Ívar: Stórkostlegt að vera með alla þessa uppöldu stráka Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. apríl 2016 15:00 Þjálfararnir eru klárir í slaginn. „Ég býst við mjög góðu einvígi á milli tveggja góðra liða sem eru að fara að slást,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, en hans menn mæta KR í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. „Bæði lið spila áþekkan körfubolta. Vilja stjórna svolítið hraðanum og spila kerfi í sókninni. Þetta er agaður körfubolti hjá báðum liðum og ég held að þetta geti orðið mjög spennandi viðureignir.“ Það er orðið ansi langt síðan Haukar spiluðu til úrslita um titilinn og því flott stemning í Hafnarfirði. „Það eru orðin 23 ár síðan og því mikil spenna. Við höfum fengið fullt af áhorfendum og eigum gott stuðningsfólk. Ég hef ekki trú á öðru en að það fólk fjölmenni á þessa leiki. Það er jákvætt vandamál í Haukum að fjögur lið eru að spila til úrslita á sama tíma í handbolta og körfubolta. Það hefur áhrif enda tveir leikir í gangi á sama tíma í kvöld,“ segir Ívar en karlalið Hauka í handbolta spilar oddaleik í kvöld á meðan Ívar og félagar verða í DHL-höllinni. „Við ætluðum okkur alltaf í úrslitin núna í ár. Við erum með ungt lið og höfum verið að byggja upp. Finnur Atli er sá eini sem er ekki alinn upp hjá Haukum. Það er stórkostlegt að þetta séu annars allt uppaldir strákar og sýnir hvað metnaðurinn hefur verið mikill. Við höfum unnið vel í okkar innviðum en þetta er rétt að byrja.“ Ívar segir að það sé ekkert mál að sofa þó svo það sé mikið stress fram undan. „Maður er orðinn svo gamall að maður vaknar hvort eð er svo snemma til þess að pissa þannig að þetta er allt í lagi,“ segir Ívar léttur. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30 "Safinn undir sætinu, Haukarnir á krúsinu“ Haukar mæta með kassann úti í úrslitaeinvígið í körfuboltanum gegn KR og í dag kom út nýtt stuðningsmannalag fyrir Haukana. Páll Rósinkrans er þekktur fyrir sín Haukalög en í körfuboltanum er að sjálfsögðu rappað. 19. apríl 2016 14:00 „Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00 53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. 19. apríl 2016 14:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
„Ég býst við mjög góðu einvígi á milli tveggja góðra liða sem eru að fara að slást,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, en hans menn mæta KR í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. „Bæði lið spila áþekkan körfubolta. Vilja stjórna svolítið hraðanum og spila kerfi í sókninni. Þetta er agaður körfubolti hjá báðum liðum og ég held að þetta geti orðið mjög spennandi viðureignir.“ Það er orðið ansi langt síðan Haukar spiluðu til úrslita um titilinn og því flott stemning í Hafnarfirði. „Það eru orðin 23 ár síðan og því mikil spenna. Við höfum fengið fullt af áhorfendum og eigum gott stuðningsfólk. Ég hef ekki trú á öðru en að það fólk fjölmenni á þessa leiki. Það er jákvætt vandamál í Haukum að fjögur lið eru að spila til úrslita á sama tíma í handbolta og körfubolta. Það hefur áhrif enda tveir leikir í gangi á sama tíma í kvöld,“ segir Ívar en karlalið Hauka í handbolta spilar oddaleik í kvöld á meðan Ívar og félagar verða í DHL-höllinni. „Við ætluðum okkur alltaf í úrslitin núna í ár. Við erum með ungt lið og höfum verið að byggja upp. Finnur Atli er sá eini sem er ekki alinn upp hjá Haukum. Það er stórkostlegt að þetta séu annars allt uppaldir strákar og sýnir hvað metnaðurinn hefur verið mikill. Við höfum unnið vel í okkar innviðum en þetta er rétt að byrja.“ Ívar segir að það sé ekkert mál að sofa þó svo það sé mikið stress fram undan. „Maður er orðinn svo gamall að maður vaknar hvort eð er svo snemma til þess að pissa þannig að þetta er allt í lagi,“ segir Ívar léttur. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30 "Safinn undir sætinu, Haukarnir á krúsinu“ Haukar mæta með kassann úti í úrslitaeinvígið í körfuboltanum gegn KR og í dag kom út nýtt stuðningsmannalag fyrir Haukana. Páll Rósinkrans er þekktur fyrir sín Haukalög en í körfuboltanum er að sjálfsögðu rappað. 19. apríl 2016 14:00 „Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00 53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. 19. apríl 2016 14:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30
"Safinn undir sætinu, Haukarnir á krúsinu“ Haukar mæta með kassann úti í úrslitaeinvígið í körfuboltanum gegn KR og í dag kom út nýtt stuðningsmannalag fyrir Haukana. Páll Rósinkrans er þekktur fyrir sín Haukalög en í körfuboltanum er að sjálfsögðu rappað. 19. apríl 2016 14:00
„Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00
53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. 19. apríl 2016 14:30