Dalglish um Hillsborough: Stuðningsmennirnir fengu algjöra uppreisn æru Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2016 08:45 Kenny Dalglish minnist hinna 96 á Anfield. vísir/getty Kenny Dalglish, einn besti leikmaður í sögu Liverpool og fyrrverandi knattspyrnustjóri félagsins, segir að dómurinn vegna Hillsborough-slyssins í gær hafi veitt stuðningsmönnum Liverpool algjöra uppreisn æru. Alls slösuðust 766 manns og 96 fórust í Hillsborough-slysinu 15. apríl 1989 en þeir sem létu lífið krömdust eftir að South Yorkshire-lögreglan sýndi af sér mikla vanrækslu í starfi og opnaði hlið sem hún hefði aldrei átt að gera. Sjá einnig: Loksins réttlæti fyrir hina 96 Lögreglan hylmdi yfir eigin vanrækslu í rúma tvo áratugi þar til rannsókn á málinu sem hófst fyrir fimm árum leiddi í ljós að hún ætti stærsta sök í máli og það var staðfest í úrskurði kviðdóms í gær. Kviðdómur mat málið svo að stuðningsmennirnir hefðu dáið ólögmætum dauðsföllum vegna mikillar vanræslu South Yorkshire-lögreglunnar og þá fékk sjúkrabílaþjónusta sama svæðis einnig falleinkunn. Í 27 ár hefur stuðningsmönnum Liverpool verið kennt um slysið og þeir barist fyrir að sannleikurinn komi upp á yfirborðið sem gerðist loksins í gær. Réttlæti fyrir hina 96. „Stuðningsmennirnir fengu algjöra uppreisn æru og nú geta fjölskyldurnar fagnað sigri yfir öllu sem þær lögðu fram. Sannleikurinn sem fólkið hefur vitað í 27 ár er loksins komin í ljós,“ sagði Dalglish í útvarpsviðtali við BBC í gær. „Fjölskyldurnar börðust fyrir fólki sem fór á fótboltaleik og lét lífið. Það er ekki hægt að ímynda sér hvað þesar fjölskyldur eru búnar að ganga í gegnum undanfarin 27 ár. Á tímabili litu hlutirnir ekki vel út en þetta fólk gafst ekki upp í baráttunni fyrir þeim sem þau elska.“ „Þetta fólk hefur verið auðmjúkt og aðeins hugsað um að fá sannleikann í ljós. Það hefur tekið 27 ár þannig manni er létt fyrir þeirra hönd,“ sagði Kenny Dalglish. Enski boltinn Bretland Hillsborough-slysið England Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Kenny Dalglish, einn besti leikmaður í sögu Liverpool og fyrrverandi knattspyrnustjóri félagsins, segir að dómurinn vegna Hillsborough-slyssins í gær hafi veitt stuðningsmönnum Liverpool algjöra uppreisn æru. Alls slösuðust 766 manns og 96 fórust í Hillsborough-slysinu 15. apríl 1989 en þeir sem létu lífið krömdust eftir að South Yorkshire-lögreglan sýndi af sér mikla vanrækslu í starfi og opnaði hlið sem hún hefði aldrei átt að gera. Sjá einnig: Loksins réttlæti fyrir hina 96 Lögreglan hylmdi yfir eigin vanrækslu í rúma tvo áratugi þar til rannsókn á málinu sem hófst fyrir fimm árum leiddi í ljós að hún ætti stærsta sök í máli og það var staðfest í úrskurði kviðdóms í gær. Kviðdómur mat málið svo að stuðningsmennirnir hefðu dáið ólögmætum dauðsföllum vegna mikillar vanræslu South Yorkshire-lögreglunnar og þá fékk sjúkrabílaþjónusta sama svæðis einnig falleinkunn. Í 27 ár hefur stuðningsmönnum Liverpool verið kennt um slysið og þeir barist fyrir að sannleikurinn komi upp á yfirborðið sem gerðist loksins í gær. Réttlæti fyrir hina 96. „Stuðningsmennirnir fengu algjöra uppreisn æru og nú geta fjölskyldurnar fagnað sigri yfir öllu sem þær lögðu fram. Sannleikurinn sem fólkið hefur vitað í 27 ár er loksins komin í ljós,“ sagði Dalglish í útvarpsviðtali við BBC í gær. „Fjölskyldurnar börðust fyrir fólki sem fór á fótboltaleik og lét lífið. Það er ekki hægt að ímynda sér hvað þesar fjölskyldur eru búnar að ganga í gegnum undanfarin 27 ár. Á tímabili litu hlutirnir ekki vel út en þetta fólk gafst ekki upp í baráttunni fyrir þeim sem þau elska.“ „Þetta fólk hefur verið auðmjúkt og aðeins hugsað um að fá sannleikann í ljós. Það hefur tekið 27 ár þannig manni er létt fyrir þeirra hönd,“ sagði Kenny Dalglish.
Enski boltinn Bretland Hillsborough-slysið England Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira