voru andlag rannsóknarmála. Að öðru leyti var málum vísað til ríkisskattstjóra vegna þess að það var niðurstaða greiningar þess embættis að þar væru möguleg athugunarverð skattskil. Að mögulega væru þar um refsiverð athæfi að ræða,“ sagði Bryndís en tók fram að þar væri hún ekki að vísa í neitt einstakt mál. Aðspurð hvers vegna Ísland spili svona stórt hlutverk í lekanum svaraði hún; „Ég held að þetta sé nú af stórum hluta vegna þess hvernig umhverfið var hér árum áður og að við erum bara enn að vinna úr“.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Þingflokkarnir funda: Sjálfstæðismenn funda án formannsins Þingflokkarnir funduðu allir í morgun utan Pírata. 4. apríl 2016 10:49 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Þingflokkarnir funda: Sjálfstæðismenn funda án formannsins Þingflokkarnir funduðu allir í morgun utan Pírata. 4. apríl 2016 10:49
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48