Ekki náðist að kjósa nýtt bankaráð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. apríl 2016 07:00 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, var ánægður með síðasta ár og sagði það "gríðarlega gott“. vísir/anton brink Ekki tókst að kjósa í nýtt bankaráð Landsbankans á aðalfundi bankans í Hörpu í gær. Kosningunum var frestað til 22. apríl en Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, dró sitt framboð til baka í gær eftir að borgaryfirvöld sögðu honum að seta í bankaráði færi ekki saman við starf hans sem fjármálastjóri borgarinnar. Þar sem framboðsfrestur var runninn út þurfti að fresta kosningunum. „Mínir yfirmenn töldu það ekki fara saman við starf mitt sem fjármálastjóri borgarinnar. Í valinu þess á milli fannst mér eðlilegast að ég veldi borgina,“ segir Birgir.Þau Berglind Svavarsdóttir, Danielle Pamela Neben, Helga Björk Eiríksdóttir, Hersir Sigurgeirsson, Jón Guðmann Pétursson, Magnús Pétursson og Einar Þór Bjarnason eru tilnefnd, en Einar kemur í stað Birgis. Lagt er til að Helga verði formaður ráðsins. Tryggvi Pálsson, fráfarandi formaður bankaráðs, og Steinþór Pálsson bankastjóri voru að mestu ánægðir með liðið ár á aðalfundinum í gær en bankinn skilaði 36,5 milljarða króna hagnaði og sagði Tryggvi árið besta rekstarár frá stofnun bankans er hann steig í ræðustól. Þó sagði Tryggvi að bankaráðið iðraðist hvernig staðið hafi verið að sölu bankans á hlut hans í Borgun. „Við iðrumst þess og hefðum betur getað staðið öðruvísi að sölunni og haft hana í opnu ferli árið 2014. Við hefðum betur áttað okkur á því að þarna væri happdrættisvinningur sem gæti fallið Borgun í skaut,“ sagði Tryggvi og vísaði til þess að Borgun mun hagnast mikið vegna kaupa Visa Inc á Visa Europe.Tryggvi Pálsson, fráfarandi formaður bankaráðs Landsbankansvísir/anton brinkTryggvi vék að húsnæðismálum bankans í ræðu sinni og sagði vandann óleystan en að bygging nýs húsnæðis á Austurhöfninni í Reykjavík væri hagkvæmasti kostur. Steinþór sagðist verða að bíða eftir nýju bankaráði með að ákveða hvað gert verður í þeim málum. „Nýtt bankaráð tekur ákvarðanir í svona málum og við bíðum eftir nýju bankaraði.“ Hann segir stöðu bankans vera að batna hvert sem litið er. „Þetta var gríðarlega gott ár á alla mælikvarða. Við sjáum að tekjur eru að vaxa vegna aukinna viðskipta. Við erum að auka markaðshlutdeild og lækka kostnað á sama tíma,“ segir Steinþór og bætir við: „Það er góð tilfinning sem gerir bankann hæfari til að standa sig. Hann þarf að geta bætt sig til framtíðar fyrir sína viðskiptavini.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl Borgunarmálið Tengdar fréttir FME: Salan á Borgun ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti FME telur verklag Landsbankans við söluna á Borgun ekki hafa verið til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann. 31. mars 2016 13:11 Stjórnendur Landsbankans óttuðust um rekstrarhæfi bankans Stjórnendur Landsbankans óttuðust árið 2010 að eiginfjárhlutfall bankans færi undir lögbundin mörk, sem eru átta prósent. Samkvæmt lögum á peningastefnunefnd Seðlabankans að vara við slíkum aðstæðum. Það gerði nefndin þó ekki. 13. apríl 2016 11:00 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Ekki tókst að kjósa í nýtt bankaráð Landsbankans á aðalfundi bankans í Hörpu í gær. Kosningunum var frestað til 22. apríl en Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, dró sitt framboð til baka í gær eftir að borgaryfirvöld sögðu honum að seta í bankaráði færi ekki saman við starf hans sem fjármálastjóri borgarinnar. Þar sem framboðsfrestur var runninn út þurfti að fresta kosningunum. „Mínir yfirmenn töldu það ekki fara saman við starf mitt sem fjármálastjóri borgarinnar. Í valinu þess á milli fannst mér eðlilegast að ég veldi borgina,“ segir Birgir.Þau Berglind Svavarsdóttir, Danielle Pamela Neben, Helga Björk Eiríksdóttir, Hersir Sigurgeirsson, Jón Guðmann Pétursson, Magnús Pétursson og Einar Þór Bjarnason eru tilnefnd, en Einar kemur í stað Birgis. Lagt er til að Helga verði formaður ráðsins. Tryggvi Pálsson, fráfarandi formaður bankaráðs, og Steinþór Pálsson bankastjóri voru að mestu ánægðir með liðið ár á aðalfundinum í gær en bankinn skilaði 36,5 milljarða króna hagnaði og sagði Tryggvi árið besta rekstarár frá stofnun bankans er hann steig í ræðustól. Þó sagði Tryggvi að bankaráðið iðraðist hvernig staðið hafi verið að sölu bankans á hlut hans í Borgun. „Við iðrumst þess og hefðum betur getað staðið öðruvísi að sölunni og haft hana í opnu ferli árið 2014. Við hefðum betur áttað okkur á því að þarna væri happdrættisvinningur sem gæti fallið Borgun í skaut,“ sagði Tryggvi og vísaði til þess að Borgun mun hagnast mikið vegna kaupa Visa Inc á Visa Europe.Tryggvi Pálsson, fráfarandi formaður bankaráðs Landsbankansvísir/anton brinkTryggvi vék að húsnæðismálum bankans í ræðu sinni og sagði vandann óleystan en að bygging nýs húsnæðis á Austurhöfninni í Reykjavík væri hagkvæmasti kostur. Steinþór sagðist verða að bíða eftir nýju bankaráði með að ákveða hvað gert verður í þeim málum. „Nýtt bankaráð tekur ákvarðanir í svona málum og við bíðum eftir nýju bankaraði.“ Hann segir stöðu bankans vera að batna hvert sem litið er. „Þetta var gríðarlega gott ár á alla mælikvarða. Við sjáum að tekjur eru að vaxa vegna aukinna viðskipta. Við erum að auka markaðshlutdeild og lækka kostnað á sama tíma,“ segir Steinþór og bætir við: „Það er góð tilfinning sem gerir bankann hæfari til að standa sig. Hann þarf að geta bætt sig til framtíðar fyrir sína viðskiptavini.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl
Borgunarmálið Tengdar fréttir FME: Salan á Borgun ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti FME telur verklag Landsbankans við söluna á Borgun ekki hafa verið til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann. 31. mars 2016 13:11 Stjórnendur Landsbankans óttuðust um rekstrarhæfi bankans Stjórnendur Landsbankans óttuðust árið 2010 að eiginfjárhlutfall bankans færi undir lögbundin mörk, sem eru átta prósent. Samkvæmt lögum á peningastefnunefnd Seðlabankans að vara við slíkum aðstæðum. Það gerði nefndin þó ekki. 13. apríl 2016 11:00 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
FME: Salan á Borgun ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti FME telur verklag Landsbankans við söluna á Borgun ekki hafa verið til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann. 31. mars 2016 13:11
Stjórnendur Landsbankans óttuðust um rekstrarhæfi bankans Stjórnendur Landsbankans óttuðust árið 2010 að eiginfjárhlutfall bankans færi undir lögbundin mörk, sem eru átta prósent. Samkvæmt lögum á peningastefnunefnd Seðlabankans að vara við slíkum aðstæðum. Það gerði nefndin þó ekki. 13. apríl 2016 11:00