Durant jafnaði eitt af slæmu metunum hans Jordan í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2016 10:30 Kevin Durant og Michael Jordan. Vísir/Getty Kevin Durant átti allt annað en góðan leik í nótt þegar Oklahoma City Thunder tapaði á heimavelli á móti Dallas Mavericks í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan í einvíginu er nú 1-1 og næstu tveir leikir fara fram í Dallas. Kevin Durant endaði á því að hitta aðeins úr 7 af 33 skotum sínum í leiknum sem gerir 21 prósent skotnýtingu. Hann tapaði líka sjö boltum í leiknum og öll þessi mistök hans reyndust hans liði dýrkeypt. Með því að klikka á 26 skotum í leiknum þá jafnaði hann met Michael Jordan frá 1997 yfir flest misheppnuð skot í leik í úrslitakeppninni. Það var ekki eins og hann hafi verið galopinn allt kvöldið því 22 af þessum 26 misheppnuðu skotum voru með varnarmann í sér, 18 af þessum misheppnuðu skotum voru fyrir utan teig og átta þeirra klikkaði hann á í lokaleikhlutanum. Skotnýting Durant var 29 prósent í fyrri hálfleik (4 af 14) en hún datt niður í 16 prósent í þeim síðari (3 af 19). Hann klikkaði á þremur skotum á síðustu 24 sekúndunum og lokaskot hans var varið þegar þrjár sekúndur voru eftir. Kevin Durant skoraði 21 stig í leiknum í nótt sem Thunder tapaði með einu stigi. Hann var sigahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að klikka á öllum þessum skotum. Michael Jordan klikkaði líka á 26 skotum í leik á móti Miami Heat 26. maí 1997 en var þó með aðeins betri skotnýtingu. Jordan hitti úr 9 af 35 skotum sínum sem gerir 26 prósent nýtingu. Hann klikkaði á öllum átta þriggja stiga skotum sínum. Jordan náði samt að skora 29 stig í umræddum leik en Chicago tapaði þá með 7 stigum á útivelli. Kevin Durant setti með þessu einnig persónulegt met yfir flest misheppnuð skot í leik hvort sem er í úrslitakeppni eða deildarkeppni.26 missed shots22 were contested18 outside the paint8 in 4th quarter3 in final 24 seconds pic.twitter.com/VPB7e2ZpQk— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 19, 2016 KD"It's one of those nights. I just have to stick to my routine, go out there tomorrow & get ready for practice." pic.twitter.com/87BW2B4bPB— OKC THUNDER (@okcthunder) April 19, 2016 NBA Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Sjá meira
Kevin Durant átti allt annað en góðan leik í nótt þegar Oklahoma City Thunder tapaði á heimavelli á móti Dallas Mavericks í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan í einvíginu er nú 1-1 og næstu tveir leikir fara fram í Dallas. Kevin Durant endaði á því að hitta aðeins úr 7 af 33 skotum sínum í leiknum sem gerir 21 prósent skotnýtingu. Hann tapaði líka sjö boltum í leiknum og öll þessi mistök hans reyndust hans liði dýrkeypt. Með því að klikka á 26 skotum í leiknum þá jafnaði hann met Michael Jordan frá 1997 yfir flest misheppnuð skot í leik í úrslitakeppninni. Það var ekki eins og hann hafi verið galopinn allt kvöldið því 22 af þessum 26 misheppnuðu skotum voru með varnarmann í sér, 18 af þessum misheppnuðu skotum voru fyrir utan teig og átta þeirra klikkaði hann á í lokaleikhlutanum. Skotnýting Durant var 29 prósent í fyrri hálfleik (4 af 14) en hún datt niður í 16 prósent í þeim síðari (3 af 19). Hann klikkaði á þremur skotum á síðustu 24 sekúndunum og lokaskot hans var varið þegar þrjár sekúndur voru eftir. Kevin Durant skoraði 21 stig í leiknum í nótt sem Thunder tapaði með einu stigi. Hann var sigahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að klikka á öllum þessum skotum. Michael Jordan klikkaði líka á 26 skotum í leik á móti Miami Heat 26. maí 1997 en var þó með aðeins betri skotnýtingu. Jordan hitti úr 9 af 35 skotum sínum sem gerir 26 prósent nýtingu. Hann klikkaði á öllum átta þriggja stiga skotum sínum. Jordan náði samt að skora 29 stig í umræddum leik en Chicago tapaði þá með 7 stigum á útivelli. Kevin Durant setti með þessu einnig persónulegt met yfir flest misheppnuð skot í leik hvort sem er í úrslitakeppni eða deildarkeppni.26 missed shots22 were contested18 outside the paint8 in 4th quarter3 in final 24 seconds pic.twitter.com/VPB7e2ZpQk— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 19, 2016 KD"It's one of those nights. I just have to stick to my routine, go out there tomorrow & get ready for practice." pic.twitter.com/87BW2B4bPB— OKC THUNDER (@okcthunder) April 19, 2016
NBA Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn