Glamour

Hedi Slimane kveður Saint Laurent

Ritstjórn skrifar
Hedi Slimane
Hedi Slimane glamour/getty
Fatahönnuðurinn Hedi Slimane er hættur hjá franska tískuhúsinu Saint Laurent eftir fjögur farsæl ár. 

Þetta staðfesti tískuhúsið í yfirlýsingu í morgun en orðrómur um þetta hefur verið hávær síðustu mánuði. Slimane er þakkað fyrir vel unnin störf en undir hans stjórn hefur tískuhúsið nað að nútímavæðast sem hefur lagst vel í viðskiptavini. 

Ekki er vitað hvað Slimane hyggst gera en staða yfirhönnuðar hjá samkeppnisaðilanum Dior er á lausu og margir sem vilja sjá hann taka til hendinni þar á bæ eftir mikið gagnrýnda sýningu tískuhússins fornfræga í París á dögunum. 

Sá sem er hinsvegar orðaður við að taka við keflinu hjá Saint Laurent er hönnuðurinn Anthony Vaccarello. 

Síðasta sýning Slimane fyrir Saint Laurent í París í síðasta mánuði.Glamour/Getty
Síðasta sýning Hedi Slimane vakti mikla athygli og fékk blandaða dóma en hún þótti einkar fersk. Nú kemur í ljós að sýningin og herferðin með Cöru Delevingne sem fór í loftið fyrir helgi er svanasöngur Slimane hjá Saint Laurent. 


Tengdar fréttir






×