AGS: Ríkisbankarnir helst seldir til trausts erlends banka ingvar haraldsson skrifar 12. apríl 2016 18:05 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill að ríkið flýti sér hægt við einkavæðingu bankanna. Stjórnvöld ættu ekki að hraða einakvæðingu bankanna um of heldur leggja áherslu á að finna trausta kaupendur, helst erlenda banka með gott orðspor. Þetta er mat sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem kynnti greiningu sína á Íslandi fyrr í dag. „Stefna stjórnvalda þarf að taka mið af vaxandi þátttöku ríkisins í bankakerfinu. Það er mikilvægt að ríkið, sem meirihlutaeigandi í tveimur bönkum og með umtalsverða hagsmuni í þeim þriðja, fari fram af ábyrgð,“ segir í yfirlýsingu sendinefndarinnar. Landsbankinn og Íslandsbanki eru nær alfarið í ríkiseigu og þá á ríkið 13 prósent hlut í Arion banka. Kröfuhafar Kaupþings eiga hin 87 prósentin í Arion banka en bankinn er til sölu. Söluverðið mun skiptast milli ríkisins og kröfuhafa. Sendinefndin segir að gæta þurfi að því að arðgreiðslur skerði ekki um of lausafé bankanna. „Jafnframt ætti að huga að því að efla lagaheimildir og sjálfstæði Fjármálaeftirlitsins samhliða vinnu við þróun áhættumats og bættu bankaeftirliti með breytingum á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Aðkomu tveggja opinberra aðila að eftirliti með bönkum ætti einnig að endurmeta, ekki síst vegna samræmingarvanda sem kann að koma upp, þar sem laust fé og eigið fé eru sín hvor hliðin á sama peningi. Ein leið til hagræðingar að meti sendinefndarinnar gæti verið að að sameina regluverk og eftirlit með bönkum innan Seðlabankans. „En að Fjármálaeftirlitið annist eftirlit með öðrum fjármálastofnunum og mörkuðum ásamt neytendavernd. Slíka tveggja turna lausn og aðrar mögulegar útfærslu þyrfti að kanna betur.“ Tengdar fréttir Kjöraðstæður fyrir afnám hafta Kjöraðstæður hafa skapast fyrir ný skref í afnámi fjármagnshafta, segir í yfirlýsingu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hélt blaðamannafund á Kjarvalsstöðum klukkan þrjú. 12. apríl 2016 15:35 Vilja setja tímabundið bann við bankasölu Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp þar sem lagt er tímabundið bann á að fjármálaráðherra geti selt hlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 12. apríl 2016 15:21 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Stjórnvöld ættu ekki að hraða einakvæðingu bankanna um of heldur leggja áherslu á að finna trausta kaupendur, helst erlenda banka með gott orðspor. Þetta er mat sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem kynnti greiningu sína á Íslandi fyrr í dag. „Stefna stjórnvalda þarf að taka mið af vaxandi þátttöku ríkisins í bankakerfinu. Það er mikilvægt að ríkið, sem meirihlutaeigandi í tveimur bönkum og með umtalsverða hagsmuni í þeim þriðja, fari fram af ábyrgð,“ segir í yfirlýsingu sendinefndarinnar. Landsbankinn og Íslandsbanki eru nær alfarið í ríkiseigu og þá á ríkið 13 prósent hlut í Arion banka. Kröfuhafar Kaupþings eiga hin 87 prósentin í Arion banka en bankinn er til sölu. Söluverðið mun skiptast milli ríkisins og kröfuhafa. Sendinefndin segir að gæta þurfi að því að arðgreiðslur skerði ekki um of lausafé bankanna. „Jafnframt ætti að huga að því að efla lagaheimildir og sjálfstæði Fjármálaeftirlitsins samhliða vinnu við þróun áhættumats og bættu bankaeftirliti með breytingum á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Aðkomu tveggja opinberra aðila að eftirliti með bönkum ætti einnig að endurmeta, ekki síst vegna samræmingarvanda sem kann að koma upp, þar sem laust fé og eigið fé eru sín hvor hliðin á sama peningi. Ein leið til hagræðingar að meti sendinefndarinnar gæti verið að að sameina regluverk og eftirlit með bönkum innan Seðlabankans. „En að Fjármálaeftirlitið annist eftirlit með öðrum fjármálastofnunum og mörkuðum ásamt neytendavernd. Slíka tveggja turna lausn og aðrar mögulegar útfærslu þyrfti að kanna betur.“
Tengdar fréttir Kjöraðstæður fyrir afnám hafta Kjöraðstæður hafa skapast fyrir ný skref í afnámi fjármagnshafta, segir í yfirlýsingu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hélt blaðamannafund á Kjarvalsstöðum klukkan þrjú. 12. apríl 2016 15:35 Vilja setja tímabundið bann við bankasölu Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp þar sem lagt er tímabundið bann á að fjármálaráðherra geti selt hlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 12. apríl 2016 15:21 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Kjöraðstæður fyrir afnám hafta Kjöraðstæður hafa skapast fyrir ný skref í afnámi fjármagnshafta, segir í yfirlýsingu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hélt blaðamannafund á Kjarvalsstöðum klukkan þrjú. 12. apríl 2016 15:35
Vilja setja tímabundið bann við bankasölu Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp þar sem lagt er tímabundið bann á að fjármálaráðherra geti selt hlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 12. apríl 2016 15:21
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent