Hver man ekki eftir Brjánsa Sýru úr Sódómu Reykjavík? Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 13. apríl 2016 11:00 Brjánsi í Sódómu Reykjavík árið 1992. „Brjánsi sýra er frábær einstaklingur, ef hann væri til í raunveruleikanum væri hann líklega orðinn forsætisráðherra. Hann er góður kall sem hefur sterkar skoðanir á lífinu. Karakter Brjánsa sýru er algjört hugverk Óskars Jónassonar, leikstjóra Sódómu, hann er höfundur að öllu góðu grínefni sem hefur verið framleitt á Íslandi,“ segir Stefán Sturla Sigurjónsson, leikari aðspurður hvernig karakter Brjánsi sýra, ein af aðalpersónum kvikmyndarinnar Sódómu Reykjavík, sé. Myndin var frumsýnd í Regnboganum 8. október 1992. Brjánsi vakti athygli frá fyrsta degi og fólk hafði sterkar skoðanir á honum. Rætur hans má rekja til jaðarhópa í samfélaginu. „Við skoðuðum meðal annars undirheima Reykjavíkur, ásamt því að dvelja með útigangsfólki í tvær nætur. Brjánsi er líka einn af strákunum sem halda að þeir séu aðeins meiri töffarar en þeir eru í raun og veru. Fólk hafði miklar skoðanir á Brjánsa og það er óhætt að segja að áreitið eftir frumsýningu hafi verið mikið, síminn stoppaði ekki og á tímabili þurfti ég að taka hann úr sambandi þar sem fólk hringdi dag og nótt,“ segir Stefán. Ekkert hefur sést til Brjánsa frá því Sódóma kom út en nú sést honum bregða fyrir í grínþáttunum Ligeglad sem frænda Önnu Svövu sem leikur aðalpersónu þáttanna.Stefán Sturluson hefur dvalið í Finnlandi síðustu ár þar sem hann meðal annars starfar með Rauða krossinum.„Það er frábært að koma til baka með Brjánsa. Alveg frá því ég fékk símtal frá Adda Knúts, einum framleiðanda Ligeglad, hef ég verið að velta því fyrir mér hvað Brjánsi hefur verið að bralla frá því hann kom fram í Sódómu. Hann er alltaf að reyna að græða pening og svo lendir hann oft í mjög misskildum aðstæðum, til dæmis keypti hann sér ísbíl, þar sem hann ætlaði að selja íslenskan ís á Strikinu og græða helling af peningum, en hann komst aldrei lengra en að kaupa bílinn. Hann er góður einstaklingur sem vill engum neitt illt, hann er bara misskilinn og það er alls enginn perri í honum,“ segir Stefán léttur í bragði. Stefán hefur búið í Vasa í Finnlandi síðustu ár. Þar hefur hann unnið sem leikstjóri í finnska þjóðleikhúsinu í Vasa. „Ég setti meðal annars upp Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason og Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson. Eftir að ég flutti frá Íslandi hef ég verið að koma einu sinni á ári heim til að vinna að sýningum í heimabænum mínum Sauðárkróki sem er virkilega skemmtilegt,“ segir hann.Brjánsi í Ligeglad árið 2016.Leikhúsið er ekki það eina sem Stefán fæst við. Frá því í haust hefur hann starfað með Rauða krossinum í Vasa þar sem hann vinnur með flóttamönnum. „Þetta er virkilega krefjandi starf en á sama tíma mjög gefandi. Ég er að hjálpa þeim að komast í gegnum daginn, það er erfitt að lifa við þessar óvissuaðstæður þar sem eilífð bið er. Þú veist ekki hvort þú færð að vera eða hvort þú verður sendur til baka, þar sem mikið stríðsástand ríkir. Það eru sextíu börn á skólaaldri á svæðinu en við erum í sameiningu, með flóttafólkinu, búin að byggja upp skóla, heilsugæslu, íþróttasal, leiklistarnámskeið þar sem börnin geta sótt skóla og lifað áfram í eins eðlilegum aðstæðum og kostur er,“ segir Stefán. Hér fyrir neðan má sjá klassískt atriði úr Sódómu þar sem Brjánsi fer á kostum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira
„Brjánsi sýra er frábær einstaklingur, ef hann væri til í raunveruleikanum væri hann líklega orðinn forsætisráðherra. Hann er góður kall sem hefur sterkar skoðanir á lífinu. Karakter Brjánsa sýru er algjört hugverk Óskars Jónassonar, leikstjóra Sódómu, hann er höfundur að öllu góðu grínefni sem hefur verið framleitt á Íslandi,“ segir Stefán Sturla Sigurjónsson, leikari aðspurður hvernig karakter Brjánsi sýra, ein af aðalpersónum kvikmyndarinnar Sódómu Reykjavík, sé. Myndin var frumsýnd í Regnboganum 8. október 1992. Brjánsi vakti athygli frá fyrsta degi og fólk hafði sterkar skoðanir á honum. Rætur hans má rekja til jaðarhópa í samfélaginu. „Við skoðuðum meðal annars undirheima Reykjavíkur, ásamt því að dvelja með útigangsfólki í tvær nætur. Brjánsi er líka einn af strákunum sem halda að þeir séu aðeins meiri töffarar en þeir eru í raun og veru. Fólk hafði miklar skoðanir á Brjánsa og það er óhætt að segja að áreitið eftir frumsýningu hafi verið mikið, síminn stoppaði ekki og á tímabili þurfti ég að taka hann úr sambandi þar sem fólk hringdi dag og nótt,“ segir Stefán. Ekkert hefur sést til Brjánsa frá því Sódóma kom út en nú sést honum bregða fyrir í grínþáttunum Ligeglad sem frænda Önnu Svövu sem leikur aðalpersónu þáttanna.Stefán Sturluson hefur dvalið í Finnlandi síðustu ár þar sem hann meðal annars starfar með Rauða krossinum.„Það er frábært að koma til baka með Brjánsa. Alveg frá því ég fékk símtal frá Adda Knúts, einum framleiðanda Ligeglad, hef ég verið að velta því fyrir mér hvað Brjánsi hefur verið að bralla frá því hann kom fram í Sódómu. Hann er alltaf að reyna að græða pening og svo lendir hann oft í mjög misskildum aðstæðum, til dæmis keypti hann sér ísbíl, þar sem hann ætlaði að selja íslenskan ís á Strikinu og græða helling af peningum, en hann komst aldrei lengra en að kaupa bílinn. Hann er góður einstaklingur sem vill engum neitt illt, hann er bara misskilinn og það er alls enginn perri í honum,“ segir Stefán léttur í bragði. Stefán hefur búið í Vasa í Finnlandi síðustu ár. Þar hefur hann unnið sem leikstjóri í finnska þjóðleikhúsinu í Vasa. „Ég setti meðal annars upp Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason og Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson. Eftir að ég flutti frá Íslandi hef ég verið að koma einu sinni á ári heim til að vinna að sýningum í heimabænum mínum Sauðárkróki sem er virkilega skemmtilegt,“ segir hann.Brjánsi í Ligeglad árið 2016.Leikhúsið er ekki það eina sem Stefán fæst við. Frá því í haust hefur hann starfað með Rauða krossinum í Vasa þar sem hann vinnur með flóttamönnum. „Þetta er virkilega krefjandi starf en á sama tíma mjög gefandi. Ég er að hjálpa þeim að komast í gegnum daginn, það er erfitt að lifa við þessar óvissuaðstæður þar sem eilífð bið er. Þú veist ekki hvort þú færð að vera eða hvort þú verður sendur til baka, þar sem mikið stríðsástand ríkir. Það eru sextíu börn á skólaaldri á svæðinu en við erum í sameiningu, með flóttafólkinu, búin að byggja upp skóla, heilsugæslu, íþróttasal, leiklistarnámskeið þar sem börnin geta sótt skóla og lifað áfram í eins eðlilegum aðstæðum og kostur er,“ segir Stefán. Hér fyrir neðan má sjá klassískt atriði úr Sódómu þar sem Brjánsi fer á kostum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira