„Megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. apríl 2016 18:21 Birgitta lét ekki segjast þó að barið væri í bjölluna ítrekað. vísir/valli „Af hverju ætti ég að virða þingsköp þegar forsætisráðherra þessa lands kemst upp með, með lygum og lýðskrumi, að ljúga beint framan í andlitið á þjóðinni aftur og aftur,“ sagði píratinn Birgitta Jónsdóttir undir háværum bjölluhljómi forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar. Eftir að óundirbúnum fyrirspurnatíma lauk voru önnur mál þingfundar tekin af dagskrá og hafði forseti í hyggju að slíta þingfundi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu hins vegar í góða stund undir liðnum fundarstjórn forseta þar sem þau úthúðu forsætisráðherra fyrir framgöngu sína og furðuðu sig á „æpandi þögn“ stjórnarþingmanna. „Úti á Austurvelli sér maður fólk og það er með skilti og hvað stendur á skiltunum? Það stendur á þeim að það vilji Sigmund Davíð Gunnlaugsson burt. En hann ætlar ekki að víkja,“ sagði Birgitta. „Því hefur minnihlutinn lagt fram vantraust á þennan ráðherra og alla hans ríkisstjórn og ég vona að sú tillaga verði flutt hér sem fyrst. Ég vil heyra í þingmönnum stjórnarliða. Ég vil heyra þá verja þennan mann sem ég mun aldrei aftur kalla hæstvirtan.“ Þingmaðurinn tók tvisvar til máls og í bæði skiptin fór hún fram yfir þann tíma sem henni er skammtaður samkvæmt þingsköpum. Í þeirri síðari fór hún ekki einu sinni örlítið yfir heldur talaði tæpum tveimur mínútum of lengi. Stærstan hluta ræðunnar reyndi hún að yfirgnæfa bjöllu forseta. „Hann sýndi enga iðrun hér í dag. Mikil má skömm Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vera fyrir framgöngu hans hér í dag og 11. mars þegar hann laug og labbaði úr viðtali. Síðan hefur hann ekki gert neitt annað en að gera lítið úr fjölmiðlum þeim sem hafa spurt hann einfaldra spurninga. Og neitað að mæta í viðtöl. Það er skammarlegt. Og megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól sem allra fyrst,“ sagði Birgitta. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, áréttaði, nokkuð höstuglega, að þingmenn myndu lúta reglum um ræðutíma. „Forseti ætlast til þess að háttvirtir þingmenn hefji sig ekki á þann stall að telja sig yfir þær reglur hafnar.“ Upptöku af síðari ræðu Birgittu má sjá hér að neðan en bjölluhljómurinn hefst þegar ræðan er hálfnuð. Panama-skjölin Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir Svíþjóð og Bretland vera skattaskjól "Mörg lönd hafa verið nefnd skattaskjól. Bretland, Panama, Kýpur. Svíþjóð skattaskjól Evrópu.“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. 4. apríl 2016 16:59 Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Þingflokkarnir funda: Sjálfstæðismenn funda án formannsins Þingflokkarnir funduðu allir í morgun utan Pírata. 4. apríl 2016 10:49 Hvað var Sigmundur Davíð núna að teikna? Sigmundur er góður með pennann. 4. apríl 2016 16:13 „Af hverju sagðirðu ekki bara hlutina eins og þeir eru og af hverju sagðirðu ekki satt?“ Forsætisráðherra strunsaði úr þinghúsinu strax að fyrirspurnatíma loknum. 4. apríl 2016 17:15 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Af hverju ætti ég að virða þingsköp þegar forsætisráðherra þessa lands kemst upp með, með lygum og lýðskrumi, að ljúga beint framan í andlitið á þjóðinni aftur og aftur,“ sagði píratinn Birgitta Jónsdóttir undir háværum bjölluhljómi forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar. Eftir að óundirbúnum fyrirspurnatíma lauk voru önnur mál þingfundar tekin af dagskrá og hafði forseti í hyggju að slíta þingfundi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu hins vegar í góða stund undir liðnum fundarstjórn forseta þar sem þau úthúðu forsætisráðherra fyrir framgöngu sína og furðuðu sig á „æpandi þögn“ stjórnarþingmanna. „Úti á Austurvelli sér maður fólk og það er með skilti og hvað stendur á skiltunum? Það stendur á þeim að það vilji Sigmund Davíð Gunnlaugsson burt. En hann ætlar ekki að víkja,“ sagði Birgitta. „Því hefur minnihlutinn lagt fram vantraust á þennan ráðherra og alla hans ríkisstjórn og ég vona að sú tillaga verði flutt hér sem fyrst. Ég vil heyra í þingmönnum stjórnarliða. Ég vil heyra þá verja þennan mann sem ég mun aldrei aftur kalla hæstvirtan.“ Þingmaðurinn tók tvisvar til máls og í bæði skiptin fór hún fram yfir þann tíma sem henni er skammtaður samkvæmt þingsköpum. Í þeirri síðari fór hún ekki einu sinni örlítið yfir heldur talaði tæpum tveimur mínútum of lengi. Stærstan hluta ræðunnar reyndi hún að yfirgnæfa bjöllu forseta. „Hann sýndi enga iðrun hér í dag. Mikil má skömm Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vera fyrir framgöngu hans hér í dag og 11. mars þegar hann laug og labbaði úr viðtali. Síðan hefur hann ekki gert neitt annað en að gera lítið úr fjölmiðlum þeim sem hafa spurt hann einfaldra spurninga. Og neitað að mæta í viðtöl. Það er skammarlegt. Og megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól sem allra fyrst,“ sagði Birgitta. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, áréttaði, nokkuð höstuglega, að þingmenn myndu lúta reglum um ræðutíma. „Forseti ætlast til þess að háttvirtir þingmenn hefji sig ekki á þann stall að telja sig yfir þær reglur hafnar.“ Upptöku af síðari ræðu Birgittu má sjá hér að neðan en bjölluhljómurinn hefst þegar ræðan er hálfnuð.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir Svíþjóð og Bretland vera skattaskjól "Mörg lönd hafa verið nefnd skattaskjól. Bretland, Panama, Kýpur. Svíþjóð skattaskjól Evrópu.“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. 4. apríl 2016 16:59 Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Þingflokkarnir funda: Sjálfstæðismenn funda án formannsins Þingflokkarnir funduðu allir í morgun utan Pírata. 4. apríl 2016 10:49 Hvað var Sigmundur Davíð núna að teikna? Sigmundur er góður með pennann. 4. apríl 2016 16:13 „Af hverju sagðirðu ekki bara hlutina eins og þeir eru og af hverju sagðirðu ekki satt?“ Forsætisráðherra strunsaði úr þinghúsinu strax að fyrirspurnatíma loknum. 4. apríl 2016 17:15 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Forsætisráðherra segir Svíþjóð og Bretland vera skattaskjól "Mörg lönd hafa verið nefnd skattaskjól. Bretland, Panama, Kýpur. Svíþjóð skattaskjól Evrópu.“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. 4. apríl 2016 16:59
Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13
Þingflokkarnir funda: Sjálfstæðismenn funda án formannsins Þingflokkarnir funduðu allir í morgun utan Pírata. 4. apríl 2016 10:49
„Af hverju sagðirðu ekki bara hlutina eins og þeir eru og af hverju sagðirðu ekki satt?“ Forsætisráðherra strunsaði úr þinghúsinu strax að fyrirspurnatíma loknum. 4. apríl 2016 17:15