Innlent

Bein útsending frá opnum fundi með forsetaframbjóðendum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frambjóðendurnir á fundinum.
Frambjóðendurnir á fundinum. vísir/Vilhelm
Frambjóðendur til embættis forseta Íslands munu sitja fyrir svörum á opnum fundi Stúdendafélags Háskólans í Reykjavík, SFHR, klukkan 12 í dag. Háskólinn í Reykjavík sér fyrir streymi frá fundinum og verður hann í beinni útsendingu hér að neðan.

Fundurinn er öllum opinn í stofu M101 í húsakynnum HR.

Átta frambjóðendur hafa boðað komu sína en það eru þau Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Benedikt Kristján Mewes, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir, Hrannar Pétursson og Magnús Ingi Magnússon.

Fundarstjóri verður Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar háskólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×