„Það er allt í kringum þessa ríkisstjórn sem lyktar af spillingu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2016 11:29 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, krafðist þess á Alþingi í dag að ríkisstjórnin færi frá og vill að opinber rannsókn fari fram á aflandsfélögum Íslendinga og skattaundanskotum. „Það er allt í kringum þessa ríkisstjórn sem lyktar af spillingu og hún á að fara frá,“ sagði Bjarkey undir liðnum störf þingsins. Bjarkey sagði það sæta tíðindum að framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins hafi ekki talið ástæðu til að framkvæmdastjóri flokksins, Hrólfur Ölvisson, færi frá vegna tengsla sinna við aflandsfélög. Viðbrögð Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra séu gagnrýniverð vegna málsins. „Við erum að tala hér um að forsætisráðherra landsins hefur sagt og lýsir því yfir að það sé í lagi að eiga fjármuni og eignir í skattaskjólum. Það var þá til þess að formaður hans flokks sagði af sér. Hverslags bull er þetta eiginlega?,“ sagði Bjarkey. Þá furðaði hún sig í því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi sagt Ísland hálfgert skattaskjól. „Fjármála- og efnahagsráherra hann talar nánast fyrir því að það sé í lagi að vera í skattaskjólum enda Ísland svo sem skattaskjól að mati ráðherrans. Hann telur það þjóðinni boðlegt að hann ætli að hafa krumlurnar í því að selja eignir þrotabúanna sem þjóðin situr uppi með, og honum finnst ómerkilegt að allir séu settir undir sama hatt sem í skattaskjólum eiga eignir og fjármuni. Það er eins og ráðherra skattamála skilji ekki að það er engin leið fyrir íslensk skattyfirvöld að sannreyna að fullu hvort til dæmis skattar skili sér,“ sagði Bjarkey. Ráðherrar sem ekki skilji að berjast þurfi gegn tilvist skattaskjóla eigi að segja af sér. Bjarkey sagði jafnframt nauðsnlegt að fram fari opinber rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattaskjólum, en málið verður til umræðu á Alþingi síðar í dag. Alþingi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, krafðist þess á Alþingi í dag að ríkisstjórnin færi frá og vill að opinber rannsókn fari fram á aflandsfélögum Íslendinga og skattaundanskotum. „Það er allt í kringum þessa ríkisstjórn sem lyktar af spillingu og hún á að fara frá,“ sagði Bjarkey undir liðnum störf þingsins. Bjarkey sagði það sæta tíðindum að framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins hafi ekki talið ástæðu til að framkvæmdastjóri flokksins, Hrólfur Ölvisson, færi frá vegna tengsla sinna við aflandsfélög. Viðbrögð Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra séu gagnrýniverð vegna málsins. „Við erum að tala hér um að forsætisráðherra landsins hefur sagt og lýsir því yfir að það sé í lagi að eiga fjármuni og eignir í skattaskjólum. Það var þá til þess að formaður hans flokks sagði af sér. Hverslags bull er þetta eiginlega?,“ sagði Bjarkey. Þá furðaði hún sig í því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi sagt Ísland hálfgert skattaskjól. „Fjármála- og efnahagsráherra hann talar nánast fyrir því að það sé í lagi að vera í skattaskjólum enda Ísland svo sem skattaskjól að mati ráðherrans. Hann telur það þjóðinni boðlegt að hann ætli að hafa krumlurnar í því að selja eignir þrotabúanna sem þjóðin situr uppi með, og honum finnst ómerkilegt að allir séu settir undir sama hatt sem í skattaskjólum eiga eignir og fjármuni. Það er eins og ráðherra skattamála skilji ekki að það er engin leið fyrir íslensk skattyfirvöld að sannreyna að fullu hvort til dæmis skattar skili sér,“ sagði Bjarkey. Ráðherrar sem ekki skilji að berjast þurfi gegn tilvist skattaskjóla eigi að segja af sér. Bjarkey sagði jafnframt nauðsnlegt að fram fari opinber rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattaskjólum, en málið verður til umræðu á Alþingi síðar í dag.
Alþingi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira