Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2016 14:50 Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. Í henni segir að Heimdallur muni ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs enda sé alvarleiki málsins slíkur að honum er ekki sætt á stóli forsætisráðherra. „Ekki kemur annað til greina en Sigmundur Davíð segi af sér embætti. Hann hefur nú þegar stórskaðað íslenska hagsmuni. Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.“ Í yfirlýsingu Heimdallar er ekkert minnst á formann Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktsson, en hann átti einnig fjármuni í aflandsfélagi. Í umfjöllun Kastljóss í gær var greint frá því að félagið hafi ekki verið afskráð að fullu árið 2012. Í viðtali við mbl.is í dag segir Bjarni ekki kunna skýringar á því enda hafi hann ekki séð nein gögn um það. Þá er heldur ekkert minnst á Ólöfu Nordal, varaformann flokksins, eða Júlíus Vífil Ingvarsson, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en fram hefur komið að þau hafi bæði tengst aflandsfélögum. Þannig á Júlíus Vífill vörslusjóð sem skráður er á Panama en Júlíus hefur sagt að sjóðurinn hafi verið stofnaður sem eftirlaunasjóður. Í samtali við Vísi segir Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, að þessir þrír sjálfstæðismenn þurfi að skýra sín mál betur fyrir þjóðinni. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. Í henni segir að Heimdallur muni ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs enda sé alvarleiki málsins slíkur að honum er ekki sætt á stóli forsætisráðherra. „Ekki kemur annað til greina en Sigmundur Davíð segi af sér embætti. Hann hefur nú þegar stórskaðað íslenska hagsmuni. Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.“ Í yfirlýsingu Heimdallar er ekkert minnst á formann Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktsson, en hann átti einnig fjármuni í aflandsfélagi. Í umfjöllun Kastljóss í gær var greint frá því að félagið hafi ekki verið afskráð að fullu árið 2012. Í viðtali við mbl.is í dag segir Bjarni ekki kunna skýringar á því enda hafi hann ekki séð nein gögn um það. Þá er heldur ekkert minnst á Ólöfu Nordal, varaformann flokksins, eða Júlíus Vífil Ingvarsson, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en fram hefur komið að þau hafi bæði tengst aflandsfélögum. Þannig á Júlíus Vífill vörslusjóð sem skráður er á Panama en Júlíus hefur sagt að sjóðurinn hafi verið stofnaður sem eftirlaunasjóður. Í samtali við Vísi segir Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, að þessir þrír sjálfstæðismenn þurfi að skýra sín mál betur fyrir þjóðinni.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13
Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48