Framsóknarmenn funda í dag Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2016 08:04 Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra. Vísir/Pjetur Þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn í dag, þar sem fjallað verður um málefni Hrólfs Ölvissonar framkvæmdastjóra flokksins, vegna aflandsviðskipa hans í skattaskjólum. Flokkurinn kom saman til fundar í gær en eftir hann vildu þingmenn ekki tjá sig, en sögðust líklega gera það eftir fundinn í dag. Fjallað var um umfangsmikil viðskipti Hrólfs Ölvissonar framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins í gær. Í Panamaskjölunum kemur fram að hann stofnaði meðal annars aflandsfélag árið 2003 til að leyna fjárfestingum í dönsku fyrirtæki. Hrólfur var á þeim tíma stjórnarformaður Vinnumálastofnunar en hann hefur enn fremur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Innan Framsóknarflokksins hefur einnig hefur verið ákveðið að bjóða til miðstjórnarfundar flokksins 4. júní, þar sem tekin verður ákvörðun um hvort boðað verði til flokksþings. Þingflokkurinn ætlar einnig að funda með Hrólfi. „Eins og kom fram í þættinum eru þetta félög sem voru stofnuð til á þessum tíma sem að þetta var í gangi hér á Íslandi og eru löngu frágengin,“ sagði Sigurður Ingi eftir fund þingmanna flokksins í gær. „En það er eðlilegt að setjast niður með framkvæmdastjóranum og ræða við hann um þessi mál.“ Hann sagði málið ekki eingöngu óþægilegt fyrir Framsóknarflokkinn. Heldur væri þetta óþægilegt fyrir Ísland. Panamaskjölin sýndu hve óeðlilega mikill fjöldi Íslendinga hefði nýtt sér þessa þjónustu bankanna og það yrði að skoða. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði Panamaskjölin hafa sýnt fram á að hópur áhrifafólks í viðskiptum, pólitík og öðrum greinum hefði nýtt þessar leiðir til að fara með sitt fé. „Eðlilega mun þetta draga úr trausti í samfélaginu og það er áhyggjuefni fyrir okkur sem lýðræðisríki. Að þetta muni draga úr trausti á stofnunum samfélagsins ekki síst vegna þess að þarna hefur þessi fámenni hópur, í krafti sinna áhrifa, verið að njóta ákveðinnar forréttindastöðu til þess að höndla með sín fjármál,“ sagði Katrín. Hún sagði að það myndi reyna á okkur sem samfélag, hvernig við tækjumst á við málið. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í gær um málið. Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn í dag, þar sem fjallað verður um málefni Hrólfs Ölvissonar framkvæmdastjóra flokksins, vegna aflandsviðskipa hans í skattaskjólum. Flokkurinn kom saman til fundar í gær en eftir hann vildu þingmenn ekki tjá sig, en sögðust líklega gera það eftir fundinn í dag. Fjallað var um umfangsmikil viðskipti Hrólfs Ölvissonar framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins í gær. Í Panamaskjölunum kemur fram að hann stofnaði meðal annars aflandsfélag árið 2003 til að leyna fjárfestingum í dönsku fyrirtæki. Hrólfur var á þeim tíma stjórnarformaður Vinnumálastofnunar en hann hefur enn fremur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Innan Framsóknarflokksins hefur einnig hefur verið ákveðið að bjóða til miðstjórnarfundar flokksins 4. júní, þar sem tekin verður ákvörðun um hvort boðað verði til flokksþings. Þingflokkurinn ætlar einnig að funda með Hrólfi. „Eins og kom fram í þættinum eru þetta félög sem voru stofnuð til á þessum tíma sem að þetta var í gangi hér á Íslandi og eru löngu frágengin,“ sagði Sigurður Ingi eftir fund þingmanna flokksins í gær. „En það er eðlilegt að setjast niður með framkvæmdastjóranum og ræða við hann um þessi mál.“ Hann sagði málið ekki eingöngu óþægilegt fyrir Framsóknarflokkinn. Heldur væri þetta óþægilegt fyrir Ísland. Panamaskjölin sýndu hve óeðlilega mikill fjöldi Íslendinga hefði nýtt sér þessa þjónustu bankanna og það yrði að skoða. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði Panamaskjölin hafa sýnt fram á að hópur áhrifafólks í viðskiptum, pólitík og öðrum greinum hefði nýtt þessar leiðir til að fara með sitt fé. „Eðlilega mun þetta draga úr trausti í samfélaginu og það er áhyggjuefni fyrir okkur sem lýðræðisríki. Að þetta muni draga úr trausti á stofnunum samfélagsins ekki síst vegna þess að þarna hefur þessi fámenni hópur, í krafti sinna áhrifa, verið að njóta ákveðinnar forréttindastöðu til þess að höndla með sín fjármál,“ sagði Katrín. Hún sagði að það myndi reyna á okkur sem samfélag, hvernig við tækjumst á við málið. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í gær um málið.
Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira