Erlent

Enn finnst mögulegt brak úr MH370

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Brak sem fannst á eyjunni Máritíus er nú til rannsóknar. Talið er mögulegt að brakið komi úr týndu malasísku flugvélinni MH370. Hóteleigandi sem fann brakið segist telja að það komi innan úr vélinni. Sé það rétt er það í fyrsta sinn sem brak innan úr vélinni finnst. 

MH370 hvarf í mars 2014 á leið frá Kuala Lumpur til Peking með 239 farþega. Í síðasta mánuði fannst brak í Mósambík sem líklega er af flugvélinni. Þá fannst hluti af væng flugvélarinnar á Reunion eyju í fyrra.

Sjá einnig: Hvarf MH370 enn ráðgáta

Umfangsmikil leit hefur engan árangur borið og er búið að leita á um 95 þúsund ferkílómetrum af 120 þúsund ferkílómetra leitarsvæði. Gert er ráð fyrir því að samkvæmt áætlunum á að hætta leitinni í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×