Lífeyrissjóðir auka umsvif sín á lánamarkaði Ingvar Haraldsson skrifar 28. apríl 2016 07:00 Uppgreiðslur lána hjá Íbúðalánasjóði hafa aukist verulega en lífeyrissjóðir hafa lánað margfalt meira gegnum sjóðsfélagalán. Lífeyrissjóðir hafa lánað mun hærri upphæðir til húsnæðiskaupa að undanförnu með beinum hætti miðað við síðustu ár. Lífeyrissjóðirnir lánuðu nær fjórfalt meira með sjóðsfélagalánum á fyrstu tveimur mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Sjóðsfélagalán lífeyrissjóðanna námu 12 milljörðum króna frá byrjun desember til loka febrúar, hærri upphæð en lánuð var út til sjóðsfélaga allt árið 2014. Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, benti á í kynningu sinni á ritinu Fjármálastöðugleika, sem Seðlabankinn gaf út í síðustu viku, að tilfærsla væri að verða milli lánveitenda á húsnæðislánamarkaði. Uppgreiðslur Íbúðalánasjóðs hefðu aukist hratt, þær námu tæplega 27 milljörðum króna á síðari hluta ársins sem er nærri tvöfalt miðað við sama tímabili árið 2014. Nærtækasta skýringin á auknum vinsældum sjóðsfélagalána sé að lífeyrissjóðirnir hófu fyrir áramót að bjóða húsnæðislán á hagstæðari kjörum en þeir hafi boðið áður og hagstæðari kjörum en bankarnir bjóði upp á.Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics ehf.Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, bendir á að ein ástæða þess sé að strangari reglur gildi um bankana en lífeyrissjóði. „Bankarnir eru undir reglum Fjármálaeftirlitsins um eiginfjárbindingu og alls kyns regluverki í því samhengi. Hins vegar eru lífeyrissjóðirnir það ekki. Þeir þurfa því ekki að leggja þann kostnað ofan á lánin.“ Ásgeir Jónsson, forseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands, bendir á að lífeyrissjóðir séu með lengri fjármögnun en bankarnir. Skuldbindingar lífeyrissjóða til sjóðsfélaga séu ekki greiddar út fyrr en sjóðsfélagar fari á eftirlaun, sem sé áratugum eftir að þeir hefji að greiða lífeyri. Bankarnir séu hins vegar að stærstum hluta fjármagnaðir með óbundnum innistæðum, sem hægt sé að taka út hvenær sem er. Það geri lífeyrissjóðum auðveldara fyrir en bönkunum að lána út til langs tíma. Þá séu lífeyrissjóðir nánast einu aðilarnir hér á landi sem geti lánað fjármagn til langs tíma í einhverjum mæli. Áður fyrr hafi lífeyrissjóðir að mestu leyti gert það í gegnum Íbúðalánasjóð. Íbúðalánasjóður hafi lánað um 60 prósent allra íbúðalána Íslandi, að mestu með því að gefa út skuldabréf sem lífeyrissjóðir keyptu. „Þannig að það var í raun peningur lífeyrissjóðanna sem Íbúðalánasjóður var að lána út.“ Í dag hafi hins vegar verulega dregið úr umsvifum Íbúðalánsjóðs og nánast sé búið að loka honum. Þá hafi lífeyrissjóðir einnig fjármagnað megnið af svokölluðum sértryggðum skuldabréfaútgáfum bankanna sem bankarnir hafa nýtt til að fjármagna sín íbúðalán. Ásgeir segir að svo virðist sem stefnubreyting hafi orðið hjá lífeyrissjóðunum. Þeir hafi tekið ákvörðun um að lána í aukunum mæli fé sjálfir til íbúðakaupa í stað þess að gera það í gegnum milliliði, þótt þeir hafi alltaf gert það í einhverjum mæli. Í Fjármálastöðugleika Seðlabankans kemur fram að skuldir heimilanna sem hlutfall af landsframleiðslu hafi lækkað um 11 prósentustig á árinu 2015 og nemi nú 83,8 prósentum af landsframleiðslu. Lækkunina megi rekja til hærri landsframleiðslu og skuldalækkunaraðgerða ríkisstjórnarinnar með beinni lækkun húsnæðislána og heimildar til nýtingar séreignarlífeyrissparnaðar. Skuldahlutfallið sé nú svipað og það var árið 1999.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Lífeyrissjóðir hafa lánað mun hærri upphæðir til húsnæðiskaupa að undanförnu með beinum hætti miðað við síðustu ár. Lífeyrissjóðirnir lánuðu nær fjórfalt meira með sjóðsfélagalánum á fyrstu tveimur mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Sjóðsfélagalán lífeyrissjóðanna námu 12 milljörðum króna frá byrjun desember til loka febrúar, hærri upphæð en lánuð var út til sjóðsfélaga allt árið 2014. Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, benti á í kynningu sinni á ritinu Fjármálastöðugleika, sem Seðlabankinn gaf út í síðustu viku, að tilfærsla væri að verða milli lánveitenda á húsnæðislánamarkaði. Uppgreiðslur Íbúðalánasjóðs hefðu aukist hratt, þær námu tæplega 27 milljörðum króna á síðari hluta ársins sem er nærri tvöfalt miðað við sama tímabili árið 2014. Nærtækasta skýringin á auknum vinsældum sjóðsfélagalána sé að lífeyrissjóðirnir hófu fyrir áramót að bjóða húsnæðislán á hagstæðari kjörum en þeir hafi boðið áður og hagstæðari kjörum en bankarnir bjóði upp á.Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics ehf.Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, bendir á að ein ástæða þess sé að strangari reglur gildi um bankana en lífeyrissjóði. „Bankarnir eru undir reglum Fjármálaeftirlitsins um eiginfjárbindingu og alls kyns regluverki í því samhengi. Hins vegar eru lífeyrissjóðirnir það ekki. Þeir þurfa því ekki að leggja þann kostnað ofan á lánin.“ Ásgeir Jónsson, forseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands, bendir á að lífeyrissjóðir séu með lengri fjármögnun en bankarnir. Skuldbindingar lífeyrissjóða til sjóðsfélaga séu ekki greiddar út fyrr en sjóðsfélagar fari á eftirlaun, sem sé áratugum eftir að þeir hefji að greiða lífeyri. Bankarnir séu hins vegar að stærstum hluta fjármagnaðir með óbundnum innistæðum, sem hægt sé að taka út hvenær sem er. Það geri lífeyrissjóðum auðveldara fyrir en bönkunum að lána út til langs tíma. Þá séu lífeyrissjóðir nánast einu aðilarnir hér á landi sem geti lánað fjármagn til langs tíma í einhverjum mæli. Áður fyrr hafi lífeyrissjóðir að mestu leyti gert það í gegnum Íbúðalánasjóð. Íbúðalánasjóður hafi lánað um 60 prósent allra íbúðalána Íslandi, að mestu með því að gefa út skuldabréf sem lífeyrissjóðir keyptu. „Þannig að það var í raun peningur lífeyrissjóðanna sem Íbúðalánasjóður var að lána út.“ Í dag hafi hins vegar verulega dregið úr umsvifum Íbúðalánsjóðs og nánast sé búið að loka honum. Þá hafi lífeyrissjóðir einnig fjármagnað megnið af svokölluðum sértryggðum skuldabréfaútgáfum bankanna sem bankarnir hafa nýtt til að fjármagna sín íbúðalán. Ásgeir segir að svo virðist sem stefnubreyting hafi orðið hjá lífeyrissjóðunum. Þeir hafi tekið ákvörðun um að lána í aukunum mæli fé sjálfir til íbúðakaupa í stað þess að gera það í gegnum milliliði, þótt þeir hafi alltaf gert það í einhverjum mæli. Í Fjármálastöðugleika Seðlabankans kemur fram að skuldir heimilanna sem hlutfall af landsframleiðslu hafi lækkað um 11 prósentustig á árinu 2015 og nemi nú 83,8 prósentum af landsframleiðslu. Lækkunina megi rekja til hærri landsframleiðslu og skuldalækkunaraðgerða ríkisstjórnarinnar með beinni lækkun húsnæðislána og heimildar til nýtingar séreignarlífeyrissparnaðar. Skuldahlutfallið sé nú svipað og það var árið 1999.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent