Lögregla mætti á heimili Sigmundar Davíðs vegna norskra blaðamanna Birgir Olgeirsson skrifar 3. apríl 2016 22:44 Ljósmynd sem blaðamenn Aftenposten tóku af Sigmundi Davíð forsætisráðherra og eiginkonu hans Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur við heimili þeirra í Garðabæ. Skjáskot af vef Aftenposten. Lögreglumenn mættu að heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra vegna blaðamanna norska dagblaðsins Aftenposten þegar þeir reyndu að ná tali af ráðherranum fyrir utan heimili hans í dag. Þetta kemur fram í umfjöllun Aftenposten um tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og eiginkonu hans við aflandsfélagið Wintris sem er að finna í Panama-skjölunum. Blaðamenn Aftenposten biðu fyrir utan heimili Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar í Garðabæ í dag. Þegar hjónin komu akandi að húsinu reyndu þeir að ná tali af þeim. Í fréttinni kemur fram að Anna Sigurlaug fór úr bílnum og sagði þau ekki vilja veita viðtal vegna málsins. Á meðan sat Sigmundur Davíð í bílnum og var í upptekinn í síma sínum. Nokkrum mínútum síðar gerðu Aftenposten aftur tilraun til að tala við hjónin þegar lögreglubíl var ekið á svæðið. Tveir lögregluþjónar gáfu sig á tal við blaðamenn Aftenposten og báðu þá um að framvísa skilríkjum og blaðamannapassa. Eftir stutt samtal fór lögreglan til Sigmundar Davíðs sem gekk þá inn í húsið. Lögreglan í Hafnarfirði sinnir útköllum í Garðabæ þar sem Sigmundur Davíð býr. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, hafði ekki heyrt af útkallinu þegar fréttastofa náði af honum tali í kvöld. Uppfært klukkan 23:10: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að Sigmundur Davíð hefði sjálfur kallað eftir aðstoð lögreglu. Það hefur ekki fengist staðfest. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01 Sigmundur Davíð einn af tólf þjóðarleiðtogum í Panama-skjölunum Fjölmargir aðrir með tengsl við skjölin sem og ráðherrar og þingmenn. 3. apríl 2016 21:33 Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Lögreglumenn mættu að heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra vegna blaðamanna norska dagblaðsins Aftenposten þegar þeir reyndu að ná tali af ráðherranum fyrir utan heimili hans í dag. Þetta kemur fram í umfjöllun Aftenposten um tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og eiginkonu hans við aflandsfélagið Wintris sem er að finna í Panama-skjölunum. Blaðamenn Aftenposten biðu fyrir utan heimili Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar í Garðabæ í dag. Þegar hjónin komu akandi að húsinu reyndu þeir að ná tali af þeim. Í fréttinni kemur fram að Anna Sigurlaug fór úr bílnum og sagði þau ekki vilja veita viðtal vegna málsins. Á meðan sat Sigmundur Davíð í bílnum og var í upptekinn í síma sínum. Nokkrum mínútum síðar gerðu Aftenposten aftur tilraun til að tala við hjónin þegar lögreglubíl var ekið á svæðið. Tveir lögregluþjónar gáfu sig á tal við blaðamenn Aftenposten og báðu þá um að framvísa skilríkjum og blaðamannapassa. Eftir stutt samtal fór lögreglan til Sigmundar Davíðs sem gekk þá inn í húsið. Lögreglan í Hafnarfirði sinnir útköllum í Garðabæ þar sem Sigmundur Davíð býr. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, hafði ekki heyrt af útkallinu þegar fréttastofa náði af honum tali í kvöld. Uppfært klukkan 23:10: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að Sigmundur Davíð hefði sjálfur kallað eftir aðstoð lögreglu. Það hefur ekki fengist staðfest.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01 Sigmundur Davíð einn af tólf þjóðarleiðtogum í Panama-skjölunum Fjölmargir aðrir með tengsl við skjölin sem og ráðherrar og þingmenn. 3. apríl 2016 21:33 Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22
Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01
Sigmundur Davíð einn af tólf þjóðarleiðtogum í Panama-skjölunum Fjölmargir aðrir með tengsl við skjölin sem og ráðherrar og þingmenn. 3. apríl 2016 21:33
Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04