Ömurlegt aprílgabb: Messi til Real Madrid á 500 milljónir evra Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. apríl 2016 08:15 Lionel Messi verður áfram hjá Barca. Engar áhyggjur. vísir/getty Sprellidagur ársins er runninn upp, fyrsti dagur apríl mánaðar. Í dag verður reynt að gabba hálfa heimsbyggðina með allskonar sprelli og eru íþróttirnar engin undantekning. Hinn risastóri knattspyrnuvefur Goal.com, sem milljónir heimsækja á hverjum degi, ákváð t.a.m. að bjóða upp á eitt ömurlegasta aprílgabb sögunnar. Í frétt miðilsins, sem birtist rétt eftir miðnætti, segir að Real Madrid sé búið að ganga frá kaupum á Lionel Messi. Real Madrid borgar Barcelona riftunarverð Messi sem eru 250 milljónir evra og annað eins í umboðslaun og bónusa. Heildarupphæðin er 500 milljónir evra eða 70 milljarðar íslenskra króna. „Barclona gat ekki borgað mér það sem ég vildi út af „Financial Fair Play“. Ég mældi með að félagið myndi fjármagna samninginn minn með því að selja Nývang en félagið vildi frekar selja mig. Þegar ég frétti það var ég niðurbrotinn og þar með var sambandinu lokið,“ er haft eftir Messi. „Maður eins og ég á að eiga 2000 metra snekkju sem er alltaf í gangi með fullt af starfsfólki eins og Roman Abramovich. Kostnaðurinn við að halda svoleiðis snekkju gangandi er svo mikill að ég verð að fá 50 milljónir evra eftir skatt í laun á ári. Er það til of mikils ætlast,“ segir Messi. Eða þannig. Farið er svo í enn meira sprell þar sem kemur fram að Gerard Pique hafi alltaf unnið Messi í tölvuleiknum FIFA sem honum fannst ekkert sniðugt. Búið er að fótósjoppa mynd af Messi í treyju Real Madrid fyrir gabbið sem má sjá í heild sinni hér. Aprílgabb Spænski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Sprellidagur ársins er runninn upp, fyrsti dagur apríl mánaðar. Í dag verður reynt að gabba hálfa heimsbyggðina með allskonar sprelli og eru íþróttirnar engin undantekning. Hinn risastóri knattspyrnuvefur Goal.com, sem milljónir heimsækja á hverjum degi, ákváð t.a.m. að bjóða upp á eitt ömurlegasta aprílgabb sögunnar. Í frétt miðilsins, sem birtist rétt eftir miðnætti, segir að Real Madrid sé búið að ganga frá kaupum á Lionel Messi. Real Madrid borgar Barcelona riftunarverð Messi sem eru 250 milljónir evra og annað eins í umboðslaun og bónusa. Heildarupphæðin er 500 milljónir evra eða 70 milljarðar íslenskra króna. „Barclona gat ekki borgað mér það sem ég vildi út af „Financial Fair Play“. Ég mældi með að félagið myndi fjármagna samninginn minn með því að selja Nývang en félagið vildi frekar selja mig. Þegar ég frétti það var ég niðurbrotinn og þar með var sambandinu lokið,“ er haft eftir Messi. „Maður eins og ég á að eiga 2000 metra snekkju sem er alltaf í gangi með fullt af starfsfólki eins og Roman Abramovich. Kostnaðurinn við að halda svoleiðis snekkju gangandi er svo mikill að ég verð að fá 50 milljónir evra eftir skatt í laun á ári. Er það til of mikils ætlast,“ segir Messi. Eða þannig. Farið er svo í enn meira sprell þar sem kemur fram að Gerard Pique hafi alltaf unnið Messi í tölvuleiknum FIFA sem honum fannst ekkert sniðugt. Búið er að fótósjoppa mynd af Messi í treyju Real Madrid fyrir gabbið sem má sjá í heild sinni hér.
Aprílgabb Spænski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira