Þjóðleikhússtjóri: „Þetta var bara ósköp venjuleg útleiga“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. apríl 2016 18:23 Ari segir að engin stuðningsyfirlýsing felist í fyrirkomulaginu. vísir/skjámynd/vilhelm/arnþór „Þetta var bara ósköp venjuleg útleiga. Stuðningsmenn Andra Snæs óskuðu eftir því að fá Þjóðleikhúsið leigt undir viðburðinn og það vildi svo til að það var hægt að verða við þeirri bón á þessum tíma,“ segir Ari Matthíasson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við Vísi.Hér má sjá tístin sem birtsust á síðu Þjóðleikhússins.Rithöfundurinn Andri Snær Magnason kynnti fyrr í dag framboð sitt til forseta Íslands en kynningarfundurinn átti sér stað á stóra sviði Þjóðleikhússins. Því hefur verið velt upp hvort Þjóðleikhúsið sé með þessu að taka afstöðu með Andra umfram aðra forsetaframbjóðendur en auk þess að hýsa fundinn var tíst um hann á Twitter-síðu leikhússins. Aðspurður um tístin segir Ari að hann þekki þau ekki. Þjóðleikhúsið er ríkisstofnun en um það er fjallað í leiklistarlögum. Þar segir meðal annars að „[þ]egar Þjóðleikhússbyggingin er ekki notuð til reglubundinnar starfssemi samkvæmt þessum lögum má nota hana til annarrar menningarstarfssemi.“ „Þjóðleikhúsið er hægt að leigja sé því viðkomandi vegna annarar starfsemi í húsinu. Það hefur verið hægt árum saman svo það er ekkert undarlegt við þetta,“ segir Ari. Hann rifjar meðal annars upp eftirminnilegan fund Samfylkingarinnar, á tímum hrunsins, sem haldinn var í Þjóðleikhússkjallaranum. Þá hafi það á dögunum leigt út sal til að hægt væri að halda upp á 100 ára afmæli Ölgerðarinnar. „Erum við með því að taka afstöðu gegn Vífilfelli?“ Ari segir að það séu aldrei sýningar í húsinu á mánudögum og það hafi hitt svo á í dag að ekki hafi verið æfing á stóra sviðinu. Hann segir að öðrum forsetaframbjóðendum, sem og öðrum, standi til boða að leigja sali af leikhúsinu séu salirnir lausir á þeim tíma sem óskað er eftir. Verð er mismunandi og fer eftir hvort, og þá hve margir, starfsmenn þurfa að fylgja með leigunni. „Ég fagna hvers konar fundum og starfsemi þegar salirnir eru lausir. Það er bara búbót fyrir Þjóðleikhúsið,“ segir Ari. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Bein útsending: Andri Snær býður sig fram til forseta Ætlar að kynna það sem hann hefur fram að færa í embættið. 11. apríl 2016 16:15 "Þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða mislöngum kjörtímabilum“ Andri Snær lagði höfuðáherslu á þrjú stór mál á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2016 17:49 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Sjá meira
„Þetta var bara ósköp venjuleg útleiga. Stuðningsmenn Andra Snæs óskuðu eftir því að fá Þjóðleikhúsið leigt undir viðburðinn og það vildi svo til að það var hægt að verða við þeirri bón á þessum tíma,“ segir Ari Matthíasson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við Vísi.Hér má sjá tístin sem birtsust á síðu Þjóðleikhússins.Rithöfundurinn Andri Snær Magnason kynnti fyrr í dag framboð sitt til forseta Íslands en kynningarfundurinn átti sér stað á stóra sviði Þjóðleikhússins. Því hefur verið velt upp hvort Þjóðleikhúsið sé með þessu að taka afstöðu með Andra umfram aðra forsetaframbjóðendur en auk þess að hýsa fundinn var tíst um hann á Twitter-síðu leikhússins. Aðspurður um tístin segir Ari að hann þekki þau ekki. Þjóðleikhúsið er ríkisstofnun en um það er fjallað í leiklistarlögum. Þar segir meðal annars að „[þ]egar Þjóðleikhússbyggingin er ekki notuð til reglubundinnar starfssemi samkvæmt þessum lögum má nota hana til annarrar menningarstarfssemi.“ „Þjóðleikhúsið er hægt að leigja sé því viðkomandi vegna annarar starfsemi í húsinu. Það hefur verið hægt árum saman svo það er ekkert undarlegt við þetta,“ segir Ari. Hann rifjar meðal annars upp eftirminnilegan fund Samfylkingarinnar, á tímum hrunsins, sem haldinn var í Þjóðleikhússkjallaranum. Þá hafi það á dögunum leigt út sal til að hægt væri að halda upp á 100 ára afmæli Ölgerðarinnar. „Erum við með því að taka afstöðu gegn Vífilfelli?“ Ari segir að það séu aldrei sýningar í húsinu á mánudögum og það hafi hitt svo á í dag að ekki hafi verið æfing á stóra sviðinu. Hann segir að öðrum forsetaframbjóðendum, sem og öðrum, standi til boða að leigja sali af leikhúsinu séu salirnir lausir á þeim tíma sem óskað er eftir. Verð er mismunandi og fer eftir hvort, og þá hve margir, starfsmenn þurfa að fylgja með leigunni. „Ég fagna hvers konar fundum og starfsemi þegar salirnir eru lausir. Það er bara búbót fyrir Þjóðleikhúsið,“ segir Ari.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Bein útsending: Andri Snær býður sig fram til forseta Ætlar að kynna það sem hann hefur fram að færa í embættið. 11. apríl 2016 16:15 "Þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða mislöngum kjörtímabilum“ Andri Snær lagði höfuðáherslu á þrjú stór mál á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2016 17:49 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Sjá meira
Bein útsending: Andri Snær býður sig fram til forseta Ætlar að kynna það sem hann hefur fram að færa í embættið. 11. apríl 2016 16:15
"Þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða mislöngum kjörtímabilum“ Andri Snær lagði höfuðáherslu á þrjú stór mál á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2016 17:49