Innlent

Þorgerður Katrín ætlar ekki í framboð

Samúel Karl Ólason skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Vísir/Daníel
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi Alþingiskona og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki í framboð til embættis forseta Íslands. Hún segir ákvörðun Ólafs Ragnar Grímssonar um að ætla að bjóða sig fram aftur til embættisins hafa gert útslagið.

Þetta tilkynnti hún í þættinum Vikan með Gísla Marteini á RÚV.

„Hann er reynslubolti og ég held að það skipti máli að hann hefur þetta forskot. Ég virði hann og ég held að ef hann telur sig hafa erindi og ég held að hann hafi þess vegna erindi við þjóðina, þá fer hann bara í þessar kosningar,“ sagði Þorgerður Katrín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×