Einar K. hættir í haust 16. apríl 2016 15:24 Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingi og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að leita ekki endurkjörs í næstu alþingiskosningum. 25 ár eru liðin frá því að hann tók fyrst sæti á þingi. Þetta tilkynnti hann á Facebook nú fyrir skömmu. Þar segir hann að ákvörðunina hafi hann tekið með fjölskyldu sinni eftir vandlega íhugun. „Ég var fyrst kjörinn á þing í alþingiskosningunum sem fram fóru 20 apríl árið 1991 og um þessar mundir eru því liðin 25 ár frá því ég fyrst tók sæti sem aðalmaður á Alþingi. 25 ár eru drjúgur tími í starfsævi hvers manns. Tíu sinnum hef ég tekið átt í kosningabaráttu í sæti þingmanns eða varaþingmanns. Því tel ég tímabært að láta nótt sem nemur og gefa ekki kost á mér til endurkjörs,“ segir Einar sem leiddi lista Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum 2013. Í færslu sinni segir Einar að hann hafi fengið mikla hvatningu umað gefa kost á sér til endurkjörs. Það hafi þó ekki breytt niðurstöðu hans. Hann segist þó þakklátur fyrir þann hlýhug og það traust sem hefur búið að baki slíkum óskum.Segir stöðu Sjálfstæðisflokksins sterkaEinar segir í færslu sinni ánægjulegt að finna að flokkur hans sé „enn á ný í sókn, þó sannarlega hafi gefið á bátinn upp á síðkastið,“ eins og hann orðar það. „Sjálfstæðisflokkurinn er undir forystu góðs, trausts og öflugs fólks. Miklu hefur verið komið í verk á síðustu árum og grundvöllur lagður að góðri framtíð á Íslandi. Forsendur Sjálfstæðisflokksins til góðs árangurs á komandi mánuðum eru því sannarlega fyrir hendi,“ segir Einar. „Nú er komið að tímamótum í lífi mínu. Beinni þátttöku minni í stjórnmálum lýkur senn. Við tekur nýtt tímabil sem ég veit ekki hvað muni bera í skauti sínu. Það leiðir tíminn einn ljós.“ Færslu Einars má sjá hér að neðan. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingi og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að leita ekki endurkjörs í næstu alþingiskosningum. 25 ár eru liðin frá því að hann tók fyrst sæti á þingi. Þetta tilkynnti hann á Facebook nú fyrir skömmu. Þar segir hann að ákvörðunina hafi hann tekið með fjölskyldu sinni eftir vandlega íhugun. „Ég var fyrst kjörinn á þing í alþingiskosningunum sem fram fóru 20 apríl árið 1991 og um þessar mundir eru því liðin 25 ár frá því ég fyrst tók sæti sem aðalmaður á Alþingi. 25 ár eru drjúgur tími í starfsævi hvers manns. Tíu sinnum hef ég tekið átt í kosningabaráttu í sæti þingmanns eða varaþingmanns. Því tel ég tímabært að láta nótt sem nemur og gefa ekki kost á mér til endurkjörs,“ segir Einar sem leiddi lista Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum 2013. Í færslu sinni segir Einar að hann hafi fengið mikla hvatningu umað gefa kost á sér til endurkjörs. Það hafi þó ekki breytt niðurstöðu hans. Hann segist þó þakklátur fyrir þann hlýhug og það traust sem hefur búið að baki slíkum óskum.Segir stöðu Sjálfstæðisflokksins sterkaEinar segir í færslu sinni ánægjulegt að finna að flokkur hans sé „enn á ný í sókn, þó sannarlega hafi gefið á bátinn upp á síðkastið,“ eins og hann orðar það. „Sjálfstæðisflokkurinn er undir forystu góðs, trausts og öflugs fólks. Miklu hefur verið komið í verk á síðustu árum og grundvöllur lagður að góðri framtíð á Íslandi. Forsendur Sjálfstæðisflokksins til góðs árangurs á komandi mánuðum eru því sannarlega fyrir hendi,“ segir Einar. „Nú er komið að tímamótum í lífi mínu. Beinni þátttöku minni í stjórnmálum lýkur senn. Við tekur nýtt tímabil sem ég veit ekki hvað muni bera í skauti sínu. Það leiðir tíminn einn ljós.“ Færslu Einars má sjá hér að neðan.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira