Sport

Endurtekning á Super Bowl í fyrsta leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Peyton Manning endaði ferilinn sem meistari með Denver. Mark Sanchez er kominn til þess að leysa hann af og líklega kemur annar leikstjórnandi líka.
Peyton Manning endaði ferilinn sem meistari með Denver. Mark Sanchez er kominn til þess að leysa hann af og líklega kemur annar leikstjórnandi líka. vísir/getty
NFL-deildin er búin að gefa út leikjaplanið fyrir næsta vetur og liðin sem mættust í síðasta Super Bowl mætast í upphafsleik vetrarins.

Þá taka meistarar Denver Broncos á móti Carolina Panthers á Sports Authority Field. Er liðin mættust í Super Bowl vann Denver með fjórtán stiga mun, 24-10.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 1970 sem liðin úr Super Bowl mætast í opnunarleik næsta tímabils. Leikurinn fer fram fimmtudaginn 8. september.

Liðin sem voru nálægt því að fara alla leið á síðasta tímabili, New England Patriots og Arizona Cardinals, mætast einnig í fyrstu umferð.

Þriðja árið í röð fara fram þrír leikir í London á leiktíðinni. Jacksonville og Indianapolis mætast á Wembley þann 2. október og svo spila Cincinnati og Washington á Wembley 30. október.

Þriðji leikurinn fer fram í Twickenham og verður spilaður 23. október. Það er leikur Los Angeles Rams og NY Giants.

Hér má sjá dagskrána fyrir komandi vetur.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×