Innlent

Guðni mælist með fjórðungsfylgi

Samúel Karl Ólason skrifar
Ólafur Ragnar og Guðni Th.
Ólafur Ragnar og Guðni Th. Vísir/Valli/Anton
Tæplega 46 prósent Íslendinga vilja sjá Ólaf Ragnar Grímsson áfram í embætti forseta Íslands. Spurð hvern þau vilji sem næsta forseta segist fjórðungur vilja Guðna Th. Jóhannesson og rúm 15 prósent segjast myndu kjósa Andra Snæ Magnason. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar Maskínu.

Aðrir frambjóðendur fá undir tvö prósent fylgi. Guðni Th. hefur enn ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram.

Maskína hefur spurt Íslendinga frá áramótum hvern þeir vilji sjá í forsetastól. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þriðjungur svarenda eigi eftir að gera upp hug sinn. Spurningin er opin og þurfa svarendur að skrifa niður nafn þess sem þeir vilji að verði forseti.

Einnig kemur fram að Ólafur Ragnar nýtur mikils fylgis meðal yngri kjósenda. Fleiri en þrír af hverjum fjórum myndu kjósa hann meðal þeirra yngri en 32 til 45 prósent í öðrum aldurshópum.

Rúm 30 prósent kjósenda sem eru 45 ára og eldri myndu kjósa Guðna Th. en enginn kjósandi yngri en 25 ára sagðist ætla að kjósa hann.

Andri Snær nýtur mests stuðnings meðal þeirra sem eru 25 til 44 ára eða um 22 prósent. Skýrslu Maskínu í heild sinni má lesa hér (PDF)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×