Framsóknarmenn funda í dag Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2016 08:04 Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra. Vísir/Pjetur Þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn í dag, þar sem fjallað verður um málefni Hrólfs Ölvissonar framkvæmdastjóra flokksins, vegna aflandsviðskipa hans í skattaskjólum. Flokkurinn kom saman til fundar í gær en eftir hann vildu þingmenn ekki tjá sig, en sögðust líklega gera það eftir fundinn í dag. Fjallað var um umfangsmikil viðskipti Hrólfs Ölvissonar framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins í gær. Í Panamaskjölunum kemur fram að hann stofnaði meðal annars aflandsfélag árið 2003 til að leyna fjárfestingum í dönsku fyrirtæki. Hrólfur var á þeim tíma stjórnarformaður Vinnumálastofnunar en hann hefur enn fremur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Innan Framsóknarflokksins hefur einnig hefur verið ákveðið að bjóða til miðstjórnarfundar flokksins 4. júní, þar sem tekin verður ákvörðun um hvort boðað verði til flokksþings. Þingflokkurinn ætlar einnig að funda með Hrólfi. „Eins og kom fram í þættinum eru þetta félög sem voru stofnuð til á þessum tíma sem að þetta var í gangi hér á Íslandi og eru löngu frágengin,“ sagði Sigurður Ingi eftir fund þingmanna flokksins í gær. „En það er eðlilegt að setjast niður með framkvæmdastjóranum og ræða við hann um þessi mál.“ Hann sagði málið ekki eingöngu óþægilegt fyrir Framsóknarflokkinn. Heldur væri þetta óþægilegt fyrir Ísland. Panamaskjölin sýndu hve óeðlilega mikill fjöldi Íslendinga hefði nýtt sér þessa þjónustu bankanna og það yrði að skoða. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði Panamaskjölin hafa sýnt fram á að hópur áhrifafólks í viðskiptum, pólitík og öðrum greinum hefði nýtt þessar leiðir til að fara með sitt fé. „Eðlilega mun þetta draga úr trausti í samfélaginu og það er áhyggjuefni fyrir okkur sem lýðræðisríki. Að þetta muni draga úr trausti á stofnunum samfélagsins ekki síst vegna þess að þarna hefur þessi fámenni hópur, í krafti sinna áhrifa, verið að njóta ákveðinnar forréttindastöðu til þess að höndla með sín fjármál,“ sagði Katrín. Hún sagði að það myndi reyna á okkur sem samfélag, hvernig við tækjumst á við málið. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í gær um málið. Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn í dag, þar sem fjallað verður um málefni Hrólfs Ölvissonar framkvæmdastjóra flokksins, vegna aflandsviðskipa hans í skattaskjólum. Flokkurinn kom saman til fundar í gær en eftir hann vildu þingmenn ekki tjá sig, en sögðust líklega gera það eftir fundinn í dag. Fjallað var um umfangsmikil viðskipti Hrólfs Ölvissonar framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins í gær. Í Panamaskjölunum kemur fram að hann stofnaði meðal annars aflandsfélag árið 2003 til að leyna fjárfestingum í dönsku fyrirtæki. Hrólfur var á þeim tíma stjórnarformaður Vinnumálastofnunar en hann hefur enn fremur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Innan Framsóknarflokksins hefur einnig hefur verið ákveðið að bjóða til miðstjórnarfundar flokksins 4. júní, þar sem tekin verður ákvörðun um hvort boðað verði til flokksþings. Þingflokkurinn ætlar einnig að funda með Hrólfi. „Eins og kom fram í þættinum eru þetta félög sem voru stofnuð til á þessum tíma sem að þetta var í gangi hér á Íslandi og eru löngu frágengin,“ sagði Sigurður Ingi eftir fund þingmanna flokksins í gær. „En það er eðlilegt að setjast niður með framkvæmdastjóranum og ræða við hann um þessi mál.“ Hann sagði málið ekki eingöngu óþægilegt fyrir Framsóknarflokkinn. Heldur væri þetta óþægilegt fyrir Ísland. Panamaskjölin sýndu hve óeðlilega mikill fjöldi Íslendinga hefði nýtt sér þessa þjónustu bankanna og það yrði að skoða. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði Panamaskjölin hafa sýnt fram á að hópur áhrifafólks í viðskiptum, pólitík og öðrum greinum hefði nýtt þessar leiðir til að fara með sitt fé. „Eðlilega mun þetta draga úr trausti í samfélaginu og það er áhyggjuefni fyrir okkur sem lýðræðisríki. Að þetta muni draga úr trausti á stofnunum samfélagsins ekki síst vegna þess að þarna hefur þessi fámenni hópur, í krafti sinna áhrifa, verið að njóta ákveðinnar forréttindastöðu til þess að höndla með sín fjármál,“ sagði Katrín. Hún sagði að það myndi reyna á okkur sem samfélag, hvernig við tækjumst á við málið. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í gær um málið.
Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira