Forsætisráðherra segir orðspor Íslands hafa beðið hnekki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2016 15:08 Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra Vísir/Anton Brink Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir það mikilvægt að Alþingi fari yfir þau lög og reglur sem gilda hér á landi varðandi lágskattaríki. Þá telur hann einnig mikilvægt að Ísland taki forystu meðal jafningja og sýni frumkvæði þegar kemur að aðgerðum gegn skattaskjólum, en þetta kom fram í svari ráðherra við óundirbúinni fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar á þingi í dag. Ráðherrann vísaði svo í gríðarmikla umfjöllun erlendra miðla í liðinni viku um Ísland vegna Panama-skjalanna. „Orðspor landsins beið hnekki og í ljósi þess hversu margir einstaklingar og fyrirtæki voru í þessum gögnum þurfum við að gera sérstakt átak til að bæta ímynd okkar út á við,“ sagði forsætisráðherra en benti jafnframt á að hluti vandans væri aðeins kominn upp á yfirborðið í Panama-skjölunum. Alþjóðasamfélagið stæði því frammi fyrir stærra vandamáli þegar kæmi að lágskattaríkjum og aflandsfélögum. Í gær var greint frá samantekt utanríkisráðuneytisins varðandi umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland seinustu vikuna en þar kom fram að að mati ráðuneytisins hefði ímynd og orðspor Íslands til skemmri tíma litið ekki beðið umtalsverðan hnekki þrátt fyrir töluverða ágjöf. Of snemmt væri hins vegar að segja til um áhrif umfjöllunarinnar til lengri tíma litið. Í fyrirspurn sinni kallaði Árni Páll jafnframt eftir því að Sigurður Ingi gæfi það út hvenær kosningar yrðu í haust en ráðherrann svaraði því ekki heldur þakkaði stjórnarandstöðunni fyrir fund þeirra í morgun sem hann sagði hafa verið ágætan. „Ég upplifði það sem við höfum svo sem verið að ræða hér um áður á þingi að það er tortryggni og það er vandasamt að feta þá braut að treysta hvort öðru og tala saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði þörf á því að halda samtalinu við stjórnarandstöðuna áfram, fara þurfi yfir þau mál sem liggi fyrir þinginu og svo þurfi að ákveða kjördag. Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Neikvæð umfjöllun í upphafi en svo hlutlaus eða jákvæður tónn Utanríkisráðuneytið hefur reynt að leggja mat á það hversu mikil áhrif erlend fjölmiðlaumfjöllun um Wintris-málið hefur haft á ímynd og orðspor Íslands. 11. apríl 2016 15:53 Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17 Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir það mikilvægt að Alþingi fari yfir þau lög og reglur sem gilda hér á landi varðandi lágskattaríki. Þá telur hann einnig mikilvægt að Ísland taki forystu meðal jafningja og sýni frumkvæði þegar kemur að aðgerðum gegn skattaskjólum, en þetta kom fram í svari ráðherra við óundirbúinni fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar á þingi í dag. Ráðherrann vísaði svo í gríðarmikla umfjöllun erlendra miðla í liðinni viku um Ísland vegna Panama-skjalanna. „Orðspor landsins beið hnekki og í ljósi þess hversu margir einstaklingar og fyrirtæki voru í þessum gögnum þurfum við að gera sérstakt átak til að bæta ímynd okkar út á við,“ sagði forsætisráðherra en benti jafnframt á að hluti vandans væri aðeins kominn upp á yfirborðið í Panama-skjölunum. Alþjóðasamfélagið stæði því frammi fyrir stærra vandamáli þegar kæmi að lágskattaríkjum og aflandsfélögum. Í gær var greint frá samantekt utanríkisráðuneytisins varðandi umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland seinustu vikuna en þar kom fram að að mati ráðuneytisins hefði ímynd og orðspor Íslands til skemmri tíma litið ekki beðið umtalsverðan hnekki þrátt fyrir töluverða ágjöf. Of snemmt væri hins vegar að segja til um áhrif umfjöllunarinnar til lengri tíma litið. Í fyrirspurn sinni kallaði Árni Páll jafnframt eftir því að Sigurður Ingi gæfi það út hvenær kosningar yrðu í haust en ráðherrann svaraði því ekki heldur þakkaði stjórnarandstöðunni fyrir fund þeirra í morgun sem hann sagði hafa verið ágætan. „Ég upplifði það sem við höfum svo sem verið að ræða hér um áður á þingi að það er tortryggni og það er vandasamt að feta þá braut að treysta hvort öðru og tala saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði þörf á því að halda samtalinu við stjórnarandstöðuna áfram, fara þurfi yfir þau mál sem liggi fyrir þinginu og svo þurfi að ákveða kjördag.
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Neikvæð umfjöllun í upphafi en svo hlutlaus eða jákvæður tónn Utanríkisráðuneytið hefur reynt að leggja mat á það hversu mikil áhrif erlend fjölmiðlaumfjöllun um Wintris-málið hefur haft á ímynd og orðspor Íslands. 11. apríl 2016 15:53 Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17 Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Neikvæð umfjöllun í upphafi en svo hlutlaus eða jákvæður tónn Utanríkisráðuneytið hefur reynt að leggja mat á það hversu mikil áhrif erlend fjölmiðlaumfjöllun um Wintris-málið hefur haft á ímynd og orðspor Íslands. 11. apríl 2016 15:53
Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17
Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29