Ráðagóða amman kíkti á Tinder Elín Albertsdóttir skrifar 2. apríl 2016 11:00 Sigríður Eyþórsdóttir hefur slegið í gegn í sjónvarpsauglýsingum frá Saga Film þar sem hún leikur ráðagóða ömmu. MYND/PJETUR Auglýsingar frá Saga Film sem sýndar hafa verið í sjónvarpi þar sem leikararnir Sigríður Eyþórsdóttir og Arnmundur Ernst Backman fara á kostum í spjalli hafa vakið mikla athygli. Sigríður segist hafa haft ótrúlega gaman að því að vinna við upptökurnar og ekki síður er hún ánægð með viðbrögðin. Sigríður á langan feril að baki í leiklist. Hún stýrir eigin leikklúbbi, Perlunni, sem hefur verið starfandi í meira en þrjá áratugi og hefur nóg að gera. Henni fannst spennandi að taka þátt í gerð auglýsinganna fyrir Saga-Film. „Ég var að vinna að auglýsingum með leikhópnum Perlunni þegar ég var beðin að taka þetta hlutverk að mér. Þetta var skemmtileg vinna í góðum hópi fólks. Við skemmtum okkur öll konunglega meðan á tökum stóð. Ég átti nú samt ekki von á þessum ótrúlegu miklu viðbrögðum. Ég er oft spurð af ókunnugum hvort ég sé ekki konan í sjónvarpinu,“ segir Sigríður og hlær. „Mér finnst það soldið fyndið.“ Sigríður bætir við að það hafi líka verið frábært að leika á móti Arnmundi Ernst Backman. Hann er sonur leikaranna Eddu Heiðrúnar Backman og Björns Inga Hilmarssonar.Stýrði barnatíma Sigríður var lengi með barnatíma í útvarpinu og margir muna eftir henni frá þeim tíma. Þess utan var hún með hina ýmsu útvarpsþætti. Hún segir að þrátt fyrir tölvuöld hafi börn enn sama áhuga og áður á barnaefni og lestri góðra bóka. Það finni hún hjá barnabörnum sínum. „Ég passa stundum dótturdóttur mína og ég les sömu bækur fyrir hana og ég las fyrir börnin mín. Ég finn engan mun á áhuga hennar og þeirra. Það sama má segja um leiki,“ segir Sigríður. „Það þyrfti kannski að leika meira við börnin, þeim finnst það svo skemmtilegt. Nú eru börn svo mikið í burtu frá foreldrum.“ Sigríður á tvö þjóðþekkt börn, Eyþór Arnalds, tónlistarmann og pólitíkus, og Bergljótu Arnalds, leikkonu og rithöfund. „Ég byrjaði í leiklist áður en ég vissi hvað það var. Sem krakki lék ég mér með tölurnar hennar mömmu og bjó til heilan leikhúsheim úr þeim,“ segir Sigríður sem fór í leiklistarskóla og síðar í Kennaraháskólann. Sigríður var lengi sérkennari í Hagaskóla. „Eitt hlutverkið mitt í lífinu var að kenna fötluðum. Ég hef haft mörg hlutverk og lært mikið af þeim öllum.“Skoðaði Tinder„Ég hef ekki mikið verið í auglýsingum í gegnum tíðina. Var þó einu sinni í súpuauglýsingu frá Vilko,“ segir Sigríður. Þegar hún er spurð hvort henni hafi þótt flókið að læra unglingaslangrið sem um er fjallað segist hún hafa flett orðunum upp. „Ég vissi að Tinder væri stefnumótasíða enda reyni ég að fylgjast með samfélagsmiðlum. Mér fannst þó betra að vera alveg viss svo ég tékkaði á henni. Ég hafði hins vegar aldrei heyrt orðið „fuccboi“ svo ég spurðist fyrir. Þetta eru víst svona Justin Bieber týpur,“ segir Sigríður og hlær. „Maður verður að fara djúpt í hlutverkið,“ bætir hún við kímin. „Mér finnst auglýsingarnar góðar að því leyti að þær sýna að amma er alltaf ráðagóð. Nú er farið að sýna auglýsingar aftur og mér dauðbregður í hvert sinn sem nærmynd af mér birtist í tækinu,“ segir hún. „Ég hélt að sýningartímanum væri lokið.“Úr auglýsingunni frá Saga Film. Sigríður og Arnmundur í hlutverkum sínum. Saga Film er að þróa seríu þar sem þau tvö koma mögulega við sögu en þó ekki í þessum hlutverkum.Virk á netinu Sigríður er 75 ára en hvergi sest í helgan stein. Hún er nokkuð virk á netinu og er með Facebook-síðu. „Ég myndi sakna netsins ef ég hefði það ekki. Ég segi stundum að bækur opni fyrir manni heiminn en netið gerir það sannarlega líka. Ég er því ekkert hrædd við að börn séu á netinu svo framarlega sem einhver stjórn er á því. Mamma mín tók stundum af mér bækur ef ég lá of lengi fram eftir við lestur.“ Sigríður segir að það sé mikil listhneigð í sínum börnum. „Eyþór var snemma forvitinn krakki og fljótur að tileinka sér hluti. Hann byrjaði að leika í Þjóðleikhúsinu ellefu ára. Var í aðalhlutverki í Karlinum á þakinu. Seinna lék hann í leikritinu Hvar er hamarinn og síðan í nokkrum kvikmyndum. Svo tók tónlistin við hjá honum og stjórnmálin,“ segir Sigríður. „Bergljót hefur gefið út barnabækur og er að gefa út disk núna með eigin tónlist. Listin virðist því ganga í ættir.“Sigríður er ekkert að setjast í helgan stein. Hún hefur nóg að gera í leiklistinni og í sumar verður hún kirkjuvörður í Strandakirkju.Vísir/PJETURKirkjuvörður í StrandakirkjuSigríður ólst upp í Selvogi í næsta húsi við Strandarkirkju. „Ég dvel þar alltaf á sumrin og er kirkjuvörður. Ég hlakka til allt árið að fara í Selvog,“ segir Sigríður sem sýnir ferðamönnum kirkjuna þegar þeir banka upp á. „Það er svo fallegt á þessum stað og gott að vera þarna. Á veturna heldur hún utan um leikhópinn Perluna sem hefur aðsetur í Borgarleikhúsinu og samanstendur af átta til tíu manns. „Núna erum við að æfa Spunakerlingarnar þrjár. Ég skrifaði handritið upp úr þjóðsögum á kjarnyrtri íslensku. Við vonumst til að geta frumsýnt í haust. Ég hef því marga þræði í höndunum og nóg að gera sem betur fer,“ segir Sigríður. „Ég er líka með í leikhóp sem heitir 50+ sem mér finnst gefandi og skemmtilegt. Maður kemur alltaf ríkari heim af fundi með þeim.“ En ert þú sama týpan og konan í sjónvarpinu, létt og kát? „Ég er frekar kát að eðlisfari. Húmorinn hefur oft hjálpað mér í lífinu. Maður verður að sjá þetta spaugsama í tilverunni,“ segir Sigríður Eyþórsdóttir. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Sjá meira
Auglýsingar frá Saga Film sem sýndar hafa verið í sjónvarpi þar sem leikararnir Sigríður Eyþórsdóttir og Arnmundur Ernst Backman fara á kostum í spjalli hafa vakið mikla athygli. Sigríður segist hafa haft ótrúlega gaman að því að vinna við upptökurnar og ekki síður er hún ánægð með viðbrögðin. Sigríður á langan feril að baki í leiklist. Hún stýrir eigin leikklúbbi, Perlunni, sem hefur verið starfandi í meira en þrjá áratugi og hefur nóg að gera. Henni fannst spennandi að taka þátt í gerð auglýsinganna fyrir Saga-Film. „Ég var að vinna að auglýsingum með leikhópnum Perlunni þegar ég var beðin að taka þetta hlutverk að mér. Þetta var skemmtileg vinna í góðum hópi fólks. Við skemmtum okkur öll konunglega meðan á tökum stóð. Ég átti nú samt ekki von á þessum ótrúlegu miklu viðbrögðum. Ég er oft spurð af ókunnugum hvort ég sé ekki konan í sjónvarpinu,“ segir Sigríður og hlær. „Mér finnst það soldið fyndið.“ Sigríður bætir við að það hafi líka verið frábært að leika á móti Arnmundi Ernst Backman. Hann er sonur leikaranna Eddu Heiðrúnar Backman og Björns Inga Hilmarssonar.Stýrði barnatíma Sigríður var lengi með barnatíma í útvarpinu og margir muna eftir henni frá þeim tíma. Þess utan var hún með hina ýmsu útvarpsþætti. Hún segir að þrátt fyrir tölvuöld hafi börn enn sama áhuga og áður á barnaefni og lestri góðra bóka. Það finni hún hjá barnabörnum sínum. „Ég passa stundum dótturdóttur mína og ég les sömu bækur fyrir hana og ég las fyrir börnin mín. Ég finn engan mun á áhuga hennar og þeirra. Það sama má segja um leiki,“ segir Sigríður. „Það þyrfti kannski að leika meira við börnin, þeim finnst það svo skemmtilegt. Nú eru börn svo mikið í burtu frá foreldrum.“ Sigríður á tvö þjóðþekkt börn, Eyþór Arnalds, tónlistarmann og pólitíkus, og Bergljótu Arnalds, leikkonu og rithöfund. „Ég byrjaði í leiklist áður en ég vissi hvað það var. Sem krakki lék ég mér með tölurnar hennar mömmu og bjó til heilan leikhúsheim úr þeim,“ segir Sigríður sem fór í leiklistarskóla og síðar í Kennaraháskólann. Sigríður var lengi sérkennari í Hagaskóla. „Eitt hlutverkið mitt í lífinu var að kenna fötluðum. Ég hef haft mörg hlutverk og lært mikið af þeim öllum.“Skoðaði Tinder„Ég hef ekki mikið verið í auglýsingum í gegnum tíðina. Var þó einu sinni í súpuauglýsingu frá Vilko,“ segir Sigríður. Þegar hún er spurð hvort henni hafi þótt flókið að læra unglingaslangrið sem um er fjallað segist hún hafa flett orðunum upp. „Ég vissi að Tinder væri stefnumótasíða enda reyni ég að fylgjast með samfélagsmiðlum. Mér fannst þó betra að vera alveg viss svo ég tékkaði á henni. Ég hafði hins vegar aldrei heyrt orðið „fuccboi“ svo ég spurðist fyrir. Þetta eru víst svona Justin Bieber týpur,“ segir Sigríður og hlær. „Maður verður að fara djúpt í hlutverkið,“ bætir hún við kímin. „Mér finnst auglýsingarnar góðar að því leyti að þær sýna að amma er alltaf ráðagóð. Nú er farið að sýna auglýsingar aftur og mér dauðbregður í hvert sinn sem nærmynd af mér birtist í tækinu,“ segir hún. „Ég hélt að sýningartímanum væri lokið.“Úr auglýsingunni frá Saga Film. Sigríður og Arnmundur í hlutverkum sínum. Saga Film er að þróa seríu þar sem þau tvö koma mögulega við sögu en þó ekki í þessum hlutverkum.Virk á netinu Sigríður er 75 ára en hvergi sest í helgan stein. Hún er nokkuð virk á netinu og er með Facebook-síðu. „Ég myndi sakna netsins ef ég hefði það ekki. Ég segi stundum að bækur opni fyrir manni heiminn en netið gerir það sannarlega líka. Ég er því ekkert hrædd við að börn séu á netinu svo framarlega sem einhver stjórn er á því. Mamma mín tók stundum af mér bækur ef ég lá of lengi fram eftir við lestur.“ Sigríður segir að það sé mikil listhneigð í sínum börnum. „Eyþór var snemma forvitinn krakki og fljótur að tileinka sér hluti. Hann byrjaði að leika í Þjóðleikhúsinu ellefu ára. Var í aðalhlutverki í Karlinum á þakinu. Seinna lék hann í leikritinu Hvar er hamarinn og síðan í nokkrum kvikmyndum. Svo tók tónlistin við hjá honum og stjórnmálin,“ segir Sigríður. „Bergljót hefur gefið út barnabækur og er að gefa út disk núna með eigin tónlist. Listin virðist því ganga í ættir.“Sigríður er ekkert að setjast í helgan stein. Hún hefur nóg að gera í leiklistinni og í sumar verður hún kirkjuvörður í Strandakirkju.Vísir/PJETURKirkjuvörður í StrandakirkjuSigríður ólst upp í Selvogi í næsta húsi við Strandarkirkju. „Ég dvel þar alltaf á sumrin og er kirkjuvörður. Ég hlakka til allt árið að fara í Selvog,“ segir Sigríður sem sýnir ferðamönnum kirkjuna þegar þeir banka upp á. „Það er svo fallegt á þessum stað og gott að vera þarna. Á veturna heldur hún utan um leikhópinn Perluna sem hefur aðsetur í Borgarleikhúsinu og samanstendur af átta til tíu manns. „Núna erum við að æfa Spunakerlingarnar þrjár. Ég skrifaði handritið upp úr þjóðsögum á kjarnyrtri íslensku. Við vonumst til að geta frumsýnt í haust. Ég hef því marga þræði í höndunum og nóg að gera sem betur fer,“ segir Sigríður. „Ég er líka með í leikhóp sem heitir 50+ sem mér finnst gefandi og skemmtilegt. Maður kemur alltaf ríkari heim af fundi með þeim.“ En ert þú sama týpan og konan í sjónvarpinu, létt og kát? „Ég er frekar kát að eðlisfari. Húmorinn hefur oft hjálpað mér í lífinu. Maður verður að sjá þetta spaugsama í tilverunni,“ segir Sigríður Eyþórsdóttir.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Sjá meira