Fyrstu bræðurnir sem mætast í lokaúrslitum síðan 1987 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2016 16:30 Helgi Már Magnússon og Finnur Atli Magnússon. Vísir/Stefán Augu margra verða á þeim Helga Má Magnússyni og Finni Atla Magnússyni í úrslitaeinvígi KR og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir unnu titilinn saman í fyrra en ætla að keppa um hann í ár. Fyrsti leikurinn hjá Helga Má og félögum í KR á móti Finn Atla og félögum í Haukum verður í DHL-höllinni í Frostaskjóli í kvöld og hefst hann klukkan 19.15. Körfuboltakvöldið hefst klukkan 18.40 og gerir einnig upp leikinn að honum loknum. Það er ekki á hverjum degi sem bræður spila um Íslandsmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla og þetta er í raun aðeins að gerast í annað skiptið í sögu úrslitakeppninnar frá 1984. 29 ár eru liðin síðan að þeir Teitur Örlygsson og Sturla Örlygsson mættust í lokaúrslitunum en árið 1987 unnu Teitur og félagar í Njarðvík 2-0 sigur á Sturla og félögum í Val. Teitur og Sturla höfðu orðið saman Íslandsmeistarar með Njarðvíkurliðinu árið 1984. Teitur skoraði 10,5 stig að meðaltali í leikjunum tveimur í lokaúrslitunum 1987 sem Njarðvík vann báða en félagið varð þá að tryggja sér fjórða Íslandsmeistaratitilinn í röð. Sturla skoraði 9,5 stig að meðaltali í leikjunum. Helgi Már Magnússon á möguleika á því að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð en hann hefur ákveðið að þetta verði hans síðasta tímabil. Helgi Már varð Íslandsmeistari með KR 2009, 2014 og 2015. Finnur Atli Magnússon ákvað að skipta yfir í Hauka fyrir þetta tímabil og hann hefur komið með reynslu og sigurhefð inn í Haukaliðið. Finnur Atli varð Íslandsmeistari með KR bæði 2011 og 2015. Að minnsta kosti einn af Magnússon bræðrunum hefur verið með í öllum sex Íslandsmeistaraliðum nema einu (2007) á þessari öld en eldri bróðir þeirra Helga og Finns, Guðmundur Magnússon, varð meistari með KR árin 2000 og 2009. Það er mun styttra síðan að systur mættust í lokaúrslitum en Gunnhildur Gunnarsdóttir spilaði með Haukum þegar liðið mætti systur hennar Berglindi Gunnarsdóttur og félögum hennar í Snæfelli í lokaúrslitunum fyrir tveimur árum. Berglind hafði betur en þær unnu síðan saman titilinn með Snæfellsliðinu í fyrra. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30 „Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00 53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. 19. apríl 2016 14:30 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Augu margra verða á þeim Helga Má Magnússyni og Finni Atla Magnússyni í úrslitaeinvígi KR og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir unnu titilinn saman í fyrra en ætla að keppa um hann í ár. Fyrsti leikurinn hjá Helga Má og félögum í KR á móti Finn Atla og félögum í Haukum verður í DHL-höllinni í Frostaskjóli í kvöld og hefst hann klukkan 19.15. Körfuboltakvöldið hefst klukkan 18.40 og gerir einnig upp leikinn að honum loknum. Það er ekki á hverjum degi sem bræður spila um Íslandsmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla og þetta er í raun aðeins að gerast í annað skiptið í sögu úrslitakeppninnar frá 1984. 29 ár eru liðin síðan að þeir Teitur Örlygsson og Sturla Örlygsson mættust í lokaúrslitunum en árið 1987 unnu Teitur og félagar í Njarðvík 2-0 sigur á Sturla og félögum í Val. Teitur og Sturla höfðu orðið saman Íslandsmeistarar með Njarðvíkurliðinu árið 1984. Teitur skoraði 10,5 stig að meðaltali í leikjunum tveimur í lokaúrslitunum 1987 sem Njarðvík vann báða en félagið varð þá að tryggja sér fjórða Íslandsmeistaratitilinn í röð. Sturla skoraði 9,5 stig að meðaltali í leikjunum. Helgi Már Magnússon á möguleika á því að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð en hann hefur ákveðið að þetta verði hans síðasta tímabil. Helgi Már varð Íslandsmeistari með KR 2009, 2014 og 2015. Finnur Atli Magnússon ákvað að skipta yfir í Hauka fyrir þetta tímabil og hann hefur komið með reynslu og sigurhefð inn í Haukaliðið. Finnur Atli varð Íslandsmeistari með KR bæði 2011 og 2015. Að minnsta kosti einn af Magnússon bræðrunum hefur verið með í öllum sex Íslandsmeistaraliðum nema einu (2007) á þessari öld en eldri bróðir þeirra Helga og Finns, Guðmundur Magnússon, varð meistari með KR árin 2000 og 2009. Það er mun styttra síðan að systur mættust í lokaúrslitum en Gunnhildur Gunnarsdóttir spilaði með Haukum þegar liðið mætti systur hennar Berglindi Gunnarsdóttur og félögum hennar í Snæfelli í lokaúrslitunum fyrir tveimur árum. Berglind hafði betur en þær unnu síðan saman titilinn með Snæfellsliðinu í fyrra.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30 „Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00 53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. 19. apríl 2016 14:30 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30
„Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00
53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. 19. apríl 2016 14:30
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum