Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. apríl 2016 18:04 Kim og Kanye á veitingastaðnum í Friðheimum. Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West komu til Íslands í morgun með flugi Icelandair frá New York. Af flugvellinum fóru þau á 101 hótel en í eftirmiðdaginn héldu þau út á land. Það varð uppi fótur og fit þegar þau komu út af hótelinu þar sem fjöldi manns hafði safnast saman fyrir framan það en úr miðbæ Reykjavíkur héldu hjónin á Friðheima, skammt frá Selfossi, áður en þau fóru að skoða Gullfoss og Geysi. Kimye og fylgdarlið þeirra greindu skilmerkilega frá ferðalaginu á samfélagsmiðlum og fylgdist Vísir með eins og sjá má hér að neðan. Uppfært klukkan 19:51: Ferðalangarnir frægu eru greinilega að fara Gullna hringinn, líkt og flestir ferðamenn gera sem koma hingað til lands. Fyrir skömmu birtu þær Kim og Kourtney myndir og myndbönd frá Gullfossi og virtist Kim yfir sig hrifin þegar hún hrópaði upp yfir sig "This is gorgeous!" Uppfært klukkan 19:23: Kimye og föruneyti fóru frá Friðheimum að Geysi í Haukadal. Þar freista þau þess að sjá Strokk gjósa en af Snapchat að dæma virðist þeim vera nokkuð kalt enda er veðrið í dag ekki með besta móti, mjög hvasst og kalt. ICELAND pic.twitter.com/5SHEMR6DoY— Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) April 17, 2016 Kourtney, Simon, Jonathan and Nicole at the Gullfoss Waterfall in Iceland today pic.twitter.com/S8IsjifuWe— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016 Kourtney and Jonathan in Iceland#Geyser pic.twitter.com/BWWmhSnf6j— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016 Uppfært klukkan 18:50: Kanye og Kim virðast hafa kunnað vel við sig á Friðheimum þar sem þau gæddu sér ekki bara á tómatsúpu heldur einnig á tómataís, tómatakaffi, tómataböku og tómataostaköku. Þau eru nú farin frá Friðheimum samkvæmt Snapchat en ekki liggur fyrir hvert þau fara næst.Kanye at Friðheimar tomato farm in Icelandpic.twitter.com/NcuV1PMdhz— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. Bæði Kim og Jonathan Cheban, vinur þeirra, hafa birt myndir og myndbönd á samfélagsmiðlinum af sér í Friðheimum. Jonathan er með þeim hér auk Kourtney, systur Kim. Friðheimar eru skammt frá Selfossi en þar er bæði gróðurhús þar sem ræktaðir eru tómatar og veitingastaður. Á Snapchat Kim sést hún einmitt bragða sér á tómatsúpu á veitingastaðnum en þegar Vísir hafði samband við Friðheima vildi sá sem svaraði í símann ekkert segja um heimsókn stjarnanna. Þau Kim og Kanye eru óumdeilanlega einir frægustu einstaklingar og hjón heims. Greint var frá því fyrir nokkrum vikum að þau væru væntanleg til landsins en upphaflega þurfti að fresta ferð þeirra vegna veðurs. Vísir hvetur lesendur til að senda myndir af skötuhjúunum og fylgdarliði í gegnum Facebook-síðu Vísis eða á netfangið ritstjorn@visir.is.Kim posted a video with Kanye and Jonathan on Snapchat#Iceland pic.twitter.com/mnOJsL8gwO— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016 Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Tengdar fréttir Kim og Kanye eru komin Skötuhjúin lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun. 17. apríl 2016 09:16 Kim og Kanye dvelja á 101 Stoppuðu stutt við og eru farin út úr húsi. 17. apríl 2016 16:30 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West komu til Íslands í morgun með flugi Icelandair frá New York. Af flugvellinum fóru þau á 101 hótel en í eftirmiðdaginn héldu þau út á land. Það varð uppi fótur og fit þegar þau komu út af hótelinu þar sem fjöldi manns hafði safnast saman fyrir framan það en úr miðbæ Reykjavíkur héldu hjónin á Friðheima, skammt frá Selfossi, áður en þau fóru að skoða Gullfoss og Geysi. Kimye og fylgdarlið þeirra greindu skilmerkilega frá ferðalaginu á samfélagsmiðlum og fylgdist Vísir með eins og sjá má hér að neðan. Uppfært klukkan 19:51: Ferðalangarnir frægu eru greinilega að fara Gullna hringinn, líkt og flestir ferðamenn gera sem koma hingað til lands. Fyrir skömmu birtu þær Kim og Kourtney myndir og myndbönd frá Gullfossi og virtist Kim yfir sig hrifin þegar hún hrópaði upp yfir sig "This is gorgeous!" Uppfært klukkan 19:23: Kimye og föruneyti fóru frá Friðheimum að Geysi í Haukadal. Þar freista þau þess að sjá Strokk gjósa en af Snapchat að dæma virðist þeim vera nokkuð kalt enda er veðrið í dag ekki með besta móti, mjög hvasst og kalt. ICELAND pic.twitter.com/5SHEMR6DoY— Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) April 17, 2016 Kourtney, Simon, Jonathan and Nicole at the Gullfoss Waterfall in Iceland today pic.twitter.com/S8IsjifuWe— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016 Kourtney and Jonathan in Iceland#Geyser pic.twitter.com/BWWmhSnf6j— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016 Uppfært klukkan 18:50: Kanye og Kim virðast hafa kunnað vel við sig á Friðheimum þar sem þau gæddu sér ekki bara á tómatsúpu heldur einnig á tómataís, tómatakaffi, tómataböku og tómataostaköku. Þau eru nú farin frá Friðheimum samkvæmt Snapchat en ekki liggur fyrir hvert þau fara næst.Kanye at Friðheimar tomato farm in Icelandpic.twitter.com/NcuV1PMdhz— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. Bæði Kim og Jonathan Cheban, vinur þeirra, hafa birt myndir og myndbönd á samfélagsmiðlinum af sér í Friðheimum. Jonathan er með þeim hér auk Kourtney, systur Kim. Friðheimar eru skammt frá Selfossi en þar er bæði gróðurhús þar sem ræktaðir eru tómatar og veitingastaður. Á Snapchat Kim sést hún einmitt bragða sér á tómatsúpu á veitingastaðnum en þegar Vísir hafði samband við Friðheima vildi sá sem svaraði í símann ekkert segja um heimsókn stjarnanna. Þau Kim og Kanye eru óumdeilanlega einir frægustu einstaklingar og hjón heims. Greint var frá því fyrir nokkrum vikum að þau væru væntanleg til landsins en upphaflega þurfti að fresta ferð þeirra vegna veðurs. Vísir hvetur lesendur til að senda myndir af skötuhjúunum og fylgdarliði í gegnum Facebook-síðu Vísis eða á netfangið ritstjorn@visir.is.Kim posted a video with Kanye and Jonathan on Snapchat#Iceland pic.twitter.com/mnOJsL8gwO— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Tengdar fréttir Kim og Kanye eru komin Skötuhjúin lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun. 17. apríl 2016 09:16 Kim og Kanye dvelja á 101 Stoppuðu stutt við og eru farin út úr húsi. 17. apríl 2016 16:30 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira