Tugir milljarða til útgjaldaaukningar og framkvæmda á næstu fimm árum Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2016 19:36 Hægt verður að auka útgjöld til verkefna ráðuneyta um fjörutíu og tvo milljarða og til nýframkvæmda um 75 milljarða á næstu fimm árum samkvæmt nýrri fjármálastefnu og áætlun ríkis og sveitarfélaga sem lögð var fram á Alþingi í dag. Unnið hefur verið að því í tíð tveggja ríkisstjórna að þróa annars vegar fjármálastefnu og hins vegar fjármálaáætlun hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, til fimm ára, Málin voru lögð fyrir Alþingi í dag og segja forsætis- og fjármálaráðherra að samkvæmt þessum áætlunum sé hægt að styrkja innviði samfélagsins til mikils muna. Stóru tíðindin eru hvað þetta er gríðarlega jákvæð áætlun. Hún sýnir hvað við höfum lækkað skuldir ríkissjóðs gríðarlega mikið sem gefur okkur tækifæri á miklu fjárfestingum og mögulegum útgjöldum í innviðum sem sannarlega er kallað á. Í velferðarmálum, samgöngumálum og ýmsum öðrum brýnum verkefnum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Þetta séu raunhæfar áætlanir og byggi á hóflegri hagvaxtarspá. Þannig sé gert ráð fyrir að vaxtagjöld ríkissjóðs verði um 20 milljörðum lægri undir lok tímabilsins árið 2021 en þær eru nú og skuldasöfnun ríkissjóðs verði stöðvuð. „Það eru horfur á að við höldum áfram að greiða niður skuldir og og sköpum með því og auknum tekjum út af hagvexti, svigrúm til að ráðast í risastór verkefni sem sum hver hafa setið á hakanum undanfarin ár. Ég nefni að við erum t.d. í fyrsta skipti að sýna fram á að við getum fjármagnað uppbyggingu sjúkrahússins, kaup á þyrlum, farið inn í velferðarmálin og gert betur hvort sem það er fæðingarorlof eða önnur réttindi,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Ekki kosningavíxill ríkisstjórnarinnar Á næstu fimm árum gætu útgjöld ráðuneyta aukist um 42 milljarða til að styrkja ýmis verkefni og auka fjárfestingar um 75 milljarða á sama tíma og ríkisfjármálin komist í jafnvægi. Fjármálaráðherra segir ekki um kosningavíxil að ræða enda hafi verið unnið að þessari fyrstu áætlun í langan tíma. „Ég er mjög stoltur af því að koma hér fram með fjármálastefnu sem sýnir að við ætlum að nota þessar aðstæður til að halda áfram að greiða upp skuldir svo við getum staðið traustum fótum við að styrkja innviðina,“ segir Bjarni. Þetta er í fyrsta skipti sem langtímaáætlun sem þessi sem nær til fimm ára er lögð fram og nær bæði til fjármála ríkis og sveitarfélaga. En það er stutt til kosninga og þetta er kynnt á Þjóðminjasafni íslands. Spurningin er hvort þessar áætlanir rati beint þangað? „Nei það held ég alls ekki. Þegar þú horfir til framtíðar skaltu líka horfa aftur fyrir þig og byggja á sögunni. Við erum að sýna það hér í verki með þessari fjármálaáætlun hvað íslenskt samfélag getur verið öflugt. Hversu hratt er hægt að komast út úr kreppu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir VR greiddi Ragnari Þór hátt í tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Sjá meira
Hægt verður að auka útgjöld til verkefna ráðuneyta um fjörutíu og tvo milljarða og til nýframkvæmda um 75 milljarða á næstu fimm árum samkvæmt nýrri fjármálastefnu og áætlun ríkis og sveitarfélaga sem lögð var fram á Alþingi í dag. Unnið hefur verið að því í tíð tveggja ríkisstjórna að þróa annars vegar fjármálastefnu og hins vegar fjármálaáætlun hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, til fimm ára, Málin voru lögð fyrir Alþingi í dag og segja forsætis- og fjármálaráðherra að samkvæmt þessum áætlunum sé hægt að styrkja innviði samfélagsins til mikils muna. Stóru tíðindin eru hvað þetta er gríðarlega jákvæð áætlun. Hún sýnir hvað við höfum lækkað skuldir ríkissjóðs gríðarlega mikið sem gefur okkur tækifæri á miklu fjárfestingum og mögulegum útgjöldum í innviðum sem sannarlega er kallað á. Í velferðarmálum, samgöngumálum og ýmsum öðrum brýnum verkefnum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Þetta séu raunhæfar áætlanir og byggi á hóflegri hagvaxtarspá. Þannig sé gert ráð fyrir að vaxtagjöld ríkissjóðs verði um 20 milljörðum lægri undir lok tímabilsins árið 2021 en þær eru nú og skuldasöfnun ríkissjóðs verði stöðvuð. „Það eru horfur á að við höldum áfram að greiða niður skuldir og og sköpum með því og auknum tekjum út af hagvexti, svigrúm til að ráðast í risastór verkefni sem sum hver hafa setið á hakanum undanfarin ár. Ég nefni að við erum t.d. í fyrsta skipti að sýna fram á að við getum fjármagnað uppbyggingu sjúkrahússins, kaup á þyrlum, farið inn í velferðarmálin og gert betur hvort sem það er fæðingarorlof eða önnur réttindi,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Ekki kosningavíxill ríkisstjórnarinnar Á næstu fimm árum gætu útgjöld ráðuneyta aukist um 42 milljarða til að styrkja ýmis verkefni og auka fjárfestingar um 75 milljarða á sama tíma og ríkisfjármálin komist í jafnvægi. Fjármálaráðherra segir ekki um kosningavíxil að ræða enda hafi verið unnið að þessari fyrstu áætlun í langan tíma. „Ég er mjög stoltur af því að koma hér fram með fjármálastefnu sem sýnir að við ætlum að nota þessar aðstæður til að halda áfram að greiða upp skuldir svo við getum staðið traustum fótum við að styrkja innviðina,“ segir Bjarni. Þetta er í fyrsta skipti sem langtímaáætlun sem þessi sem nær til fimm ára er lögð fram og nær bæði til fjármála ríkis og sveitarfélaga. En það er stutt til kosninga og þetta er kynnt á Þjóðminjasafni íslands. Spurningin er hvort þessar áætlanir rati beint þangað? „Nei það held ég alls ekki. Þegar þú horfir til framtíðar skaltu líka horfa aftur fyrir þig og byggja á sögunni. Við erum að sýna það hér í verki með þessari fjármálaáætlun hvað íslenskt samfélag getur verið öflugt. Hversu hratt er hægt að komast út úr kreppu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir VR greiddi Ragnari Þór hátt í tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Sjá meira