Eiður Smári með mark og stoðsendingu í sigri á strákunum hans Rúnars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2016 18:52 Eiður Smári Guðjohnsen. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen hafði greinilega gott af því að fá frí frá landsliðinu því hann átti flottan leik í kvöld þegar lið hans Molde vann 4-2 sigur á Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eiður Smári lagði upp fyrsta markið, átti þátt í öðru markinu og skoraði síðan fjórða markið úr víti þar sem hann átti einnig þátt í undirbúningnum. Þetta er fyrsta markið sem Eiður Smári skorar í norsku úrvalsdeildinni og einnig fyrsta stoðsendingin sem hann hefur. Eiður Smári spilaði allan leikinn. Molde hefur sjö stig eftir þrjá leiki og sigurinn í kvöld kemur liðinu á toppinn. Molde var í fjórða sæti fyrir umferðina og liðin fyrir ofan eiga öll leiki inni og gætu þar með komist aftur upp fyrir Molde-liðið. Lærisveinar Rúnar Kristinssonar í Lilleström hafa enn ekki unnið leik og eru með 2 stig í neðri hluta deildarinnar. Árni Vilhjálmsson spilaði líka síðustu fimmtán mínúturnar fyrir Lilleström. Eiður Smári lagði upp fyrsta markið fyrir Mattias Moström á 5. mínútu leiksins og hann kom líka að undirbúningnum þegar Sander Svendsen kom Molde í 2-1 á 31. mínútu. Harmeet Singh kom Molde síðan í 3-1 á lokamínútu fyrri hálfleiksins en Erling Knudtzon minnkaði muninn á 56. mínútu. Eiður Smári spilaði Fredrik Gulbrandsen í gegn á 65. mínútu og hann fiskaði vítaspyrnu sem Eiður Smári skoraði af öryggi úr. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen hafði greinilega gott af því að fá frí frá landsliðinu því hann átti flottan leik í kvöld þegar lið hans Molde vann 4-2 sigur á Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eiður Smári lagði upp fyrsta markið, átti þátt í öðru markinu og skoraði síðan fjórða markið úr víti þar sem hann átti einnig þátt í undirbúningnum. Þetta er fyrsta markið sem Eiður Smári skorar í norsku úrvalsdeildinni og einnig fyrsta stoðsendingin sem hann hefur. Eiður Smári spilaði allan leikinn. Molde hefur sjö stig eftir þrjá leiki og sigurinn í kvöld kemur liðinu á toppinn. Molde var í fjórða sæti fyrir umferðina og liðin fyrir ofan eiga öll leiki inni og gætu þar með komist aftur upp fyrir Molde-liðið. Lærisveinar Rúnar Kristinssonar í Lilleström hafa enn ekki unnið leik og eru með 2 stig í neðri hluta deildarinnar. Árni Vilhjálmsson spilaði líka síðustu fimmtán mínúturnar fyrir Lilleström. Eiður Smári lagði upp fyrsta markið fyrir Mattias Moström á 5. mínútu leiksins og hann kom líka að undirbúningnum þegar Sander Svendsen kom Molde í 2-1 á 31. mínútu. Harmeet Singh kom Molde síðan í 3-1 á lokamínútu fyrri hálfleiksins en Erling Knudtzon minnkaði muninn á 56. mínútu. Eiður Smári spilaði Fredrik Gulbrandsen í gegn á 65. mínútu og hann fiskaði vítaspyrnu sem Eiður Smári skoraði af öryggi úr.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira