Haukar án lykilmanns í þriðja sinn í þessari úrslitakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2016 11:45 Fyrst Kári Jónsson, svo Brandon Mobley og loks Hjálmar Stefánsson. Vísir/Anton Hjálmar Stefánsson verður ekki með Haukum á móti Tindastól á Sauðárkróki í kvöld þegar liðin mætast í fjórða sinn í undanúrslitaeinvígi sínu í Dominos-deild karla í körfubolta. Haukar eru 2-1 yfir í einvíginu eftir tvo heimasigra og komast því í lokaúrslit með sigri í Síkinu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3 og Stöð 2 Sport 3 HD. Haukarnir þurfa að spila án lykilmanns í þessum leik því Hjálmar Stefánsson er enn að jafna sig eftir höfuðhöggið sem hann hlaut í síðasta leik. Hjálmar Stefánsson fékk þá dæmda á sig villu fyrir "að verða fyrir" olnboga Darrel Lewis en atvikið gerðist strax í fyrsta leikhlutanum og Hjálmar spilaði ekki meira í leiknum. Hjálmar verður í kvöld þriðji lykilmaður Hauka sem missir af leik í úrslitakeppninni og í viðbót hafa Haukarnir misst lykilmann í meiðsli eða brottrekstur í þremur öðrum leikjum. Báðir hinir leikirnir hafa verið á útivelli eins og þessi í kvöld og Haukarnir hafa unnið þá báða.Sjá einnig:Atvikið sem sendi Hjálmar upp á spítala: Hvernig er þetta villa á Haukamanninn? Haukaliðið lék án Kára Jónssonar í öðrum leiknum á móti Þór í Þorlákshöfn í átta liða úrslitunum en hann hafði meiðst í fyrri hálfleik í fyrsta leiknum. Haukarnir unnu Þórsliðið án Kára 76-65 og jöfnuðu þá einvígið. Haukaliðið lék án bandaríska leikmannsins Brandon Mobley í fjórða leiknum á móti Þór í Þorlákshöfn í átta liða úrslitunum en Mobley hafði verið rekinn út úr húsi eftir aðeins átta mínútna leik í þriðja leiknum. Hann tók því út leikbann í leik fjögur en Haukarnir unnu Þór án Mobley 100-96 eftir framlengdan leik og tryggðu sér með því sæti í undanúrslitunum. Haukaliðið hefur þegar spilað sjö leiki í úrslitakeppninni í ár, fjóra í átta liða úrslitunum á móti Þór og þrjá í undanúrslitaeinvíginu á móti Tindastól. Það er bara í tveimur af þessum sjö leikjum þar sem Haukaliðið hefur byrjað og klárað leikinn með alla sína lykilmenn.Sjá einnig:Hjálmar með einkenni heilahristings: Stokkbólginn og marinn en gæti mætt í næsta leik Haukarnir voru búnir að spila tvo fyrstu leikina á móti Tindastól án þess að missa af mann en Hjálmar fór síðan blóðugur af velli í þriðja leiknum. Nú er að sjá hvort Haukunum tekst að sigrast á enn einu mótlætinu í þessari úrslitakeppni. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 96-100 | Haukar í undanúrslit eftir frábæran leik Haukar eru komnir áfram í undanúrslit Domino's deildar karla eftir fjögurra stiga sigur, 96-100, á Þór Þ. í frábærum körfuboltaleik í Þorlákshöfn í kvöld. 29. mars 2016 22:30 Körfuboltakvöld: Maður leiksins í Þorlákshöfn mætti í settið | Myndband Kári Jónsson átti frábæran leik þegar Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla með fjögurra stiga sigri, 96-100, á Þór í Þorlákshöfn í gær. 30. mars 2016 10:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Tindastóll 73-61 | Haukar vörðu heimavöllinn Frábær varnarleikur í seinni hálfleik skilaði Haukum sigri á Tindastóli og 1-0 stöðu í einvíginu. 3. apríl 2016 21:30 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 89-81 | Haukar komnir í lykilstöðu Haukar eru komnir í 2-1 í einvíginu við Tindastól í undanúrslitum Domino's deildar karla eftir sigur í þriðja leik liðanna í Schenker-höllinni í dag. 9. apríl 2016 19:30 Körfuboltakvöld: Sjáðu frábærlega teiknað kerfi hjá Haukum | Myndband Haukar komust í gær áfram í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Þór í Þorlákshöfn, 96-100, í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitunum. 30. mars 2016 13:15 Haukaleikirnir kalla á stórar breytingar hjá Stólunum Tindastólsmenn hafa enn á ný þurft að gera stóra breytingu á liði sínu í körfunni en Bandaríkjamaðurinn Anthony Isaiah Gurley hefur yfirgefið liðið í miðri úrslitakeppni. 8. apríl 2016 11:00 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Hjálmar Stefánsson verður ekki með Haukum á móti Tindastól á Sauðárkróki í kvöld þegar liðin mætast í fjórða sinn í undanúrslitaeinvígi sínu í Dominos-deild karla í körfubolta. Haukar eru 2-1 yfir í einvíginu eftir tvo heimasigra og komast því í lokaúrslit með sigri í Síkinu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3 og Stöð 2 Sport 3 HD. Haukarnir þurfa að spila án lykilmanns í þessum leik því Hjálmar Stefánsson er enn að jafna sig eftir höfuðhöggið sem hann hlaut í síðasta leik. Hjálmar Stefánsson fékk þá dæmda á sig villu fyrir "að verða fyrir" olnboga Darrel Lewis en atvikið gerðist strax í fyrsta leikhlutanum og Hjálmar spilaði ekki meira í leiknum. Hjálmar verður í kvöld þriðji lykilmaður Hauka sem missir af leik í úrslitakeppninni og í viðbót hafa Haukarnir misst lykilmann í meiðsli eða brottrekstur í þremur öðrum leikjum. Báðir hinir leikirnir hafa verið á útivelli eins og þessi í kvöld og Haukarnir hafa unnið þá báða.Sjá einnig:Atvikið sem sendi Hjálmar upp á spítala: Hvernig er þetta villa á Haukamanninn? Haukaliðið lék án Kára Jónssonar í öðrum leiknum á móti Þór í Þorlákshöfn í átta liða úrslitunum en hann hafði meiðst í fyrri hálfleik í fyrsta leiknum. Haukarnir unnu Þórsliðið án Kára 76-65 og jöfnuðu þá einvígið. Haukaliðið lék án bandaríska leikmannsins Brandon Mobley í fjórða leiknum á móti Þór í Þorlákshöfn í átta liða úrslitunum en Mobley hafði verið rekinn út úr húsi eftir aðeins átta mínútna leik í þriðja leiknum. Hann tók því út leikbann í leik fjögur en Haukarnir unnu Þór án Mobley 100-96 eftir framlengdan leik og tryggðu sér með því sæti í undanúrslitunum. Haukaliðið hefur þegar spilað sjö leiki í úrslitakeppninni í ár, fjóra í átta liða úrslitunum á móti Þór og þrjá í undanúrslitaeinvíginu á móti Tindastól. Það er bara í tveimur af þessum sjö leikjum þar sem Haukaliðið hefur byrjað og klárað leikinn með alla sína lykilmenn.Sjá einnig:Hjálmar með einkenni heilahristings: Stokkbólginn og marinn en gæti mætt í næsta leik Haukarnir voru búnir að spila tvo fyrstu leikina á móti Tindastól án þess að missa af mann en Hjálmar fór síðan blóðugur af velli í þriðja leiknum. Nú er að sjá hvort Haukunum tekst að sigrast á enn einu mótlætinu í þessari úrslitakeppni.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 96-100 | Haukar í undanúrslit eftir frábæran leik Haukar eru komnir áfram í undanúrslit Domino's deildar karla eftir fjögurra stiga sigur, 96-100, á Þór Þ. í frábærum körfuboltaleik í Þorlákshöfn í kvöld. 29. mars 2016 22:30 Körfuboltakvöld: Maður leiksins í Þorlákshöfn mætti í settið | Myndband Kári Jónsson átti frábæran leik þegar Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla með fjögurra stiga sigri, 96-100, á Þór í Þorlákshöfn í gær. 30. mars 2016 10:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Tindastóll 73-61 | Haukar vörðu heimavöllinn Frábær varnarleikur í seinni hálfleik skilaði Haukum sigri á Tindastóli og 1-0 stöðu í einvíginu. 3. apríl 2016 21:30 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 89-81 | Haukar komnir í lykilstöðu Haukar eru komnir í 2-1 í einvíginu við Tindastól í undanúrslitum Domino's deildar karla eftir sigur í þriðja leik liðanna í Schenker-höllinni í dag. 9. apríl 2016 19:30 Körfuboltakvöld: Sjáðu frábærlega teiknað kerfi hjá Haukum | Myndband Haukar komust í gær áfram í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Þór í Þorlákshöfn, 96-100, í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitunum. 30. mars 2016 13:15 Haukaleikirnir kalla á stórar breytingar hjá Stólunum Tindastólsmenn hafa enn á ný þurft að gera stóra breytingu á liði sínu í körfunni en Bandaríkjamaðurinn Anthony Isaiah Gurley hefur yfirgefið liðið í miðri úrslitakeppni. 8. apríl 2016 11:00 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 96-100 | Haukar í undanúrslit eftir frábæran leik Haukar eru komnir áfram í undanúrslit Domino's deildar karla eftir fjögurra stiga sigur, 96-100, á Þór Þ. í frábærum körfuboltaleik í Þorlákshöfn í kvöld. 29. mars 2016 22:30
Körfuboltakvöld: Maður leiksins í Þorlákshöfn mætti í settið | Myndband Kári Jónsson átti frábæran leik þegar Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla með fjögurra stiga sigri, 96-100, á Þór í Þorlákshöfn í gær. 30. mars 2016 10:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Tindastóll 73-61 | Haukar vörðu heimavöllinn Frábær varnarleikur í seinni hálfleik skilaði Haukum sigri á Tindastóli og 1-0 stöðu í einvíginu. 3. apríl 2016 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 89-81 | Haukar komnir í lykilstöðu Haukar eru komnir í 2-1 í einvíginu við Tindastól í undanúrslitum Domino's deildar karla eftir sigur í þriðja leik liðanna í Schenker-höllinni í dag. 9. apríl 2016 19:30
Körfuboltakvöld: Sjáðu frábærlega teiknað kerfi hjá Haukum | Myndband Haukar komust í gær áfram í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Þór í Þorlákshöfn, 96-100, í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitunum. 30. mars 2016 13:15
Haukaleikirnir kalla á stórar breytingar hjá Stólunum Tindastólsmenn hafa enn á ný þurft að gera stóra breytingu á liði sínu í körfunni en Bandaríkjamaðurinn Anthony Isaiah Gurley hefur yfirgefið liðið í miðri úrslitakeppni. 8. apríl 2016 11:00