Bjarni tjáir sig ekki um stöðu Sigmundar: „Þungt hljóð í fólki“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. apríl 2016 14:28 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki getað tjáð sig um tilvonandi vantrausttillögu stjórnarandstöðuna. Vísir/Anton Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna sem upp er komin varðandi tengsl ráðherra við félög á aflandseyjum þunga. Hann tjáir sig ekki um það hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sé hæfur til setu í forsætisráðherrastól. Þetta kemur fram í samtali Bjarna við mbl.is. Formaðurinn og þingmenn flokks hans skynja þungt hljóð í fólki eftir umfjöllun um skattaskjól í Kastljósi í gærkvöldi. Hann fundaði með þingflokki Sjálfstæðismanna í gegnum fjarfundabúnað í morgun og aftur núna klukkan hálf tvö. Hann er staddur í Bandaríkjunum um þessar mundir, hugði á heimferð í dag en vegna seinkunar á tengiflugi missti hann af vélinni til landsins. Hann kemur til landsins á morgun. Sjálfstæðisflokkurinn leggur mat á stöðuna í dag og segir Bjarni mikilvægt að taka umræðuna við Framsókn, samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn. Enginn Sjálfstæðismaður hefur tekið afstöðu til vantrauststillögu sem von er á frá stjórnarandstöðunni. Fram kom í umfjöllun Kastljóss í gær að Bjarni tengist sjálfur félaginu Falson & co. sem skráð er á Seychelles-eyjum. Hann segir það hafa komið sér á óvart að félagið hafi ekki verið lagt niður fyrr en 2012 eins og kom fram í umfjöllun gærdagsins. Hann taldi það hafa veirð lagt niður 2008. Panama-skjölin Tengdar fréttir Þögn í herbúðum sjálfstæðismanna Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. 4. apríl 2016 13:13 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna sem upp er komin varðandi tengsl ráðherra við félög á aflandseyjum þunga. Hann tjáir sig ekki um það hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sé hæfur til setu í forsætisráðherrastól. Þetta kemur fram í samtali Bjarna við mbl.is. Formaðurinn og þingmenn flokks hans skynja þungt hljóð í fólki eftir umfjöllun um skattaskjól í Kastljósi í gærkvöldi. Hann fundaði með þingflokki Sjálfstæðismanna í gegnum fjarfundabúnað í morgun og aftur núna klukkan hálf tvö. Hann er staddur í Bandaríkjunum um þessar mundir, hugði á heimferð í dag en vegna seinkunar á tengiflugi missti hann af vélinni til landsins. Hann kemur til landsins á morgun. Sjálfstæðisflokkurinn leggur mat á stöðuna í dag og segir Bjarni mikilvægt að taka umræðuna við Framsókn, samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn. Enginn Sjálfstæðismaður hefur tekið afstöðu til vantrauststillögu sem von er á frá stjórnarandstöðunni. Fram kom í umfjöllun Kastljóss í gær að Bjarni tengist sjálfur félaginu Falson & co. sem skráð er á Seychelles-eyjum. Hann segir það hafa komið sér á óvart að félagið hafi ekki verið lagt niður fyrr en 2012 eins og kom fram í umfjöllun gærdagsins. Hann taldi það hafa veirð lagt niður 2008.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Þögn í herbúðum sjálfstæðismanna Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. 4. apríl 2016 13:13 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Þögn í herbúðum sjálfstæðismanna Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. 4. apríl 2016 13:13
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48