Brynjar og Elsa Guðrún Íslandsmeistarar í göngu með frjálsri aðferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2016 18:32 Brynjar Leó Kristinsson úr SKA Mynd/Skíðasambandið Brynjar Leó Kristinsson úr SKA og Elsa Guðrún Jónsdóttir úr SÓ eru nýir Íslandsmeistarar í í göngu með frjálsri aðferð en þau voru fyrst á Skíðamóti Íslands í Bláfjöllum í dag. Það reyndi mikið á keppendurna í göngunni því veður var frekar erfitt á köflum en mikill vindur var framan af degi. Sem betur fer lægði aðeins þegar mótið hófst. Keppni var spennandi og skiptist keppendur á að vera í forystu. Í kvennaflokki voru gengnir 7,5 kílómetrar sem samanstóð af 5 kílómetra hring og 2,5 kílómetra hring en í karlaflokki voru gengnir þrír fimm kílómetra hringir. Í kvennaflokki vann Elsa Guðrún Jónsdóttir nokkuð sannfærandi en í karlaflokki var meiri spenna. Albert Jónsson leiddi eftir fyrsta en eftir tvo hringi voru Albert og Brynjar alveg jafnir. Á síðasta hringnum sýndi Brynjar Leó styrk sinn og vann að lokum með góðum mun.Ganga með frjálsri aðferð - Konur 7,5 kílómetrar 1. Elsa Guðrún Jónsdóttir SÓ 2. Sólveig María Aspelund SFÍ 3. Auður Ebenesersdóttir UllurGanga með frjálsri aðferð - Karlar 15 kílómetrar 1. Brynjar Leó Kristinsson SKA 2. Albert Jónsson SFÍ 3. Vadim Gusev SKA Á morgun fer fram ganga með hefðbundinni aðferð og verður hún keyrð samhliða Bláfjallagöngunni og hefst gangan kl. 13:00. Engin keppni fór fram í alpagreinum í dag en stefnt er á að keyra stórsvig og svig í Skálafelli á morgun.Frá keppninni í dag.Mynd/Skíðasambandið Íþróttir Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja sjá þessa stjóra í brúnna hjá United Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Sjá meira
Brynjar Leó Kristinsson úr SKA og Elsa Guðrún Jónsdóttir úr SÓ eru nýir Íslandsmeistarar í í göngu með frjálsri aðferð en þau voru fyrst á Skíðamóti Íslands í Bláfjöllum í dag. Það reyndi mikið á keppendurna í göngunni því veður var frekar erfitt á köflum en mikill vindur var framan af degi. Sem betur fer lægði aðeins þegar mótið hófst. Keppni var spennandi og skiptist keppendur á að vera í forystu. Í kvennaflokki voru gengnir 7,5 kílómetrar sem samanstóð af 5 kílómetra hring og 2,5 kílómetra hring en í karlaflokki voru gengnir þrír fimm kílómetra hringir. Í kvennaflokki vann Elsa Guðrún Jónsdóttir nokkuð sannfærandi en í karlaflokki var meiri spenna. Albert Jónsson leiddi eftir fyrsta en eftir tvo hringi voru Albert og Brynjar alveg jafnir. Á síðasta hringnum sýndi Brynjar Leó styrk sinn og vann að lokum með góðum mun.Ganga með frjálsri aðferð - Konur 7,5 kílómetrar 1. Elsa Guðrún Jónsdóttir SÓ 2. Sólveig María Aspelund SFÍ 3. Auður Ebenesersdóttir UllurGanga með frjálsri aðferð - Karlar 15 kílómetrar 1. Brynjar Leó Kristinsson SKA 2. Albert Jónsson SFÍ 3. Vadim Gusev SKA Á morgun fer fram ganga með hefðbundinni aðferð og verður hún keyrð samhliða Bláfjallagöngunni og hefst gangan kl. 13:00. Engin keppni fór fram í alpagreinum í dag en stefnt er á að keyra stórsvig og svig í Skálafelli á morgun.Frá keppninni í dag.Mynd/Skíðasambandið
Íþróttir Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja sjá þessa stjóra í brúnna hjá United Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Sjá meira