Undirskriftartilboð Texas-Magga ekki í bága við kosningalög Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. apríl 2016 10:25 Magnús Ingi Magnússon eða Maggi í Texasborgurum hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. Vísir/GVA Ekkert í íslenskri löggjöf segir að það sé ólöglegt að greiða fyrir undirskrift á meðmælendalista til forsetakjörs. Umræða um þetta spratt á samfélagsmiðlum í gær eftir að Magnús Ingi Magnússon, eða Maggi á Texasborgurum, tilkynnti það að hann hygðist bjóða sig fram til forseta og býður hann þeim sem ætla að skrifa undir meðmælalista frían hamborgara. Hins vegar er ólöglegt að bjóða fríðindi í stað atkvæðis. Hver meðmælandi má aðeins rita undir eitt framboð. Ljóst er að forsetakjörið sem fram fer í sumar verður með nýstárlegra móti. Það sést ekki aðeins á fjölda þeirra sem tilkynnt hafa framboð, í dag sextán manns, heldur einnig á bakgrunni frambjóðenda og leiðum þeirra til að vekja athygli á framboði sínu.Ástþór Magnússon er klár með sinn meðmælendalista. Hann var gagnrýndur árið 2012 þegar það komst í fjölmiðla að hann greiddi starfsmönnum þeim sem söfnuðu undirskriftum fyrir hann 150 krónur á hverja undirskrift. Hann neitaði því að þetta væru launakjör þeirra sem aðstoðuð hann við undirskriftarsöfnunina.vísir/VilhelmÍ stjórnarskránni er kveðið á um að frambjóðendur til forseta lýðveldisins skuli skila í það minnsta 1500 undirskriftum til þess að fá heimild til að bjóða sig fram. „5. gr. Forseti skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim, er kosningarrétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000. Sá, sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu.“Sjá einnig: Maggi í Texasborgurum býður sig fram til forseta Þá segir í stjórnarskránni að öðru leyti verði settar reglur um forsetakjör með almennum lögum. Gilda því um forsetakosningar lög númer 36 frá árinu 1945 um forsetakosningar.Kosningalög gilda þar sem lögum um forsetakosningar sleppir Þar er nánar kveðið á um skilyrði þegar kemur að meðmælendalistum. Er þar kveðið á um að þremur mánuðum fyrir kjör skuli innanríkisráðherra tilgreina lágmarks- og hámarkstölu meðmælenda forsetaefnis úr hverjum landsfjórðungi í samræmi við hlutfall kjósenda. Því verða þeir sem hyggjast bjóða sig fram til forseta að ferðast um landið með einum eða öðrum hætti og safna undirskriftum. Í lögum um forsetakosningar segir svo: „4. gr. Framboðum til forsetakjörs skal skila í hendur [ráðuneytinu]1) ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um, að þeir séu [kosningarbærir],2) eigi síðar en 5 vikum fyrir kjördag, og auglýsir [ráðuneytið]1) með sama hætti og segir í 3. gr. innan viku, hverjir séu í kjöri til forsetaembættisins, en afgreiðir til hæstaréttar öll áðurnefnd skjöl.“Þetta er fólkið sem hefur tilkynnt forsetaframboð í dag. Á myndina vantar Magga í Texasborgurum.Vísir/Stöð2Að öðru leyti gilda reglur um kosningar til Alþingis um forsetakjör. Þar er lagt blátt bann við því að bjóða fríðindi, peninga, hamborgara eða annað, í staðinn fyrir atkvæði. Það telst refsivert og getur frambjóðandi sem gerist sekur um slíkt þurft að sæta sektum. Hins vegar er ekkert í lögunum sem hindrar slíkt þegar kemur að því að vera meðmælandi, hvorki með framboði forseta né framboði stjórnmálaflokks til Alþingiskosninga. Enda telst það ekki bindandi gerningur og það er ekkert sem tryggir það að meðmælendur forsetaframbjóðandi kjósi hann þegar til kastanna kemur. Hins vegar felst ábyrgð í því að skrá sig á meðmælendalista að því leyti að hver kjósandi má aðeins skrá sig á einn lista. Skrái kjósandi sig á fleiri en einn verður nafn hans ógilt á öllum listunum. Þetta segir í 34 grein kosningalaga: „Nú berast yfirkjörstjórn meðmælendalistar þar sem sami kjósandi mælir með fleiri en einu framboði, og verður kjósandinn þá ekki talinn meðmælandi neins þeirra.“ Því er Magga á Texasborgurum heimilt að bjóða borgara í stað undirskriftar. Hins vegar getur einhver talið það rangt eða siðlaust - það verður hver að gera upp við sig. Forsetakjör Tengdar fréttir Davíð Þór býður sig ekki fram til forseta Davíð Þór telur að nú þegar sé kominn fram frambjóðandi sem hefur sömu áherslur og hann sjálfur. 14. apríl 2016 20:00 Andri Snær hefur afsalað sér listamannalaunum Andri Snær óttast ekki hressileg skoðanaskipti og telur sig geta brætt saman ólík sjónarmið. 14. apríl 2016 12:57 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Ekkert í íslenskri löggjöf segir að það sé ólöglegt að greiða fyrir undirskrift á meðmælendalista til forsetakjörs. Umræða um þetta spratt á samfélagsmiðlum í gær eftir að Magnús Ingi Magnússon, eða Maggi á Texasborgurum, tilkynnti það að hann hygðist bjóða sig fram til forseta og býður hann þeim sem ætla að skrifa undir meðmælalista frían hamborgara. Hins vegar er ólöglegt að bjóða fríðindi í stað atkvæðis. Hver meðmælandi má aðeins rita undir eitt framboð. Ljóst er að forsetakjörið sem fram fer í sumar verður með nýstárlegra móti. Það sést ekki aðeins á fjölda þeirra sem tilkynnt hafa framboð, í dag sextán manns, heldur einnig á bakgrunni frambjóðenda og leiðum þeirra til að vekja athygli á framboði sínu.Ástþór Magnússon er klár með sinn meðmælendalista. Hann var gagnrýndur árið 2012 þegar það komst í fjölmiðla að hann greiddi starfsmönnum þeim sem söfnuðu undirskriftum fyrir hann 150 krónur á hverja undirskrift. Hann neitaði því að þetta væru launakjör þeirra sem aðstoðuð hann við undirskriftarsöfnunina.vísir/VilhelmÍ stjórnarskránni er kveðið á um að frambjóðendur til forseta lýðveldisins skuli skila í það minnsta 1500 undirskriftum til þess að fá heimild til að bjóða sig fram. „5. gr. Forseti skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim, er kosningarrétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000. Sá, sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu.“Sjá einnig: Maggi í Texasborgurum býður sig fram til forseta Þá segir í stjórnarskránni að öðru leyti verði settar reglur um forsetakjör með almennum lögum. Gilda því um forsetakosningar lög númer 36 frá árinu 1945 um forsetakosningar.Kosningalög gilda þar sem lögum um forsetakosningar sleppir Þar er nánar kveðið á um skilyrði þegar kemur að meðmælendalistum. Er þar kveðið á um að þremur mánuðum fyrir kjör skuli innanríkisráðherra tilgreina lágmarks- og hámarkstölu meðmælenda forsetaefnis úr hverjum landsfjórðungi í samræmi við hlutfall kjósenda. Því verða þeir sem hyggjast bjóða sig fram til forseta að ferðast um landið með einum eða öðrum hætti og safna undirskriftum. Í lögum um forsetakosningar segir svo: „4. gr. Framboðum til forsetakjörs skal skila í hendur [ráðuneytinu]1) ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um, að þeir séu [kosningarbærir],2) eigi síðar en 5 vikum fyrir kjördag, og auglýsir [ráðuneytið]1) með sama hætti og segir í 3. gr. innan viku, hverjir séu í kjöri til forsetaembættisins, en afgreiðir til hæstaréttar öll áðurnefnd skjöl.“Þetta er fólkið sem hefur tilkynnt forsetaframboð í dag. Á myndina vantar Magga í Texasborgurum.Vísir/Stöð2Að öðru leyti gilda reglur um kosningar til Alþingis um forsetakjör. Þar er lagt blátt bann við því að bjóða fríðindi, peninga, hamborgara eða annað, í staðinn fyrir atkvæði. Það telst refsivert og getur frambjóðandi sem gerist sekur um slíkt þurft að sæta sektum. Hins vegar er ekkert í lögunum sem hindrar slíkt þegar kemur að því að vera meðmælandi, hvorki með framboði forseta né framboði stjórnmálaflokks til Alþingiskosninga. Enda telst það ekki bindandi gerningur og það er ekkert sem tryggir það að meðmælendur forsetaframbjóðandi kjósi hann þegar til kastanna kemur. Hins vegar felst ábyrgð í því að skrá sig á meðmælendalista að því leyti að hver kjósandi má aðeins skrá sig á einn lista. Skrái kjósandi sig á fleiri en einn verður nafn hans ógilt á öllum listunum. Þetta segir í 34 grein kosningalaga: „Nú berast yfirkjörstjórn meðmælendalistar þar sem sami kjósandi mælir með fleiri en einu framboði, og verður kjósandinn þá ekki talinn meðmælandi neins þeirra.“ Því er Magga á Texasborgurum heimilt að bjóða borgara í stað undirskriftar. Hins vegar getur einhver talið það rangt eða siðlaust - það verður hver að gera upp við sig.
Forsetakjör Tengdar fréttir Davíð Þór býður sig ekki fram til forseta Davíð Þór telur að nú þegar sé kominn fram frambjóðandi sem hefur sömu áherslur og hann sjálfur. 14. apríl 2016 20:00 Andri Snær hefur afsalað sér listamannalaunum Andri Snær óttast ekki hressileg skoðanaskipti og telur sig geta brætt saman ólík sjónarmið. 14. apríl 2016 12:57 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Davíð Þór býður sig ekki fram til forseta Davíð Þór telur að nú þegar sé kominn fram frambjóðandi sem hefur sömu áherslur og hann sjálfur. 14. apríl 2016 20:00
Andri Snær hefur afsalað sér listamannalaunum Andri Snær óttast ekki hressileg skoðanaskipti og telur sig geta brætt saman ólík sjónarmið. 14. apríl 2016 12:57