BBC heimsótti Ísland og gerði dramatískt innslag um íslenska kraftaverkið | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2016 20:00 Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/BBC Football Focus Það eru bara rúmir tveir mánuðir í fyrsta leik íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi en árangur íslenska fótboltalandsliðsins hefur vakið heimsathygli. BBC er einn af þeim fjölmiðlum sem hafa fjallað ítarlega um íslenska fótboltakraftaverkið en breska ríkissjónvarpið sendi tökulið til Íslands til að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð fór af því að vinna sér sæti meðal bestu knattspyrnulandsliða Evrópu. Í innslaginu er meðal annars rætt við Geir Þorsteinsson, formanna KSÍ, Keflvíkinginn Jóhann Birni Guðmundsson, Hermann Hreiðarsson, þjálfara Fylkis, Þorvald Örlygsson, þjálfara Keflavíkur, Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfara og Gylfa Þór Sigurðsson, landsliðsmann. Ísland er fámennasta þjóðin til að taka þátt í Evrópumótinu í fótbolta og innslagið fjallar meðal annars um það hvernig íslenskir knattspyrnumenn hafi bæði haft betur í baráttunni við ísinn og kuldann sem og í að ná að koma með svona sterkt landsliðs frá svona lítilli þjóð norður í Atlantshafi. Eins og hefur komið fram áður hafa menn þakkað knattspyrnuhöllunum fyrir uppkomu íslenskra fótboltamanna á síðustu árum og þær fá sitt hrós í innslaginu. Mikilvægi þeirra fer ekki framhjá neinum þegar Jóhann Birnir Guðmundsson og umsjónarmaðurinn Hayley Barber fá sér göngutúr á frosnum Keflavíkurvellinum. Innslagið um Ísland var sýnt í þættinum Football Focus en þar var einnig fjallað um Johan Cruyff og fleira sem er í gangi í fótboltaheiminum. Umfjöllunin um Íslands hefst eftir rúmar fjórtán mínútur en það má alveg segja að hún sé svolítið dramatísk allavega til að byrja með. Það er hægt að sjá þáttinn hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
Það eru bara rúmir tveir mánuðir í fyrsta leik íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi en árangur íslenska fótboltalandsliðsins hefur vakið heimsathygli. BBC er einn af þeim fjölmiðlum sem hafa fjallað ítarlega um íslenska fótboltakraftaverkið en breska ríkissjónvarpið sendi tökulið til Íslands til að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð fór af því að vinna sér sæti meðal bestu knattspyrnulandsliða Evrópu. Í innslaginu er meðal annars rætt við Geir Þorsteinsson, formanna KSÍ, Keflvíkinginn Jóhann Birni Guðmundsson, Hermann Hreiðarsson, þjálfara Fylkis, Þorvald Örlygsson, þjálfara Keflavíkur, Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfara og Gylfa Þór Sigurðsson, landsliðsmann. Ísland er fámennasta þjóðin til að taka þátt í Evrópumótinu í fótbolta og innslagið fjallar meðal annars um það hvernig íslenskir knattspyrnumenn hafi bæði haft betur í baráttunni við ísinn og kuldann sem og í að ná að koma með svona sterkt landsliðs frá svona lítilli þjóð norður í Atlantshafi. Eins og hefur komið fram áður hafa menn þakkað knattspyrnuhöllunum fyrir uppkomu íslenskra fótboltamanna á síðustu árum og þær fá sitt hrós í innslaginu. Mikilvægi þeirra fer ekki framhjá neinum þegar Jóhann Birnir Guðmundsson og umsjónarmaðurinn Hayley Barber fá sér göngutúr á frosnum Keflavíkurvellinum. Innslagið um Ísland var sýnt í þættinum Football Focus en þar var einnig fjallað um Johan Cruyff og fleira sem er í gangi í fótboltaheiminum. Umfjöllunin um Íslands hefst eftir rúmar fjórtán mínútur en það má alveg segja að hún sé svolítið dramatísk allavega til að byrja með. Það er hægt að sjá þáttinn hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira