Erlent

Trump: Sakar forystu repúblíkanaflokksins um samsæri gegn sér

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Donald Trump segir repúlíkanaflokkinn vera að snúast gegn sér.
Donald Trump segir repúlíkanaflokkinn vera að snúast gegn sér. Vísir/AFP
Repúblikaninn Donald Trump sem nú keppist við að fá útnefningu flokks síns til forsetakosninganna í haust segir forystumenn flokksins vera með samsæri gegn sér. Þetta sagði hann á ráðstefnu sem haldin var í ráðhúsi New York borgar í morgun.

Trump hefur unnið flesta sigra í forkosningum repúblikana flokksins til þessa en reiddist yfir þeirri ákvörðun repúblikana í Colorado að sleppa kosningu og veita helsta andstæðingi hans Ted Cruz umboð allra kjörmanna þar.

Til þess að sigra í forkosningu repúblikana þarf Trump að fá umboð 1237 kjörmanna en hann hefur nú þegar nælt sér í 743. Ted Cruz hefur umboð 545 kjörmanna. Úrslitin ráðast ekki fyrr en í byrjun júní en nokkur óvissa ríkir nú yfir því hvort nokkur frambjóðandi komi til með að ná nægilega mörgum kjörmönnum á sitt band.

Fari svo að enginn vinni, þá losna skuldbindingar kjörmanna sem er þá heimilt að skipta um skoðun í frjálsri kosningu. Nýverið skrifaði Washington Post grein þar sem þeir spáðu því að svo myndi fara og að þá myndi frambjóðandinn Ted Cruz fara með sigur.


Tengdar fréttir

Clinton og Trump jöfn

Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×