Hægt að losa höft síðar á þessu ári ef útboð gengur vel Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. apríl 2016 19:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ef aflandskrónuútboðið í næsta mánuði heppnast vel og ekkert óvænt gerist verði hægt að fara mjög langt við að losa gjaldeyrishöftin alveg á þessu ári. Í næsta mánuði er fyrirhugað að halda svokallað aflandskrónuútboð sem er mjög mikilvægur liður í losun gjaldeyrishafta. Aflandskrónur eru verðmæti í íslenskum krónum í eigu eða vörslu útlendinga. Þetta geta verið verðbréf útgefin í krónum eða fjármunir á krónureikningum í bönkum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að sterkur pólitískur stuðningur við útboðið skipti máli. „Aðalatriði er að á réttu augnablikinunum þegar þarf að breyta lögum til þess að gera útboðið mögulegt þá sé þingið starfandi og geti tekið slíkt mál til afgreiðslu. Síðan þarf að vera pólitískur stuðningur við verkefnið,“ segir Már. Í hefti um peningastefnuna sem Samtök atvinnulífsins gáfu út á fimmtudag segir að stærstu óvissuþáttunum um gengi íslensku krónunnar hafi nú verið rutt úr vegi. Full ástæða sé til að láta reyna á markaðsgengi krónunnar og losa um höft á alla innlenda aðila. Már segir að ef aflandskrónuútboðið heppnist vel sé hægt að huga að losun hafta. „Ef ekkert óvænt gerist er hægt að fara mjög langt við losa þessi höft meira og minna alveg síðar á þessu ári eða mjög snemma á því næsta.“ Úrlausn á málefnum slitabú föllnu bankanna heppnaðist mjög vel enda er búið að ljúka nauðasamningum hjá þeim öllum og allt að 500 milljarðar króna skila sér í ríkissjóð í formi stöðugleikaframlaga. Lee Buchheit sagði að þessi niðurstaða væri „einstök í fjármálasögu heimsins.“ Seðlabankastjóri segir að sterkur pólitískur stuðningur í því verkefni hafi skipt sköpum. „Það skipti mjög miklu máli að það var breiður stuðningur, langt út fyrir ríkisstjórnina, í reynd í öllu þinginu við málið. Það er auðvitað lang best,“ segir Már Guðmundsson. Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ef aflandskrónuútboðið í næsta mánuði heppnast vel og ekkert óvænt gerist verði hægt að fara mjög langt við að losa gjaldeyrishöftin alveg á þessu ári. Í næsta mánuði er fyrirhugað að halda svokallað aflandskrónuútboð sem er mjög mikilvægur liður í losun gjaldeyrishafta. Aflandskrónur eru verðmæti í íslenskum krónum í eigu eða vörslu útlendinga. Þetta geta verið verðbréf útgefin í krónum eða fjármunir á krónureikningum í bönkum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að sterkur pólitískur stuðningur við útboðið skipti máli. „Aðalatriði er að á réttu augnablikinunum þegar þarf að breyta lögum til þess að gera útboðið mögulegt þá sé þingið starfandi og geti tekið slíkt mál til afgreiðslu. Síðan þarf að vera pólitískur stuðningur við verkefnið,“ segir Már. Í hefti um peningastefnuna sem Samtök atvinnulífsins gáfu út á fimmtudag segir að stærstu óvissuþáttunum um gengi íslensku krónunnar hafi nú verið rutt úr vegi. Full ástæða sé til að láta reyna á markaðsgengi krónunnar og losa um höft á alla innlenda aðila. Már segir að ef aflandskrónuútboðið heppnist vel sé hægt að huga að losun hafta. „Ef ekkert óvænt gerist er hægt að fara mjög langt við losa þessi höft meira og minna alveg síðar á þessu ári eða mjög snemma á því næsta.“ Úrlausn á málefnum slitabú föllnu bankanna heppnaðist mjög vel enda er búið að ljúka nauðasamningum hjá þeim öllum og allt að 500 milljarðar króna skila sér í ríkissjóð í formi stöðugleikaframlaga. Lee Buchheit sagði að þessi niðurstaða væri „einstök í fjármálasögu heimsins.“ Seðlabankastjóri segir að sterkur pólitískur stuðningur í því verkefni hafi skipt sköpum. „Það skipti mjög miklu máli að það var breiður stuðningur, langt út fyrir ríkisstjórnina, í reynd í öllu þinginu við málið. Það er auðvitað lang best,“ segir Már Guðmundsson.
Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent